Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 146
SKAGFIRÐINGABÓK
mig. Þeir lögðu strax af stað, vildu hafa birtu inn á Þaraláturs-
fjörð. Stefna var tekin fyrir Furufjarðarnúp. Sker eru út af
Núpnum og fjærst landi hár drangur sem heitir Kanna. Þetta
er löng leið og orðið næstum dimmt þegar við komum fyrir
Könnuna. Beygt var inn á fjörðinn og sveigt af kunnugleika
fyrir sker sem eru þar talsvert frá landi á víð og dreif. Þaralát-
ursfjörður er á milli Furufjarðarnúps að vestan og Þaraláturs-
ness að austan. Töluverður dalur er inn af firðinum. Skriðjök-
ull frá Drangajökli fellur niður undir dalbotninn og frá hon-
um rennur Þaralátursós til sjávar. Undirlendið er að mestu
gróðurlaus sandur. Eitt býli var í firðinum, núna og löngum í
eyði. I Þaralátursfirði er eina lífhöfnin á Austur-Ströndum,
vetur og sumar. Þeir bræður höfðu þar alltaf liggjandi við
stjóra 10 tonna vel búinn vélbát, sem þeir notuðu til Isafjarð-
arferða, eggjatökuleiðangra á vorin og annarra stærri athafna.
Þeir hafa fjóra smábáta við fjörðinn, tvo hvorum megin. Þeir
eiga mergð af bátum, smíða þá alla sjálfir nema stóra vélbátinn
og hafa smábátana hér og þar tiltæka, t.d. í Þaralátursfirði sem
er mjög langur en mjór. Að fara inn fyrir er löng leið en aðeins
kortéls róður yfir. Þeir lögðu trillunni við stjóra og fóru á smá-
bát í land. Nú var orðið aldimmt.
Hálftíma gangur er yfir ásinn í Reykjafjörð. Þar komum við
að stóru steinhúsi og eru margar byggingar í kring. Að sjálf-
sögðu var mér ætluð gisting, aðbúnaður allur hinn besti og
matur allur heimatilbúinn og góður. Jakob hét bóndinn,
Kristjánsson, um sextugt, skarplegur, riðvaxinn, mjög slitinn
og þreytulegur.4 Kona hans var á líkum aldri, gamalleg. Þau
áttu fimm syni. Fjórir þeirra heima, bráðhuggulegir og mynd-
arlegir. Einn vélstjóri á Isafirði, alfarinn að heiman.5 Elsti son-
4 (Finnbogi) Jakob Kristjánsson (1890-1972) bjó í Reykjafirði 1915-1955-
Kona hans var Matthildur Herborg Benediktsdóttir (1896-1989). Þau áttu
14 börn, 8 syni og 6 dætur. (Sjá Grunnvíkingabók).
5 Líklega Jóhannes Jakobsson (1917-1991) þjóðhagasmiður.
144