Skagfirðingabók - 01.01.2005, Blaðsíða 162
SKAGFIRÐINGABÓK
mannsins sem von var. Var hann mikið dýrkaður til að syngja
á öðru plássi en til þess fékkst hann ekki nema einu sinni. Stóð
þannig á að hann varð við tilmælum manna þá, að með skip-
inu var maður austan úr Þistilfirði, sem þóttist dálítið af rödd
sinni. Vissi Stebbi um þetta og sagðist því einu sinni skyldi
syngja svo sem tvö lög ef þessi maður syngi líka. Hinn var
fljótur til með það og bjóst víst við að valda mikilli hrifningu
með söng sínum. Talaðist þá svo til að Stebbi syngi fyrst eitt
lag svo sagðist austanmaðurinn ætla að syngja tvö, og þá
Stebbi eitt. Verð ég að segja það að þar fór Þistlingurinn reglu-
lega sigraður af hólmi. Máttum við Skagfirðingarnir þá vissu-
lega vera upp með okkur af skagfirska söngmanninum.
Einu sinni söng Stebbi inni hjá upp[v]artaranum á öðru
plássi. Lenti ég þar inni með honum og gaf Óskar, því að það
heitir upp[v]artarinn, okkur öl, en sjálfur var hann vel hreifur
af víni. Söng svo Stebbi, en á milli spilaði Óskar á harmoniku.
Var það raunar ekki neitt sérstaklega vel spilað og lengst af það
sama. En Óskari fannst þónokkuð til þess koma og sagði okk-
ur mikið af því hvað hann og frændi sinn Guðjón hofmeistari
á Esju væru músikalskir. „Þetta er ákaflega ríkt í ættinni“,
sagði Óskar, „svo að kalla runnið okkur í merg og bein. Ég
tekst allur á loft þegar ég heyri vel sungið. Sjálfur er ég enginn
reglulegur söngmaður, en eins og þið heyrið get ég spilað á
harmonikku.“ Við héldum það vantaði nú ekkert á það að
hann gæti það sæmilega. „Guðjón frændi minn kann þó að
spila mikið betur á harmoniku en ég“, sagði Óskar „Hann
spilar líka á piano, flygel, mandolin, gitar og eiginlega öll
strengjahljóðfæri." Þegar hér var komið upptalningunni var
knúin hurðin allhraustlega. „Hver þar?“ kallaði Óskar og
hreyfði sig auðvitað ekki, var líka löglega afsakaður því hann
sat með sína kæru harmoniku og var svo í þessum litlu hljóð-
færa- og sönghugleiðingum. Sá sem fyrir framan var sagði til
sín, og var það upp[v]artari af skipinu, krafðist hann inngöngu
það snarasta. Mátti þá Óskar leggja kjöltubarnið frá sér í bili
160