Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 182
SKAGFIRÐINGABÓK
anlega mjög stórfenglegt. Að minnsta kosti finnst þeim það
sem heldur lítið hafa séð. Ég reyndi að kynnast bænum eins og
ég gat. En sú kynning var vitanlega aðeins yfirborðsþekking,
kjarnanum í bæjarlífinu kynntist ég ekki nema að sáralitlu
leyti.
Það fór fyrir mér þannig, þegar ég fór að virða fyrir mér sum
stórhýsin þar, að ég mátti setja höfuð á bak aftur til að sjá upp
á þau. í mörgum stærstu húsunum eru skrifstofur og verslanir.
Er ei hægt að segja annað en nógu sé stillt þar upp í gluggana,
og margt af því vel smekklega. Þar mátti sjá brosandi fröken í
híalíns silkitreyju og sokkum sömu tegundar og með skó á fót-
um sem voru áreiðanlega með 4 tommu háum hælum. Á móti
þessari sætu fröken var svo máske jungherra ekki mjög svip-
ýrður með „ástarglampa í augunum," og dauðlangaði auðsjá-
anlega til að kyssa meyjuna, og mér er nær að halda að hann
hefði ekkert ,generað‘ sig fyrir þó vegfarendur hefðu séð hann
kyssa hana. Þessi herra var mjög myndarlega uppáfærður í
fínasta frakka sem flaksaði frá honum og sást að innan undir
var hann í smoking. En hugsað gæti ég að ef einhver hefði vilj-
að fara að ágirnast slíkan búning og hann var í, hefði hann
mátt sýna fleiri en eitt hundrað til að vera eigandi að öllum
skrúðanum, því frakkinn var af sömu gerð og þeir sem kost-
uðu 150 kr. í fataverslunum. Áreiðanlegt er að margar verslan-
irnar standa illa í því nú sem stendur þó mikið sé á boðstólum,
enda bar flestum saman um að lítið væri á verslun að græða
þar, eins og sakir stæðu.
Kenndu menn því um að verslunin væri ei betri atvinnuveg-
ur nú en þetta, að útvegurinn stæði ekki í því nú. Heyrði ég að
14 togarar lægju uppi enn. Þeir sem komnir voru á veiðar öfl-
uðu margir allvel, en sagt var að þó þeir seldu afla sinn á
12-14 hundruð sterlingspund, þá gerði ei betur en útgerðin
bæri sig.
Fyrstu dagana sem ég var í Reykjavík var mjög hvasst á aust-
an og hálfkalt. Fengu höfúðfötin stundum að skoppa í ofsan-
180