Skagfirðingabók - 01.01.2005, Side 160
SKAGFIRÐINGABÓK
samskipa frá Hólmavík og þangað aftur, að meðalvigt væri þar
oft 38 pund
Esja skreið inn að Borðeyri að kvöldi til. Var því dimmt inn
Hrútafjörðinn en innsiglingin er þar óhrein, tók skipið þó-
nokkuð niðri einu sinni. Fór sumum ekki að lítast á þegar
hún hjó niðri því það fannst svo vel, af því sjólaust var. Leit ég
fram úr káetunni sem ég var í og komu þá tvær stúlkur í hend-
ingskasti eftir ganginum. Sagði önnur þeirra þegar hún kom
auga á mig. „Ó, segið þér mér, haldið þér það hafi ekki komið
gat á hana?“ Eg sagðist halda ekki, spurði á móti hvort hún sæi
nokkurs staðar vatn. Kvað hún nei við. Fór þá ögn að minnka
hræðslan í þeim ,frökenum‘, þegar þær fóru að athuga allt með
stillingu, annars sögðust þær hafa ætlað að halda sprettinum
upp á þilfar, og reyna að komast það snarasta í skipsbátana ef
allt væri að forgangast. En sem betur fór þurfti ei á slíku að
halda í það skiptið, því undir eins og Esja tók niðri var hún
látin taka aftur á bak, og hélt svo áfram leiðar sinnar, og var
víst áreiðanlega ekki með fleiri götum þegar hún kom til Borð-
eyrar, en þegar lagt var inn á Hrútafjörðinn.
Bjart var þegar farið var fyrir Horn, þótti mér það hátt og
tilkomumikið. Var maður með skipinu sem hafði myndavél og
tók hann mynd af Horni þegar siglt var framhjá.
Ekki þótti mér neitt sérlega fallegt að sjá upp á Strandir eða
Vestfirði. Fjöllin eru að vísu há, en frekar virðist mér þau gróð-
ursnauð og mjög er þar sæbratt, undirlendi því sáralítið aðeins
hvilftir við fjarðar- eða víkurbotnana. Hlýtur að vera lítið þar
um samgöngur, og einangrun mikil. Gæti ég því vel trúað að
galdramenn væru enn á Ströndum ef vel væri leitað, því lengi
voru þeir magnaðir þar. En búast má við að allir þeir skæðustu
séu undir lok liðnir. Enda mun Tryggvi Þórhallsson hafa gert
sitt til að kristna þá síðan hann varð þingmaður þeirra.3 Því
3 Tryggvi Þórhallsson (1889-1935) var alþingismaður Strandamanna 1923-
1934 og forsætisráðherra 1927.
158