Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 169
FERÐAMINNINGAR FRÁ 1926
ég nú í þá félaga mína hvernig standi á þessu. Þeir segjast ekki
vita það, segjast varla skilja í að svona mikill dekkleki sé. En þá
á sömu stundu leiddumst við í allan sannleikann, því Esja tók
þá drjúgum aftan yfir sig, en gleymst hafði að loka hurðinni út
á þilfarið, svo sjórinn kom inn um dyrnar og rann niður stig-
ann og eftir göngunum. Gutlaðist nú yfir þröskuldinn hjá
okkur og inn í káetuna. Sáum við að svo búið dugði ekki og
ætluðum að skreiðast ofan og fara upp. En þá opnast klefinn
hjá póstmeistara, því hann var rétt hjá stiganum á sama gangi
og við. Og kom póstmeistari fram í dyrnar á tómum nærföt-
unum. Þegar hann sér hverskyns er hleypur hann að stiganum
og upp, en þegar hann er kominn í miðjan stigann kemur
þessi litla gusa beint framan í hann. Gat ég ekki betur heyrt en
hann biótaði all hraustlega um leið og hann skyrpti út úr sér
og þeyttist upp á skörina. Skellti hann hurðinni svo í lás og
kom þar næst niður. En þá tók lítið betra við því meðan hann
var að hlaupa upp hafði hurðin að káetunni skellst aftur og
lokast en hurðirnar fyrir klefum skipsmanna eru með þannig
læsingu að eklti er hægt að opna þær öðruvísi en með lykli.
Nú hafði póstmeistari vitanlega engan lykil, var þarna á nær-
fötunum einum og holdvotur. Við kölluðum svo í hann og
spurðum hann hvort hann vildi ekki koma til okkar heldur en
standa þarna. En hann kvaðst mega til, með einhverjum ráð-
um, að komast inn til sín. Hljóp hann þá að dyrunum hjá
,jómfrúnni‘ og bankaði, en ,jómfrúin‘ hefur víst ekki kært sig
um neina næturheimsókn því hún gegndi ekki strax. Kallaði
hann þá: „Góða Gústa, opnaðu fyrir mér fljótt.“ „Nú hver er
þetta sem er að hamast hér um hánótt?“ spurði jómfrúin byrst
í bragði. „Það er Jón Leós“, var svarið. Dálitla stund mátti Jón
þó bíða til viðbótar áður en opnað var, en líklega hefur sú bið
stafað af því að hún hafi verið að fara í eitthvað, heldur en af
hinu, að hún hafi viljað láta hann vorkennast. Fékk hann svo
hjá henni lykil að káetunni, og varð víst feginn að sleppa inn
til sín úr þessum svaðilferðum.
167