Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 104
SKAGFIRÐINGABÓK
verkefni er svo vel af hendi leyst, að ekki megi eitthvað
að því finna eftir á. Ymsum finnst jafnvel að sköpun
sjálfrar tilverunnar hefði mátt fara betur úr hendi. En nú
hefur heyrst að við Islendingar séum búnir að eignast
flokk, sem ætli að gera alla hluti betur en aðrir. Skyldi
skaparinn mega að fara að vara sig?10
Allir stjórnmálaflokkarnir voru sammála um nauðsyn þess að
koma upp góðri hafnaraðstöðu til þess að efla atvinnu í
bænum. Þjóðvarnarmenn gagnrýndu seinagang í uppbygging-
unni", en í málgagni Alþýðuflokksins, sem var í minnihluta í-
bæjarstjórn, sagði að menn hefðu reynt eftir mætti að fá fé til
verksins. Þar sagði:
Fylgismenn bæjarstjórnarmeirihlutans gefa í skyn, að nauð-
synlegt sje fyrir bæjarbúa að kjósa Ihald og Framsókn
áfram, því að annars fáist ekki lán til hafnarinnar og
annarra framkvæmda í bænum. Staðreyndirnar í hafnar-
málinu tala gegn þessu. Enda er ekki hægt að hugsa sjer,
að spillingin sje svo mikil á hærri stöðum, að fje ríkisins
sje notað til þess að hegna mönnum, ef þeir kjósa eftir
sannfæringu sinni, en ekki að vilja valdhafanna.12
Þjóðvarnarmenn voru herskáir á ritvellinum og beindu skeyt-
um sínum óspart að öðrum stjórnmálaflokkum í bænum, að
Sósíalistaflokknum undanskildum. Þann flokk afgreiddu þeir í
einni setningu: „Framboð Sósíalista hér mun — eins og svo oft
áður — vera tilgangslaust og eru fýlgismenn þeirra orðnir
þreyttir á dekrinu við Rússa.“13 Þeir reyndust sannspáir því í
10 FramtlSin. Gefið út af stuðningsmönnum B-listans á Sauðárkróki. [1954].
11 D'ögun. BlaSþjóSvamarmanna á SauSárkróki, 1. tbl. 1954.
12 A-listinn. Bajarmálastejhuskrá AlþýSuflokksins á SauSárkróki. [1954].
13 Dögun. BlaSþjóávamarmanna á SauSárkróki, 2. tbl. 1954.
102