Skagfirðingabók - 01.01.2005, Blaðsíða 118
SKAGFIRÐINGABÓK
dætrum þeirra og starfaði við ríkishappdrætti í Árósum á meðan
kraftar entust.
Börn þeirra Jóakims og Helgu voru:
Elín Engberg Guðbjartsson, f. 4. 11. 1913 í Grimsby, d. 19. 12.
1925 á sama stað.
Gunnar Godwin, f. 5. 6. 1915 í Grimsby, d. í ágúst 1998. Skóg-
fræðingur búsettur í Skotlandi. Kona Kathleen Margaret Bevan
James listamaður, f. 10. 4. 1914 í Neath Abbey í Wales.
Asta Elisabeth Engberg, f. 30. 4. 1919 í Grimsby, d. 15. 7. 1972
í Kaupmannahöfn. Skrifstofumaður í Kaupmannahöfn. Ógift og
barnlaus.
(Helga) Margaret Engberg Söberg, f. 2. 1. 1928 í Grimsby.
Bókavörður í Árósum í Danmörku. Gift 22. 10. 1972 Bjarne
Christian Söberg verslunarmanni frá Roskilde. Þau búsett í Árós-
um. Barnlaus.
I eftirfarandi dagbókarbroti segir Jóakim frá dvöl sinni á Skaga-
firði sumarið 1905 og kynnum sínum af fólki í Bæ á Höfðaströnd
og víðar og fiskirannsóknum þeirra á Thor. Þessi dagbókarbrot eru
sérlega athyglisverð fyrir þá sök, að þau kunna að marka upphaf
vélabátaútgerðar við Skagafjörð. Þarna komust Bæjarmenn, Jón
Konráðsson og Stefán Jóhannesson, fyrst í kynni við vélbáta. Strax
á næsta ári, 1906, kom fyrsti vélbáturinn í Bæ, Valurinn, og varð
Stefán formaður á honum.
Dagbókin sem þessi kafli er tekinn úr, nær yfir tímabilið 12.
október 1904 til 31. janúar 1906. Dagbókin er merkt nr. 3, svo að
Jóakim hlýtur að hafa skráð tvær dagbækur áður. Gunnar Godwin,
sonur Jóakims, gaf Halldóri Halldórssyni útvegsfræðingi bókina, og
hann aftur Jóni Jónssyni fyrrum forstjóra Hafrannsóknastofnunar,
og er dagbókin líklega nú í fórum stofnunarinnar. Halldór Hall-
dórsson kom ljósriti af þessum hluta dagbókarinnar á framfæri við
Skagfirðingabók og útvegaði upplýsingar um fjölskyldu Jóakims,
úr fjölrituðu niðjatali Guðbjartar Helgasonar (1850-1923), sem
Þórður J. Magnússon tók saman 1963, og í aukinni útgáfu 1982.
Hjalti Pálsson
116