Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 111
NOKKUR MINNINGABROT FRÁ
KYNNUM VIÐ MARKA-LEIFA
eftirséra GÍSLA H. KOLBEINS
Viðlestur um Hjörleif Sigfusson (1872-1963) - Marka-Leifa
— í bókinni Gengnar götur (1995), kom mér í hug meira en
hálfrar aldar minningabrot. Einnig staldraði ögn í huga mér
athugasemd Björns Egilssonar, höfundar bókarinnar, þar sem
hann getur þess, að óhægt sé að skýra frá því, hvernig Hjör-
leifur var að sér í fræðunum um fermingu. Ástæðan fyrir því er
brunaskemmd kirkjubók Mælifellsprestakalls frá fermingarári
Leifa. Óvíst er, að nokkru máli skipti, hvað fermingarfræð-
arinn skráir, ef einhver vill gera grein fyrir persónuleika og
frammistöðu einstaklings á ævidegi hans. Þroskinn, sem gefur
atgervi manna, kemur svo oft á óvissum tíma ævinnar.
Þar sem ég hefi aðgang að umsögn um fermingarbörnin vor-
ið 1887 í Mælifellsprestakalli, í skýrslu sóknarprests til bisk-
ups, skýri ég frá því sem þar er að sjá um frammistöðu Hjör-
leifs. Fermingarskýrslur sem prestarnir sendu biskupi um hver
áramót, eru geymdar á filmu í Þjóðskjalasafni. Ég fór því
þangað að leita mér upplýsinga og las þar skýrslu séra Jóns Ó.
Magnússonar, sem hann sendir um áramót 1887-88 um
fermingarbörn frá liðnu vori í Mælifellsprestakalli. Börnin eru
níu. Fermingarfræðari þeirra er séra Jón Sveinsson, f. 1815,
sem fékk veitingu fyrir Mælifellsprestakalli 3. ágúst 1866 og
þjónaði því eins og heimildir herma til fardaga 1888, þótt
hann fengi lausn frá embætti 2. mars 1887. Séra Jón Ó.
Magnússon fékk veitingu fyrir Mælifelli 15. júlí 1887. Hon-
um var því skylt að semja og senda fermingarskýrslurnar.
109