Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 129
FRÁ BIRNI ÓLAFSSYNI OG
ÁSTRÍÐI PRÓFASTSDÓTTUR
eftir SIGURÐ ÞÓRÐARSON frá Nautabúi á Neðribyggð
Eftirfarandi tveir þættir eru úr fórum Sigurðar Þórðarsonar
(1888—1967), sem um tíma var bóndi á Nautabúi á Neðri-
byggð, síðar kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki og alþingismað-
ur. Hann skrifaði dálítið af þjóðsögum og fleiru, og eru þau
gögn varðveitt hjá Sigurði Sigfússyni í Vík, sonarsyni hans.
I Skagfirskum œviskrám 1850—1890 III, bls. 91-95, er
nokkuð ítarlega fjallað um Ólaf Andrésson (1756—1828) í
Valadal og afkomendur hans, og er sú frásögn fróðleg til
samanburðar við þennan þátt. Þar kemur fram að Ólafur
var þrígiftur, og átti hann börn þau sem hér eru talin með
miðkonunni, Björgu Jónsdóttur. Um þetta mál, sjá einnig
Gísli Konráðsson: Húnvetninga saga III (Rvík.1998), 707—710.
Ritstj.
MAÐUR ER NEFNDUR Ólafur [Andrésson]. Hann bjó í Valadal í
Skagafjarðarsýslu fyrir og um aldamótin 1800. Hann var gild-
ur bóndi og átti margt sauða. Sex börn átti hann með konu
sinni sem getið er um í vísu þessari:
I Valadal Ólafur
á sér krakkatetur:
Andrés, Jón, Björn, Eyjólfur,
Ingibjörg og Pétur.
Auk þess átti hann tvö börn framhjá sem heita Björg og Björn.
Andrés Ólafsson reisti bú í Kolgröf og átti Rut Konráðsdótt-
ur, systur Jóns prófasts að Mælifelli. Þeirra son var Magnús á
Steiná í Svartárdal, er átti Rannveigu [Guðmundsdóttur] frá Mæli-
127