Morgunblaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2. J A N Ú A R 2 0 1 7 Stofnað 1913  1. tölublað  105. árgangur  Ú T S A L A OPIÐ TIL 21 Í KVÖLD ÚA NÝR ÚT- GÁFUSTJÓRI FORLAGSINS ALVARLEGT ÁSTAND KATRÍN BJÖRK HLUTI AF HEIMI MÖRTHU STEWART LANDSPÍTALINN VIÐ HRINGBRAUT 10 NÝTT ANDLIT 12BÓKAORMUR 30 Svifryksmengun mældist langt yfir heilsu- verndarmörkum í Reykjavík á gamlárskvöld og nýársnótt. Enn var loft sums staðar lélegt í borg- búa, en þessi bláklæddi ferðamaður, sem var í skoðunarferð í bænum um hádegisbil á nýárs- dag, vildi enga áhættu taka og huldi vit sín. inni í gærmorgun. Mikill fjöldi erlendra ferða- manna kom til landsins sérstaklega til að fylgjast með flugeldaskotum og sprengingum borgar- Morgunblaðið/Ómar Skuggahlið flugelda- og sprengjugleðinnar Veruleg svifryksmengun Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Forystumenn Framsóknarflokks og Vinstri grænna hafa síðustu daga átt samtöl um hvort flokkar þeirra geti saman verið valkostur í stjórnarsam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa Sigurður Ingi Jóhanns- son, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Katrín Jak- obsdóttir, formaður VG, farið yfir mál og sett punkta á blað, sem væru grundvöllur viðræðna. Samhljómur þykir vera í það mörgu að hægt sé að stíga frekari skref. Bjarna Benedikts- syni, formanni Sjálfstæðisflokksins, mun kunnugt um þessar hugmyndir. Sem kunnugt er hafa forystumenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar að undanförnu rætt um ríkisstjórnarsamstarf. Vegna þess áttu þeir fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, fyrir áramót. Þar var Bjarna Bene- diktssyni falið umboð til stjórnar- myndunar. Ráðgert hefur verið að formlegar viðræður fulltrúa þessara flokka hefjist í dag, 2. janúar, og fram kom hjá Benedikt Jóhannessyni, for- manni Viðreisnar, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að ný ríkisstjórn flokk- anna yrði hugsanlega kynnt í lok vik- unnar. Að ágreiningi jöfnuðum, svo sem um sjávarútvegs- og Evrópumál, hef- ur það þótt veikja hugsanlegt sam- starf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar að ríkisstjórn þessara flokka hefði aðeins eins manns meirihluta á Alþingi, það er 32 þingmenn. Ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks, VG og Framsóknar hefði hins vegar 39 menn að baki sér. „Úrslit kosninganna eru vísbend- ing um að mynda verði ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri,“ sagði Sigurður Ingi Jóhanns- son í áramótagrein í Morgunblaðinu. Framsókn og VG vilja við- ræður við Sjálfstæðisflokk  Nýtt tilboð í stjórnarmyndun er í undirbúningi  Skírskotun til hægri og vinstri Katrín Jakobsdóttir Sigurður Ingi Jóhannsson MBrýnt að ná sátt … »6  Nauðsynlegt er að ræða hvort ýmis þau verk- efni sem á síðustu árum hafa verið falin grunnskól- unum eigi þar heima. Þetta seg- ir Ólafur Lofts- son, formaður Félags grunn- skólakennara, í viðtali við Morgun- blaðið í dag. Margt af því sem í dag er sinnt af kennurum er í raun vel- ferðarþjónusta við nemendur, svo sem þá sem eru frá útlöndum og hafa íslenskuna ekki vel á valdi sínu, eru með greiningar og svo fram- vegis. Að sinna þessum börnum hef- ur bæst við fræðslustarfið sem vera skal meginþáttur kennarastarfsins. Breyting þessi og meira álag í kenn- arastarfinu getur átt sinn þátt í slök- um árangri íslenskra nemenda í al- þjóðlegum könnunum PISA um námsárangur. »6 Ný verkefni skóla þarfnast umræðu Ólafur Loftsson  Brottfarir erlendra ríkisborg- arar um Keflavík voru tæplega 60% fleiri árið 2016 en árið 2015, miðað við tölur í nóvember. Að sögn Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferða- þjónustunnar, hefur tekist vel að mæta mikilli fjölgun ferðamanna á árinu, en hún telur að stjórnvöld hefðu þó mátt bregðast við með meira afgerandi hætti, t.d. hvað uppbyggingu innviða varðar. Fjár- festingar í innviðum ferðaþjónust- unnar auki sjálfbærni hennar. Hún segir mikilvægt að árstíða- sveifla í ferðamannafjölda hafi minnkað og aukið framleiðni greinarinnar. Ferðaþjónustan sé nú orðin heilsársatvinnugrein og betur megi nýta fjárfestingar í greininni. »11 Eru ánægð með ferðaþjónustuna Sjálfa Ferðamönnum fjölgaði mjög á árinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.