Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 194
SKAGFIRÐINGABÓK
hólmi hjá bróður sínum Páli Vídalín, og strauk hann um leið
kampinn ákaft. Meðal farþega er bættust við í Stykkishólmi,
var maður einn úr Breiðafjarðareyjum, sem fór til Súganda-
fjarðar. Var hann í káetu með mér. Spurði ég hann heilmikið
um eyjarnar. Sagði hann mér að undir jörðina Hvallátur þar í
eyjunum, heyrðu 300 eyjar og sker. En það kvað vera sú jörð
sem flestar eyjar liggja undir. Sagði maðurinn að þar væri mik-
ið varp og seladráp. Spurði ég hann hvort fé gengi þar ekki
sjálfala. Kvað hann nei við því. Flæðihætta kvað vera mikil þar
í eyjunum því um fjöru kvað vera þurrt milli margra eyjanna
og fer féð þá út á sundin; þegar flóð kemur svo getur féð
drukknað ef ei er gætt að í tíma og féð rekið í eyjarnar.
Þegar til Vestfjarða kom, batnaði veðrið. Lítið þótti mér
koma til að sjá Vestfirði. Þegar Isafirði sleppir eru allir kaup-
staðir litlir og víða allt í kaldakoli. A einum stað, mig minnir
það væri á Þingeyri, stóðu t.d. uppi 8 skip. Var sagt að búið
væri með útgerð á þeim í bili, því þeir sem áttu þau voru fjár-
hagslega ruddir menn. Líkt þessu er víða á Vestfjörðum. Marg-
ar verslanir, sem áður höfðu verið stórar nú fyrir nokkru voru
nú lokaðar til fulls.
Á Isafirði fór ég í land á meðan Esja stansaði þar. Heyrði ég
mikið látið yfir hvað útlit væri þar ískyggilegt með atvinnu.
Almenn umkvörtun var þar um kolaleysi. A Isafirði var þá
firna snjór og bílar alveg hættir að ganga í bili. Á miðvikudag
um hádegi fór Esja frá Isafirði. Þegar komið var undir Straum-
nesið, var komin talsverð hríð og mikið farið að versna í sjó-
inn. Var þá hleypt inn á Aðalvík og legið þar til miðnættis. Á
Aðalvík lágu þá margir togarar. Taldi ég um kvöldið 12 nálægt
þar sem Esja lá. Sögðu menn þeir myndu flestir vera útlendir.
... [úrfelling, ein síða].
Á Isafirði kom kona á skipið, meðal annarra farþega. Var
hún ekki með fullu viti. Byrjaði hún fjótt að fá aðkenningar af
sjósótt, þegar skipið var komið á stað. Jafnframt hljóðaði hún
afskaplega, og kvaðst mundu verða drepin á þessu ferðalagi.
192