Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 161
FERÐAMINNIN GAR FRÁ 1926
eins og allir vita er hann prestvígður, og þolir því varla mikla
forneskju í kjördæmi sínu.
Á leiðinni suður vorum við nokkuð lengi þrír á káetu. Var
það ég, Stefán Guðmundsson söngmaður af Sauðárkróki og
Stefán Björnsson frá Syðri-Ey í Húnavatnssýslu.4 Annars var
káetan æduð íjórum. En Stebbi Guðmunds. mútaði upp[v]ört-
urunum með söng til þess að bæta ekki þeim fjórða við nema í
ítrustu nauðsyn. Því við þessir þrír vorum allir ungir, og fjör-
menn með afbrigðum og vildum því frekast vera lausir við að
fá máske einhvern leiðinda drumb eða moðpoka fyrir föru-
naut. Söngurinn hafði líka hin blessunarríkustu áhrif á upp-
[v]artarana, því þeir bættu eigi í káetuna fyrri en allar kojur
voru uppteknar og búið var að fylla reykingasalinn. Því þar er
líka útbúið fýrir fólk að sofa þegar allt er orðið fullt. Þá var líka
bætt við fjórða manninum hjá okkur, en lítið kynntist ég hon-
um enda var hann ekki í káetunni nema yfir blánóttina.
Stefán Guðmundsson var kostaður suður af skipstjóra og
hofmeistara á Esju. Bjóst hann við að þeir mundu eitthvað
hjálpa sér þegar suður kæmi, því hugmynd hans var að læra
söng og tungumál fyrir sunnan í vetur. Við herbergisfélagar
hans nutum svo tónanna hjá honum, fyrir luktum dyrum oft
og einatt. Vantaði þá sjaldnast tilheyrendur fyrir framan dyrn-
ar. Var gangurinn oft stoppfullur því allir vildu heyra til söng-
4 Stefán Guðmundsson Islandi átti eftir að verða frægasti óperusöngvari ís-
lendinga. Getið er um þetta ferðalag suður í ævisögu Stefáns. Þar segir m.a.
að Guðjón bryti Jónsson hafi verið mikill tónlistarunnandi og sjálfur spilað á
mandólín og gítar. Hann fékk Stefán með sér fram á fyrsta pláss að halda
tónleika, sem tókust vel, og á eftir gekk brytinn um með hatt og safnaði fé
handa Stefáni. Mun það fé sem þá safnaðist hafa verið einu peningarnir sem
hann hafði undir höndum þegar til Reykjavíkur kom. Sjá Indriði G. Þorsteins-
son: Sagan um Stefán Islandi, Akureyri 1975, bls. 66. Stefán Jón Björnsson var
sonur Björns Björnssonar hreppstjóra og kennara á Syðri-Ey og fyrri konu
hans Þóreyjar Jónsdóttur Austfjörð. Stefán starfaði lengst af sem skrifstofu-
stjóri á Skattstofu Reykjavíkur. Sjá Pétur Zophoníasson: Víkingslœkjaratt. 6.
bindi. Ný útgáfa. Rvík 1992, bls. 52.
159