Skagfirðingabók - 01.01.2005, Page 196
SKAGFIRÐINGABÓK
öðru plássi, að þegar skipið fór fyrir Skagann hefði hurð á fyrsta
farrými brotnað af sjóganginum. Sjórinn fossaði því niður í
skipið og var hnévatn, áður en hægt var að koma nýrri hurð
fyrir. Líka hafði þá í garðinum um nóttina brotnað allur skips-
stiginn og nokkuð af handriðinu utan með skipinu.
Um daginn lá skipið á Hofsósi því veðrið var mjög slæmt og
öskubrim. Einu sinni um daginn, kom ég sem oftar niður í ká-
etu. Sá ég þá að allmikið vatn var þar. Skyldi ég ekki í hvernig
það var þangað komið, því dekkið hafði aldrei lekið á leiðinni,
þó oft hefði gusast yfir. Sá ég að vatnið óx stöðugt. Fór ég því
að hitta jómfrúna, og sagði henni frá vatninu. Fórum við svo
að rannsaka þetta og komumst þá að því að vatnið myndi
koma úr næstu káetu, en hún var aflæst því þar voru engir far-
þegar. Jómfrúin opnaði svo hurðina að auða klefanum og gaus
á móti okkur ógurlegur gufumökkur þegar opnað var. Mátti
með sanni segja að þar mætti fá gott gufubað og áreiðanlega
nógu heitt. Gólfið var allt flóandi í vatni og loftið í káetunni
var alsett vatnsdropum, því þar hafði gufan þést. Rúmfötin í
rúmunum voru eins og þau væru tekin upp úr þvottastampi.
Á veggjunum þutu kakalakkarnir upp og ofan eins og skollinn
væri að pikka þá, því þeim þótti víst nógu hlýtt þar inni. Gæti
ég trúað, ef einhver hefði komið þar inn, sem ekki hefði séð
þessi smádýr fyrr, að honum hefði ekki litist [á] að setjast að í
káetunni, ef hann hefði átt von á að fá þá fyrir herbergisfélaga,
því þó þeir séu með lit þess málms sem menn sækjast stundum
fullmikið eftir að eignast þá eru þessi dýr ailt annað en geðsleg.
Á vatninu í káetunni stóð þannig að ventiil á miðstöðinni
hafði bilað og vatnið brennheitt rann um pípuna og ofan á
gólfið. Var svo fyrsti vélmeistari sóttur og lagfærði hann þetta.
Seinnipart mánudagsnæturinnar var rokið hætt og batnað í
sjóinn. Fór Esja þá til Sauðárkróks. Dreif ég mig í land á póst-
bátnum og sagði „far vel“ til kunningjana sem ég hafði eignast
á leiðinni. Á bryggjunni hitti ég Halldór frænda minn og fór
heim með honum. Eftir nokkra stund fór svo Esja að pípa og
194