Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 179
FERÐAMINNINGAR FRÁ 1926
Undir öllu fjósinu er safnhús. Var það laglegur geimur. Loft-
ið undir fjósinu hvílir á feikisverum steinsúlum. Á safnhúsinu
eru margar dyr. Er aðlíðandi halli ofan á botninn í safnhúsinu.
Áburðinum á svo að keyra út um dyrnar. I kjallaranum undir
hlöðunum og mjólkurskálanum eru svo eintómir klefar. Eiga
þeir víst flestir að vera til geymslu. Þar voru bílar í einum,
dráttarvélar í öðrum, sláttuvélar, rifjingarvélar og plógar, herfi
og allt sem nöfnum verður nefnt og til jarðyrkju þarf. Það var
vél til að setja niður kartöflur með, og önnur til að taka þær
upp. Allar þessar vélar eru dregnar af dráttarvélum.
Öll byggingin er úr steinsteypu. Eiga að vera korkplötur
innan á veggjunum til að varna raka og til hlýinda. I básunum
eiga að vera gúmmíplötur. Er búist við að platan í básinn kosti
50 kr. Ekki heyrðist mér að gamli Thor væri alltaf ánægður
með hvernig ýmsir hlutar byggingarinnar litu út. Lætur hann
því oft rífa niður það sem byggt er.
Á annarri hæðinni á byggingunni á að vera feikna samkomu-
salur. Annars á húsið allt að vera eins fullkomið og þægilegt og
frekast verður á kosið. Ég heyrði sagt að búist yrði við að bygg-
ingin myndi kosta á aðra milljón króna.14
Þegar ég var búinn að virða bygginguna fyrir mér sem mig
fýsti fór ég að horfa kringum mig úti. Ekki get ég sagt að út-
sýnin töfraði mig neitt sérstaklega. En jarðabæturnar þar hljóta
að vekja undrun og aðdáun. Þær eru feikimiklar og vel gerðar1.
Ekki veit ég hvað túnið er stórt, en menn geta sjálfsagt giskað
á að nokkuð muni það ummáls þegar þeir heyra að af því
fékkst í sumar 2400 hestar.15
14 Bygging Korpúlfsstaðahússins hófst í apríl 1925. Það var geysistórt á mæli-
kvarða sinnar tíðar. Þótti byggingin takast afar vel og til þess var tekið hversu
fljótt þetta gríðarstóra hús reis, miðað við að allt var unnið með handafli og
steypan ekki spöruð. Sjá Birgir Sigurðsson: Korpúlfistaðir... bls. 46-48.
15 Korpúlfsstaðahúsið var að mestu tekið í notkun árið 1929. Árið 1932 var túnið
talið 106 hektarar, hið langstærsta á landinu, og í árslok 1934 voru þar 300 kýr í
fjósi. Sjá Páll Líndal: Reykjavfk. Sögustaiíur viðsund, 2. bindi. Rvík 1987, bls. 105.
12 Skagfirðingabók
177