Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 144
SKAGFIRÐINGABÓK
inum, alla leið upp á heiðarbrún. Heiðin er sléttur melur, inn-
an við 200 metra hæð frá sjó. Stórt vatn er Jparna á heiðinni,
Skorarvatn. Vegurinn lá sunnan við það og þá er örskammt
fram á aflíðandi brúnina niður í Furufjörð. Mér fannst Furu-
fjörðurinn fallegur á að líta af heiðarbrúninni í sólskininu og
blíðviðrinu. Víðáttumikil, falleg gróðurbreiða upp af fjörunni.
Vissi ég þó annað, illviðri og garra norðursins. Við riðum nið-
ur grasi gróna hlíðina alla leið niður að bænum. Þar var eng-
inn heima en fólkið niðri við fjárhúsin.
Bóndinn þarna hét Vagn Guðmundsson2, stór maður og
garpslegur. Eitthvað var hann að nudda um að hann væri bú-
inn að halda fénu í allan dag. Það væri orðið svangt. Hann
vildi fá yfirvigt á það, eða vildi ég ekki kaupa það eftir með-
almatsverði? „Ég er með vigt með mér sem ég hef vigtað ótal
fjár á sem eftirlitsmaður sauðfjárræktarfélagsins heima. Meðal-
vigt þess fundin þrisvar á vetri á hverjum bæ. Sú vigt verður
látin gilda eigi að verða af kaupum hér“, sagði ég. „Ég vil fá
kíló í yfirvigt.“ „Ég vigta kindina í lepp með spýtukjálkum, ég
skal ekkert draga það frá.“ Hann féllst á þetta, og við bjuggum
okkur undir að byrja. Vigtin var komin upp og ég fékk Vagni
leppinn til að vigta lambið í. „Þetta, hvað, þetta er ekki neitt,
þetta er ekki kvartpund“, sagði Vagn. „Hana, komið ykkur að
þessu, ekki held ég í lambið í allan dag“, sagði Júlla.3 Hún var
mikið málgefin og sagði margt fleira og það í háum tón. Var
þá byrjað og gekk prýðilega. Ég keypti þarna 76 lömb, fékk
Vagn til að samþykkja nóturnar og gaf honum afrit. Svo var
um samið fyrirfram, að Vagn ætti að koma fénu til Reykja-
fjarðar næsta dag og þar tæki ég við því. Nú bauð hann mér og
öðrum heim í kaffi. Ágætis kaffi með heimabökuðu brauði.
2 Vagn Guðmundsson (1893-1970) bóndi í Furufirði 1930-1950, en var þar
frá 1910.
3 Líklega Arnfríður Júlíana Stefánsdóttir (1912-1970) stjúpdóttir Vagns. Var
lengi í Furufirði.
142