Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 123
DAGBÓKARBROT FRÁ SKAGAFIRÐI1905
myrkur alla leið. Við höfixm dregið á í dag, og í kvöld fórum
við norður fyrir Málmey og merkt(um) 58 þorska.
Laugardagur 19.
I dag hefur verið slæmt veður, en við höfum þó fengið fáeina
fiska hér fram af. Við ætluðum inn í Höfðavatn, en kómustum
ekki fyrir sjó.
Sunnudagur 20.
I morgun dreif bátinn inn í land, hann liggur hér alltaf fram
af, því það var svo mikið brim að við kómustum ekki fram til
að búa um hann. Og þó við og flestir karlmenn héðan tækjum
á móti honum í lendingunni, brotnuðu þó fáein smágöt á
hann áður við næðum honum frá sjónum.
Mánudagur 21. (Bœ, Skagafirði).
Eg fékk mann strax í gærkveldi til að gjöra við bátinn. Hann
byrjaði á því í morgun, og Jón hjálpaði honum. Kl. 3 e.h. kom
Thor og við fórum strax um borð til að segja frá hvernig allt
hafði gengið. Þeir tóku því öllu umtalslaust, nema ég held að
Dr. Schmidt hafi þótt leiðinlegt að tapa vírnum, því við eigum
að merkja svo mikinn þorsk (efvið nú fáum hann). Við fórum
síðan í land og gjörðum upp reikningana við Jón. Veran þar
kostaði okkur 1 krónu á dag, svo við höfðum 50 aura yfir á
hverjum degi (því fæðispeningarnir um borð eru 1,50 kr. á
dag). Hinn kostnaðurinn, mannakaup, veiðarfæri (sem við
misstum frá Jóni) með fleiru 22,50 kr., og viðgjörðin á bátn-
um 8 kr. Síðan kvöddum við alla, og allir vóru sammála um að
þeir söknuðu okkar, því það sagði það hefði komið svo mikil
breyting og líf í allt þar síðan við kómum með motórbátinn.
Kl. 10 e.h. var báturinn búinn, og Jón og Stefán6 kómu um
borð, og vóru hér á annan klukkutíma.
6 Stefán Jóhannesson (1874-1938) útvegsbóndi íBæ.
121