Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 125
HRAKNINGAR Á HEIMFERÐ
eftir STEIN JÓNSSON á Hring í Stíflu
Úr Mána, blaði ungmennafélagsins Vonar í Stíflu, 3. tbl.,
10. árg., 17. febrúar 1931. Ritstjóri - Hannes Hannesson.
Blaðið er varðveitt í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga.
Vorið 1920, fáum dögum fyrir sumar, var farið með hross úr
Stíflu til Skagafjarðar því heylítið var víða orðið í Fljótum. Það
voru 4-3 fyrir utan mig sem með hrossin fóru. Við lögðum af
stað heiman að kl. 10 að morgni. Veður var gott og færi sæmi-
legt. Við fórum hægt, stönsuðum víða þegar inn eftir kom og
hnottar fóru að koma, létum hrossin fá sér hressingu og feng-
um okkur einnig bita af nesti okkar. Þegar við komum inn hjá
Vatni á Höfðaströnd, mun hafa verið miðnætti eða rúmlega
það. Man ég það að við fórum rétt við túnfót að neðan. Þar
sáum við lítið torfhús og beljaði lækur í gegnum það með
feikna hraða eftir trérennu. Vissum við strax að þarna var
kvern er malaði sjálf, eða gengi fyrir vatnsafli (mylla). Þetta
langaði okkur til að athuga, fórum heim þangað, opnuðum
húsið og gengum inn. Inni var ekki rúm fyrir fleiri en tvo í
einu og urðum við því að hafa vökuskipti til að fá að sjá þenn-
an útbúnað. Ég get ekki farið að lýsa hvernig þarna var um-
horfs inni. Það þekkja svo margir frá fyrri tímum er þannig
lagaður útbúnaður var á sumum bæjum í Fljótum, t.d. Mel-
brigðastöðum í Stíflu og víðar. Það man ég fyrir víst að mig lang-
aði ósköp mikið til að gera einhvern skandala af mér, annað-
hvort setja allt kornið úr trektinni eða þá stoppa ganginn, sem
var í rauninni meinlaust. Annar piltur, Snorri Snorrason frá
123