Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 158
SKAGFIRÐINGABÓK
manna hér á dálitlum parti í Blönduhlíð. Hann fer bæ frá bæ
og er alltaf kærkominn gestur því alltaf flytur hann eitthvað
nýtt, stundum sögur og oft fróðlegar ritgerðir og kvæði.
Nú hefur það fallið í minn hlut að láta eitthvað í Flugar. Ég
var í vanda með hvað það ætti helst að vera, að síðustu datt
mér í hug að láta Flugar flytja eitthvað um ferðalag mitt suður,
sem nú er nýafstaðið. Ég veit það er mikill vandi að skrifa
ferðasögur svo þær verði skemmtilegar aflestrar. Og ég finn
það nú strax að þessar ferðaminningar sem ég býð lesendum
Flugars nú, eru langt frá því að vera fýrsta flokks vara. En hvað
um það, best mun þá að byrja á upphafinu.
Suðurleið
Ég fór með ,Esju‘ suður. Lagði hún af stað frá Sauðárkróki á
sunnudagskvöld 31. okt. Veður var þá ágætt og hélst þannig
meðan Esja var að sveima til Vestfjarða. Farþegar gátu því ver-
ið mikið uppi fýrstu dagana. Það er að segja, þeir sem voru
ekki sjóveikir. En þeir sem sjóveikir voru, og það voru
þónokkrir þó gott væri í sjóinn, lágu í ,kojum‘ sínum nema í
höfnum, þá tíndust flestir upp til að virða staðina fýrir sér sem
fýrir augun bar og þó einkum til að fá frískt loft í lungun. Esja
sleikti svo að kalla hverja skoru eins og hennar er vandi svo
viðkomustaðir urðu margir, en þrátt fýrir það gekk ferðin
greiðlega vestur Húnaflóann, því veðrið var svo gott og ekkert
brim.
Á suðurleið voru stöðugt að bætast við farþegar. Kom mesti
fjöldi á Húnaflóa, og svo fóru leikar að þegar farið var af ísa-
firði var skipið orðið fullt. Bættust þó talsvert margir við eftir
það og urðu þeir að vera rúmlausir til Reykjavíkur.
Á Hólmavík kom Þórarinn sem var á Hólum fram á skipið.
Var hann að sækja fólk um borð. Hann fór að spyrja mig frétta
hér úr firðinum. Heyrðist mér á honum að hann áliti það
hefði ekki farið svo illa, þó að húsið hefði brunnið á Hólum,
156