Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 164
SKAGFIRÐINGABÓK
„Hvað geta ísfirðingar til dæmis á móti Skagfirðingum. Ég vil
segja það sé sáralítið. Það helsta sem þeir geta er að veiða tros-
fisk og selja hann. En Skagfirðingar geta eiginlega allt og eru
jafnvígir á sjó og landi. Þeir eru margir jafnflinkir við að draga
lúðu á fimmtugu djúpi, og þenja vekring á rennisléttum ísum.
Og um listirnar ætla ég nú ekki að tala neitt, þar eru Skagfirð-
ingarnir eins og fjallið, en Isfirðingarnir eins og moðkumbaldi.
Hvaða söngmann hafið þið til dæmis átt sem komist í hálf-
kvisti við Skagfeldt, eða þennan unga vin minn og söngvara“,
og benti þá til Stebba.5 Ég sá að ísfirðingurinn var farinn að
roðna fast undir þessu erindi. Gat það raunar eins verið af vín-
inu sem hann var að drekka eins og af því að farið væri að síga
í hann, en hvort heldur var fékk ég aldrei vissu um, því þegar
hér var komið var klappað á dyrnar, og kallað í fullum rómi:
„Finndu mig strax Óskar“. Óskar spratt upp það snarasta og
þeytti sínu dýra hljóðfæri undir rúm. Sagði hann um leið og
hann gekk til dyra. „Ég verð að gegna strax því hofmeistari
kallar.“ Löbbuðum við Stebbi þá út líka, og skildum Isfirðing-
inn og upp[v]artarann eftir, og voru þeir í andlegum hugleið-
ingum við flöskuna. Tel ég víst þeir hafi séð fyrir henni.6
Á skipinu var fjörugt með slögum, spilað þónokkuð á spil.
5 Sigurður Sigurðsson Skagfield frá Brautarholti á Langholtí (1895-1954) fór
fyrst til Kaupmannahafnar haustið 1919 í söngnám og varð þekktur óperu-
söngvari í Þýskalandi á stríðsárunum. Alls er talið að hann hafi sungið inn á
58 hljómplötur á ferli sínum.
6 Drykkjuskapur á strandferðaskipum var mörgum áhyggjuefni og það þó vín-
bann ætti að gilda á landinu. Raunar hafði vínbannið sem tók gildi á íslandi
1915 runnið nær algjörlega út í sandinn með tilkomu innflutnings á Spánar-
vínum 1922, en mörgum þótti samt betra að birgja sig upp með sterkari drykkj-
um. Jónas Jónsson frá Hriflu, sem varð dómsmálaráðherra 1927, reyndi að
skera upp herör gegn drykkju á strandferðaskipinu Esju, sem var í eigu ríkis-
sjóðs. Krafðist hann þess að drukknir menn yrðu settir í land úr skipinu.
Gamanblaðið Spegillinn sneri hins vegar að venju út úr orðum ráðherra og
birti tilbúið skeyti frá skipstjóranum á Esju: „Frá Esju er símað: Sendið oss
tafarlaust menn til að kasta í land. Búnir með alla sem til voru.“ Sjá Arnar
Guðmundsson og Unnar Ingvarsson: Bruggið ogbannárin, Rvík 1993, bls. 109.
162