Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 107
ÞJÓÐVARNARMENN Á SAUÐÁRKRÓKI
Úrslit bæjarstjórnarkosninga á Sauðárkróki 31. janúar 1954
Flokkur Atkvæði Hlutfall af gildum atkvæðum Menn í bæjar- stjórn
Alþýðuflokkur 114 19,7 2
Framsóknarflokkur 139 24,0 2
Sósíalistaflokkur 54 9,3
Sjálfstæðisflokkur 183 31,6 3
Sjómannalistinn 37 6,4
Þjóðvarnarflokkur 52 9,0
Ógildir atkvæðaseðlar 3
Alls 582 100,0 7
Heimild: Kosningaskýrslur. Annað bindi 1949-1987, bls. 644.
manns. I landsmálablaði Þjóðvarnarflokksins, Frjdlsri þjóð, var
greint frá framboði flokksins á Sauðárkróki. Þar sagði: „Hefur
fylgi flokksins eflzt mjög á Sauðárkróki upp á síðkastið, og
er mikill baráttuhugur í Þjóðvarnarmönnum þar. Má óhætt
vænta þess, að þeir fái mann kjörinn í bæjarstjórn.“17
I kosningunum, sem í hönd fóru, kom í ljós að kjósendur á
Sauðárkróki voru fylgispakir við hina „gömlu“ flokka, og bar
framboð Þjóðvarnarflokksins ekki árangur. Hann hlaut 52
atkvæði, þó einungis tveimur atkvæðum færra en Sósíalista-
flokkurinn, en samt alltof fá til þess að koma manni í bæj-
arstjórn. Hlutfallslegt fylgi við flokkinn var 9,0%. Á öllu land-
inu bauð Þjóðvarnarflokkurinn einungis fram í fjórum bæjar-
félögum, það er á Akureyri, í Reykjavík, á Sauðárkróki og í
Vestmannaeyjum.
17 Frjálsþjóð. [Blað Þjóðvarnarflokksins í Reykjavík], 14. 1. 1954.
105