Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 106
SKAGFIRÐINGABÓK
menn á Sjómannalistanum voru þeir Helgi Guðmundsson og
Halldór Sigurðsson. Listinn bauð aðeins einu sinni fram, það
er í umræddum kosningum 1954, og fékk 37 atkvæði eða
6,4% atkvæða.
I fjórða tölublaði Dögunar, sem reyndar var hið síðasta sem
Þjóðvarnarmenn sendu frá sér, var stutt grein til kjósenda. Þar
sagði:
Andstæðingar Þjóðvarnarmanna munu ekki bregða þeim
kosningahætti sínum að ríða húsum ykkar á kosninga-
daginn. Við Þjóðvarnarmenn viljum vara þá, sem okkur
fylgja að málum, við að láta skoðanir sínar uppi við
kosningasmalana ef það á einn eða annan hátt gæti
komið þeim illa. Fylgið mönnum þessum á kjörstað og
greiðið þar atkvæði eftir sannfæringu ykkar, - eftir því
sem þið hyggið, að sé bæjarfélagi okkar fyrir beztu.16
Þetta er á margan hátt merkileg yfirlýsing og í henni gefur
höfundur í skyn að skoðanakúgun hafi verið á Sauðárkróki á
þessum tíma. Hvað á höfimdur til dæmis við þegar hann varar
fólk við að láta skoðanir sínar í ljós? Á hinn bóginn má einnig
líta á þessa yfirlýsingu sem lævísan áróður Þjóðvarnarmanna til
þess að koma því inn hjá fólki að aðrir stjórnmálaflokkar kúgi
það til fylgis við sig og við þeirri bölvun geti fólk spornað með
þvf að kjósa Þjóðvarnarflokkinn.
Forystumenn Þjóðvarnarflokksins á Sauðárkróki voru, eins
og fyrr segir, þeir Ingi Sveinsson vélvirkjameistari, sem skipaði
fyrsta sæti á framboðslista flokksins, og Stefán Sigurðsson
lögfræðingur, sem var í öðru sæti. I þriðja sæti listans var Lárus
Jónsson læknir, þar á eftir Haukur Þorsteinsson sjómaður og í
fimmta sæti frú Guðrún Sveinsdóttir, sem var kona Arnórs
Sigurðssonar, bróður Stefáns. Á framboðslistanum voru alls 14
16 Dögun. BLiðþjóSvamarmanna á Sauðárkróki, 4 tbl. 1954.
104