Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 189
FERÐAMINNINGAR FRÁ 1926
fólkið í Reykjavík mest upp hjá Skólavörðu, þegar um stefnu-
mót væri að ræða. En ég hitti svo bölvanlega á þegar ég kom
upp eftir að þá voru þar engar persónur sjáanlegar sem voru í
svoleiðis hugleiðingum. Enda var varla við því að búast því
dagur var þá um loft allt, og hinir ungu og sönnu Reykvíking-
ar varla vaknaðir til vanalegs lífs, hvað þá ástarlífs.
Ekki þótti mér óræktaða landið í kring um Reykjavík fallegt.
Það er mjög gróðursnautt og hraunugt. En mikið er komið
þar af túnum sumstaðar og eru þau vel falleg. Þegar litið er
langt í burtu er mikið frekar fallegt. Esjan blasir við í norðri,
Reykjanesfjallgarðurinn í suðri og Mosfellsheiðin fyrir austan.
Mjög fallegt er að sjá yfir Reykjavík að kvöldi til, annaðhvort
utan af höfninni, eða innan af Melunum. Hún er þá sem eitt
stórt ljóshaf á að líta, þegar búið er að kveikja alstaðar.
Karli austan úr sveitum hafði líka litist glæsilega á hana í
kveldskartinu hér um árið. Hafði hann komið baksandi til
borgarinnar að hausti til um kvöldtíma. Hafði hann sagt þegar
hann kom á melana fyrir innan Reykjavík. „Hverslags voða
blossi er þetta drengir." Samferðamennirnir höfðu sagt honum
að þetta væri ekki neinn blossi, heldur væri búið að kveikja í
húsunum. Þá hafði karlinum orðið að orði. „Ja, mikill er mun-
urinn á flestu hér í Reykjavík eða fyrir austan, hvað ætli sé
með annað, þegar ljósin eru svona feikistór og skær. Ekki dett-
ur mér í hug að vera lengur en í vetur við kolafyruna mína. I
vor fer ég hiklaust hingað í blessaða ljósadýrðina." Og karl
hafði ekki látið lenda við orðin tóm, því um vorið kom hann
alfluttur til Reykjavíkur. En eftir árið hafði karlsauðurinn verið
búinn að komast að þvf að maðurinn lifir ekki á einu saman
ljósi, ekki einu sinni í Reykjavík. Hafði hann þá óskað heitt og
að og leggja veg upp að henni. Árið 1868 var hún svo endurbyggð úr höggnu
grjóti, að mestu eftir teikningu Skagfirðingsins Sigurðar Guðmundssonar
málara. Hún var loks rifin 1931 tíl að rýma fyrir styttu Leifs heppna sem af-
hjúpuð var 1932. Sjá Páll Líndal: Reykjavlk. Sögustaður við sund, Rvík 1987
bls. 59-60.
187