Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 172
SKAGFIRÐINGABÓK
á hlaðinu á Vífilsstöðum. Þegar þangað kom fórum við Eyþór
og hittum Ingveldi frá Þorleifsstöðum.9 Héðan úr sveitinni
þekkti ég ekki aðra en hana og Þórnýju Þorkelsdóttur.10 Ing-
veldur liggur alltaf rúmföst, en Þórný er á fótum. Þar á stof-
unni voru nokkrir sjúklingar að spila, en það er eitt af því for-
boðna þar, þó sjúklingar séu að stelast til þess endrum og eins.
Kvað vera álitið að það geti komið of miklum æsingi í sjúk-
lingana. En ekki er bannað að tefla og getur það þó hleypt
nokkuð miklu kappi í fólk. Allt var þar fullt af sjúklingum eins
og vant er. Létu þær vel af hjúkrunarkonunum. Er nú allt í sátt
og samlyndi á milli hjúkrunarfólks og sjúklinga. Erjurnar sem
áttu sér stað þar um árið, voru nú grafnar í djúp gleymskunn-
ar, enda stóðu þær víst mikið af yfirhjúkrunarkonunni sem þá
var. Svo fór hún, og þá hjaðnaði misklíðin.
Við töfðum á Vífilsstöðum 2 tíma, því svo lengi stóð bíllinn
við. Þórný fór með okkur á nokkrar sjúkrastofur til þess að við
fengjum dáitla hugmynd um hvernig umhorfs væri þar inni.
Voru gestir á flestum stofunum, enda kvað vanalega koma
margir í heimsóknir á sunnudögum. Allt leit þar Ijómandi vel
út eftir því sem hægt var að sjá við fyrstu sýn. Þarnæst fórum
við í ,skála‘, en svo er kallað þar sem sjúklingar eru látnir liggja
á daginn, það er að segja þeir sem fötum fylgja. Þessi skáli er
opinn á einn kantinn, þann sem suður veit. Þar inni eru svo
rúm með dálitlu millibili og í hverju rúmi er hvílupoki sem
sjúklingarnir skríða ofan í. Þarna liggja þeir svo ákveðinn tíma
á hverjum degi. Er betra að þeir séu vel dúðaðir því kalt er
þarna ef kuldi er. Mesti fjöldi getur legið í skálanum í einu því
hann er grimmlangur.
9 Ingveldur var dóttir Jóns Jónassonar bónda á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð og
k.h. Guðrúnar Þóru Þorkelsdóttur. Ingveldur var fædd árið 1902 og lést úr
berklum á Vífilsstöðum 1. mars 1930. A árunum 1931-32 komu út í Winni-
peg bækurnar Bréfjrá Ingu 1—2. Hluti bréfanna var „skrifaður“ eftir lát hennar.
10 Þórný fæddist árið 1901 dóttir Þorkels Pálssonar bónda og hreppstjóra, sem
lengst af bjó á Frostastöðum og Flatatungu, og konu hans Oddnýjar Péturs-
dóttur. Þórný lést af völdum berkla á Vífilsstöðum um 1930.
170