Skagfirðingabók - 01.01.2005, Síða 120
SKAGFIRÐINGABÓK
öngla), „Aalehaandvaad“ og „Rejehov“. Við eigum að vera hér
í landi um tíma og fiska á firðinum, og sér í lagi merkja þorsk
(fiska hann, mæla og merkja, og síðan sleppa honum út aftur)
til að komast eftir hvernig hann vex og gengur. Við kómum til
Jóns bónda Konráðssonar hreppstjóra í Hofshrepp sem býr á
Bæ, og fengum bestu viðtökur, bæði af þeim hjónum og öðru
fólki hér. Héðan fiska 5 bátar og lenda á sama stað og við, við
Bæjarklettana.' Við höfúm lagt 400 öngla, beitta með nýrri síld,
og höfum merkt 8 þorska. Svo fengum við fáeinar ýsur og
fleira smárusl. Jón fór með okkur, því við gátum hvergi fengið
neinn hér, því um þennan tíma hafa allir nóg að gjöra með
fiskirí og heyannir.
Þetta er fýrsti motórbáturinn, sem hefur komið hingað, svo
fólki hér varð mjög starsýnt á hann. Við höfum skýrt mörgum
frá eftir bestu efnum hvernig hann er útbúinn og samansettur;
svo hafa flestir hér verið með okkur hér fram fýrir landið, til
að sjá hvernig hann er á ferð, og ég held flestir hafi verið harð-
ánægðir með hann. Við höfúm mælt fisk af 3 bátum - 300 af
þorski - sem er fiskað hér vestur af höfðanum.
Sunnudagur 13.
I dag hef ég sofið til kl. 10 f.h., og svo til hádegis gekk ég og
félagi minn hér til og frá. Kl. að ganga fimm fórum við, 12 að
tölu, héðan á motórbátum og drógum annan bát inn á Hofs-
ós, og þaðan inn á Grafarós. Þar fór ég með Jóni heim til
kaupmanns (Ellindar)1 2 og var þar mjög vel tekið, fengum
þar bæði kaffi og vindla. Umtalsefnið var sérstaklega motórar
og bátar, og útbúningur og verð á þeim. Kl. 10 e.h. fórum við
1 Á Bæjarklettum var umfangsmikil útróðrarstöð um þessar mundir og hafði
verið um langan aldur.
2 Erlendur Pálsson (1856—1922) var verslunarstjóri í Grafarósi 1904—1915, að
Grafarós var aflagður sem verslunarstaður.
118