Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 122
SKAGFIRÐINGABÓK
Þriðjudagur 15.
í dag fórum við með færi út með landinu, út fyrir Málmey.
Þar fengum við 104 þorska og merktum 70. Móðir Jóns, kona
og sonur (drengur)3 og Jón sjálfur sem alltaf er með okkur,
þau þrjú fóru í land á Málmey. Þar býr kunningjafólk þeirra,
en við fórum út fyrir.4 Við ætluðum að ríða inn að Hofs- og
Grafarós í kvöld, og vórum að reyna hestana, þegar við sáum
að Thor kom, og við hættum náttúrlega við og fórum um
borð. Ég sýndi Dr. Schmidt árangurinn af verunni hér. Hann
sagði að við hefðum borið okkur alveg rétt að, þó árangurinn
væri lítill. Við fengum steinolíu og fleira til útbúnings til að
geta verið hér lengur.
Miðvikudagur 16. (Bœ)
Kl. 6 f.h. fór Thor út og skömmu seinna fórum við út fyrir
Málmey og höfum merkt 90 þorska í dag.
Fimmtudagur 17. (Bœ, Grafarós, Sauðárkrók)
Fórum út fyrir Málmey, fjórir menn, og merktum 120 þorska.
Kl. 5 e.h. fórum við inn á Grafarós (til að' taka Ellind með
okkur) og þaðan inn á Sauðárkrók. Við vórum 8 karlmenn og
1 kvenmaður, sem ætlar að ná á póstskipið á Sauðárkrók. Þar
hitti ég Benedikt Jóhannsson.5 Hann var sá einasti sem ég
þekkti. Sauðárkrókur er heldur laglegt pláss, séð frá íslensku
sjónarmiði, en höfnin þar er mjög óheppileg.
Föstudagur 18.
Við kómum að Bæ kl. 4 f.h. eftir að hafa haft slæmt veður og
4 f Málmey bjuggu þá Friðrik Stefánsson, síðar alþingismaður, og seinni kona
hans Hallfríður Björnsdóttir.
5 Benedikt Jóhannsson (1871-1940) bjó á Sauðárkróki 1900-1933 og stundaði
lengi verslunarstörf, fluttist síðan til Vestmannaeyja.
120