Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 183
FERÐAMINNIN GAR FRÁ 1926
um. Einu sinni sá ég einn burgeis koma vappandi eftir gang-
stéttinni á Austurstræti. Sveiflaði hann gönguprikinu heilmik-
ið. Á höfðinu bar hann háan og harðan hatt. Allt í einu kemur
svo þessi heljar vindhviða og þeytir hattinum af manninum.
Maðurinn ætlaði sér að elta hattinn sem skoppaði eftir göt-
unni, en hætti brátt við það áform, annaðhvort af því að hann
hefur hugsað að ekki veitti af hlaupara líkum Magnúsi Guð-
björnssyni til að grípa hattinn, og það hefur hann vitanlega
ekki treyst sér til, eða þá hann hefiir búist við að farið yrði að
brosa þegar hann hlypi eftir götunni því maðurinn var ekki
hlaupalega vaxinn, mjög svipaður því sem Valdimar munkur
var sagður, áður en hann tók framan af sér ullarlopann.18 En í
sömu svifum sá hann strák koma á móti sér og bað maðurinn
hann að elta hattinn. Strákur tók á sprett á eftir hattinum. En
ekki þurfti hann lengi að hlaupa, því í sömu svifum kom bíll á
fljúgandi ferð, og vildi svo illa til að bíllinn lenti á hattinum.
En hatturinn hljóp ekki lengra í bili, þar gat því strákur gengið
að honum. Kom hann svo með hattinn til mannsins. Maður-
inn leit á hann og þótti hann víst ekki sem best útleikinn, því
nú var hann búinn að fá flatkökulögun. Kastaði hann honum
því inn í sund þar, fékk stráknum pening og gekk svo hnar-
reistur leiðar sinnar.
Þegar fram í vikuna kom batnaði veðrið og var frostlaust.
Snjór var enginn í Reykjavík eða sveitunum þar í kring. Að-
eins föl á fjöllum. Ég fór á söfnin og þótti mér einkum gaman
að koma á forngripasafnið. Mikið er komið þangað af skrauti
úr gömlu kirkjunum. Held ég hafi hlotið að vera mun til-
komumeira að koma í kirkjurnar á meðan allt það skraut var
í þeim. Þar sá ég kantarakápu Jóns Arasonar, er hún mjög
falleg. Ekki sá ég neitt eftir Bólu-Hjálmar nema einn skáp, en
hann er ljómandi fallegur. Er hann á Vídalínssafninu. En það
er eitt fallegasta safnið á forngripasafninu. Ég sá þar á forn-
18 Valdimar munkur var ein af vinsælustu skáldsögunum á fystu árum 20. aldar.
181