Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 148
SKAGFIRÐINGABÓK
þama voru rúm fjárráð. Fleiri dýrar dísilvélar voru þarna til-
tækar við sögunarmylluna, rafvæðingu til húsa og áhalda og til
að knýja færiband neðan úr fjöru upp í birgðastöðina hjá sög-
unarmyllunni. Þar að auki var stöð til vara geymd inni á verk-
stæðinu. Tveir litlir vélbátar voru þarna tiltækir, notaðir við
rekann. Fleiri smábáta geymdu þeir á ýmsum stöðum við fjörð-
inn. Það vakti sérstaka athygli mína, að stéttir við dyr húsa,
meðfram þeim og milli þeirra voru vel gerðar timburstéttir og
vakti það undrun mína að það sem ég sá af þeim voru ein-
göngu úr lestarborðum lögðum þvert á undirlögin. Þurfti
margar fjalir til þess. Fjörðurinn breiddi út víðan faðm, beint á
móti hafinu. Sandfjara var neðan við bæinn. Upp af henni
skóf sand í skafla upp á túninu. Það var ekki fögur sjón og
fannst mér gróðurinn allstaðar eiga undir högg að sækja. Gras-
lendi virtist samt talsvert lengra inn fjörðinn, enda höfðu verið
þar býli sem öll voru komin í eyði. Samkomuhús sveitarinnar
hafði verið skammt frá bænum. Þar var steypt sundlaug og hiti
nógur í lauginni.
Búið var að smala fénu og það komið í hús kl. 12. Þá var
góður matur tilbúinn og strax á eftir farið í að velja lömbin,
sem þeir vildu selja. Þarna keypti ég yfir 70 gimbrar. Vigtaði
þær, nótufærði og gekk frá öllu á löglegan hátt; mjög gott við
þá að eiga. Þeim bar að koma fénu frá báðum um borð í skip
morguninn eftir á Þaralátursfirði. Féð úr Furufirði kom um
kl. 4. Mér bar að telja það, sem ekki var þægilegt. Fjárhúsin
full af fé sem þar var. Slétt, grasi gróin laut lá þar meðfram
lóðréttum bergstalli. Lömbin voru orðin hægfara effir erfiðan
rekstur milli fjarðanna. Það varð ráð okkar að ég færi upp á
bergstallinn og féð rekið með hægð fram lautina. Þetta gekk
prýðilega en hægt frá því að íyrstu lömbin fóru hjá og þar til
unnt var að telja þau síðustu örugglega, en ég sannfærðist um
að öll hefðu komið. Of mikið álag reyndist þessi seinagangur
fyrir hina eftirminnilegu „Júllu“ úr Furufirði. Allt í einu var
hún komin upp á stallinn og vildi sjálf telja féð, hún léti ekki
146