Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 166
SKAGFIRÐINGABÓK
komu fullir agentar af fyrsta plássi og vildu fara að dansa. En
dömurnar vildu ekki slá til því þeim virtust þeir slaga nokkuð
og þutu því eins og fjaðradrífa út í loftið.
Annars bar þónokkuð á drykkjuskap á skipinu á suðurleið.
Voru þessir drukknu menn að valsa fram á nætur um allt skip-
ið og gerðu kvenfókið stundum hálfhrætt þegar þeir voru að
vaða inn í káeturnar að nóttu til með drykkjulátum. Einu
sinni sá ég tvær stúlkur á þriðja plássi skolli mikið fúllar. Þegar
ég sá þær fyrst voru þær að spila. Gekk þá ekki á öðru en hlátr-
um og sköllum, en bráðlega fór tóninn að breytast, og endaði
með háa rifrildi, en það stóð ekki lengi því hvorug þóttist geta
haft nógu hátt, og áttu þá hendur að jafna misklíðina, en ein-
hverjir kunningjar þeirra vildu ekki vera að láta þær eyða svo-
leiðis kröftum sínum og tóku þær og leiddu burtu. Eftir dálitla
stund var svo þetta ,kompani‘ farið að ,marséra‘ í kring uppi á
skipinu. Voru dömurnar þá búnar að ná gleði sinni og sungu
nú hástöfúm.
'Áður en skipið kom til Isafjarðar fór nokkrum farþegum að
detta í hug að fá sér hús og slá upp balli þegar til ísafjarðar
kæmi. Skipið kom til Isafjarðar að kvöldi og lá þar lengi fram
eftir nóttunni. Var svo húsið fengið og margt af yngri farþeg-
um fóru þangað, en þeir sem áttu kunningja í landi dvöldu
margir hjá þeim á meðan skipið stóð við. Isafjörður var eini
staðurinn þar sem dálítið var [af] fólki sem ég þekkti, svo ég
var ekki á ballinu, en herbergisfélagar mínir voru þar og létu
yfir að þar hefði verið dálítið sögulegt. I fyrstu bar ekki á neinu
en þegar fór að koma fram á nóttina voru sumir orðnir nokk-
uð kenndir. Lenti svo í slag og var tveimur þeim verstu kastað
út. En annar þeirra sem út var látinn var ekki meira en í með-
allagi ánægður með að láta stía sér svoleiðis frá mannfögnuðin-
um. Tók hann því til að berja utan húsið, en auðvitað var
honum ekki gegnt. Eftir nokkra stund hætti hann svo, og
héldu þá samkomugestir að hann hefði rölt burtu. En langt
hafði hann víst ekki farið, því eftir stutta stund, þegar allt var í
164