Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 176
SKAGFIRÐINGABÓK
birgða. Er það úr timbri og járni. Vatnsleiðslupípur eru eftir
fjósinu þveru og endilöngu og kranar á víð og dreif. En
sjálfbrynningar eiga að vera í nýja fjósinu sem nú er verið að
byggja.13
Kúnum er gefið mjög mikið af mat. Sá ég þegar Eyþór var
að taka matinn til um kvöldið. Voru það fjórar eða fimm tegund-
ir sem hann gaf. Sagðist hann gefa öllum kúnum mat, nema þeim
sem stæðu geldar. Þótti mér matargjöfin ekkert smásmíði, því
kúnum var gefið frá 3 og upp í 8 pund í mál. Svo dálítið þarf
af mat handa þessum nautgripasæg. Hver kýr hafði sína sér-
stöku fötu með matnum. Matartegundirnar voru hrærðar
saman í fötunum, en maturinn svo gefinn þar. Sagði Eyþór að
aðkeyptu kýrnar væru sumar hálftregar að éta matinn í fyrstu.
Það er hugmynd Thors að kynbæta kýrnar í framtíðinni, ala
aðeins upp undan þeim bestu. Því eins og gefur að skilja eru
þessar aðkeyptu kýr mjög mismunandi að gæðum, og margir
sem selja það lakasta úr fjósinu. Eyþór sýndi mér þar eina kú
sem hann sagði að hefði breyst mikið síðan hún kom þangað.
Hafði hún verið keypt í fyrravor austan úr Flóa, þá horuð og
þurr. En nú var hún ein með allrafallegustu kúnum að útliti,
glansandi í hárafari og feit. Og sagðist Eyþór búst við að hún
yrði önnur mjólkurhæsta kýrin þar í ár.
I fjósinu voru tvö naut, annað sjö, en hitt þriggja vetra, bæði
ljómandi falleg. I einum stað í fjósinu voru stíur þrjár að tölu
og voru í þeim ungviði þrjú í hverri. I einni þeirra voru ný-
bornir kálfar. Sagði Eyþór að þeir yrðu skotnir daginn eftir.
Spurði ég hann að hvort það á Korpúlfsstöðum fengi að gera
sér gott af ketinu. Kvað hann nei við. Sagði að tekið væri inn-
an úr þeim og skrokkurinn og skinnið svo selt Kjötbúðinni í
Reykjavík og væru borgaðar 20 krónur fyrir stykkið.
13 Eins og Gísli getur um var hér aðeins um bráðabirgðabyggingu að ræða. Það
var bárujárnsldætt timburhús og stóð um 50 metrum vestan við melölduna,
þar sem Korpúlfsstaðahúsið var að rísa. Sjá Birgir Sigurðsson: KorpúlfistaSir, Rvík
1994, bls. 39-40.
174