Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 195
FERÐAMINNINGAR FRÁ 1926
Hljóðaði hún svo hátt að heyrðist upp á sal, og var hún þó
niður í káetu á öðru plássi. Sagðist ,jómfrúin‘ þar ekkert vita
hvernig hún ætti að fara með þessa vesalings manneskju því
ómögulegt væri að nokkur gæti sofnað um nóttina ef hún
hljóðaði svo ámátlega. Fór hún þá til konunnar og vildi fá
hana til að taka inn svefnskammt, en kella var ekki á því. Sagði
hún að ,jómfrúin‘ væri enginn læknir og að hún ætlaði að
drepa sig. Hljóðaði hún enn meir, ef hægt var að bæta á
óhljóðin frá því sem áður var. Tók ,jómfrúin‘ því það ráð að fá
einn stýrimann í lið með sér til að setja ofan í við kellu, og var
það um síðir að hún lét undan stýrimanni og tók inn. Sofnaði
hún brátt á eftir og svaf til morguns. Allir urðu fegnir er þessi
konuaumingi fór af skipinu á Húnaflóanum. Austan til á
Húnaflóanum fékk skipið vont veður og varð að hleypa frá
Hvammstanga og vestur undir Grímsey á Steingrímsfirði. Þar
í eyjunni er haft fé og var mér sagt að tveir menn pössuðu það.
Var sagt að landskostir góðir væru í eyjunni og því haft þar all-
margt fé.
Farið var af Skagaströnd um miðjan dag á laugardag, og var
þá búist við að komið yrði á Krókinn um kvöldið. En þegar
komið var af stað versnaði veðrið mjög, og sjór var að verða
vondur, svo hleypt var inn á Kálfshamarsvík og legið þar til
miðnættis. Þá var veðrið dálítið farið að batna inn á víkinni.
Var þá farið af stað. Seinnipart næturinnar vaknaði ég við það
að höfúðið á mér var komið nokkuð neðarlega. Ekki svo að
skilja að það væri farið að leita ofan í brjóstkassann, heldur var
því þannig háttað að ég var farinn að standa á hausnum í koj-
unni. En ekki þurfti ég lengi að bíða, þar til ég stóð uppréttur
og þótti mér það öllu viðkunnanlegra, þó ég væri slíku óvanur
í rúmi. A þessu gekk svo heillengi. Um síðir fór þó að minnka
sjógangurinn og loks stansaði skipið. Hafði þá verið hleypt yfir
á Hofsós og var þá svo svört hríð að ekki sá nema annað slagið
í land, og var þó stutt. Urðu farþegar flestir fegnir er skipið var
lagst, svo þeir gátu komið upp. Fréttum við þá, sem vorum á
193
13 Skagfirðingabók