Skagfirðingabók - 01.01.2005, Qupperneq 114
SKAGFIRÐINGABÓK
sæknum kindum til lífs og bjargar frá hungurdauða, og jafnvel
hrossum líka, ef farið yrði. Hjörleifur var elstur leitarmanna og
mest áfram um að farið yrði. Hann talaði af reynslu um hvar
von kynni að vera gripa, sem væru illa staddir. Þrátt fyrir sín
70 ár var enginn bilbugur á honum að fara í tvísýnu og fremur
vondri spá um færi og veður til heiða. Það kom í minn hlut,
17 ára unglings, að vera honum samferða með hestana, bæði
reiðhesta og reiðingshesta í umbrotafærð á köflum fram Mæli-
fellsdal, fyrsta kafla leitarinnar. Einnig áttum við að smala
neðstu göngur í Reykjafjallinu. Hinir leituðu það hærra og
fjalllendið vestur af því suður af í Einarsdal, þar sem Stafns-
feðgar voru komnir til að taka við því, sem smalast hefði. Mér
er minnisstæð ferð okkar Leifa suður Mælifellsdalinn. Ég var
nokkuð kunnugur landinu, sem leið okkar lá um, og reyndi að
giska á fannadýpt og hvar krapaelgur myndi grynnstur, en
Leifi réði ferðinni. Hann reyndist ótrúlega laginn að fá raga
hesta til að fara áfram eftir hik og stapp við djúpa og kalda
krapastrengi þvert um braut. I áfanga komumst við á Einars-
dal. En mörg orð féllu á leiðinni um hugsanleg kaldsöm örlög
búfjár á fjalli, ef við gæfum upp að halda fram leit. Einræður
Hjörleifs um það efni festust mér í minni. „Kannski er ekkert
að bíta. Ógn er kaldsamt á klauf. Aumingja greyið. Veslings
dýrið með snjóhnoð í hóf. Það verður að smala. Búið sumarið.
Áfram nú, hott, hott. Komdu nú, áfram nú, arrirarirú,
hananú, ekki dugar að doska.“ Á Einarsdal lagði hann ekki
margt til málanna. „Búið tal, bara smala. Búið tal, bara
smala“, heyrðist hann segja eins og við okkur á skjön, en mest
við sjálfan sig.
Áfram var svo haldið og off fór Hjörleifur fyrstur, skimandi
til allra átta fram Haukagilsheiðina, sem ákveðið var að halda
án smölunar og komast sem fyrst í gangnaskála, þar sem mjög
var áliðið dags. Öll lautardrög voru full af krapi, og torleiði
yfir þau að fara, ýmist undir forystu Hjörleifs eða Björns
112