Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 126
SKAGFIRÐINGABÓK
Skeiði, sem dáinn er fyrir nokkrum árum, vildi gera slíkt hið
sama, en hinir aftóku með öllu að slíkt yrði gjört og varð það
úr að þeir réðu.
Um fótaferðartíma komum við í Hofsós eða fórum þar hjá.
Áfram var haldið jafnt og þétt þrátt fyrir svefnleysi og þreytu.
Um kl. 12 á hádegi komum við að Tumabrekku í Óslandshlíð.
Lengra fór ég ekki og annar maður til, Snæbjörn Hjálmarsson,
sem nú er bóndi á Þormóðsstöðum í Eyjafirði. Hinir fóru eitt-
hvað lengra, líklega fram í Viðvíkursveitina. Við Snæbjörn
dvöldum í Tumabrekku til kl. 4 um daginn en ekki lögðum
við okkur fyrir. Við treystum á mátt okkar og megin, en öllu
má samt ofbjóða. Við gengum út í Hofsós, fengum þar kaffi
hjá Erlendi [Pálssyni] verslunarstjóra er þá var. Síðan héldum
við fram í Unadal og hugsuðum okkur að stytta okkur leið
með því að fara svonefnt Tungufjall.
Þegar við komum að Grundarlandi er liðið senn að hátta-
tíma. Er þá farið að dimma í lofti og jafnvel niður á fjöll. Við
fengum kaffi hjá Sveini gamla [Sigmundssyni] og einnig bauð
hann okkur að vera, en við vildum halda áfram. Eg þóttist viss
á fjallinu þó dimmdi, því ég var dável kunnugur. Og svo var
það svo ævinfyralegt að fara jafnlanga leið og hafa aldrei lagt
sig fyrir.
Þegar við höfðum drukkið kaffið lögðum við af stað. Þegar
við komum fram í Bjarnastaðahlíðina var komin lognmugga
og skíðafæri hið versta, og svo bætti það ekki úr skák að ég
varð lasinn. Það sótti mig svo mikill þorsti að ég tók það ráð
að troða upp í mig fönn nokkrum sinnum en slíkt hefur varla
bætt mér mikið því að ég varð afskaplega máttlaus. Nú var
vandi úr vöndu að ráða, snúa við eða halda áfram. Samfylgdar-
maður minn vildi snúa til bæja aftur en ég aftók með öllu. Eg
átti von á að mér mundi skána aftur. Ferðin gekk seint, ég las-
inn og færðin ill. Þar ofan á bættist þreyta okkar beggja. Um
kl. eitt að nóttu vorum við komnir upp á fjall. Var þá komin
mikil hríð og þothvass af n(orð)vestri. Ekki var álitlegt því
124