Morgunblaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2017
Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is
GLERHANDRIÐ
Mælum, framleiðum, útvegum festingar og setjum upp.
ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA
SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú skynjar eitthvað nýtt í einkalífinu í
dag, jafnvel þótt allar aðstæður virðist þær
sömu og alltaf. Vertu því vandlátur á það
hvernig þú verð tíma þínum og með hverjum
þú ert.
20. apríl - 20. maí
Naut Gerðu ekki meira úr hlutunum en nauð-
synlegt er áður en þú veist alla málavöxtu. Af
hverju ferðu í vörn? Af hverju ertu fastur í því
að gera alltaf allt einn?
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert skapandi og skemmtilegur
og átt auðvelt með að kenna öðrum eitt og
annað. Reyndu samt í lengstu lög að komast
hjá átökum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Flokkaðu sjálfan þig með fólki sem þú
hefur gaman af. Snúðu dæminu við og
reyndu að leggja fólki lið fremur en að gagn-
rýna það.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú munt fá góða hugmynd um hvernig
hægt sé að bæta ákveðna hluti á vinnustaðn-
um. Að hugsa ekki er enn erfiðara en að
hugsa.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er hætt við að fréttir sem tengjast
framhaldsmenntun, útgáfu eða ferðalögum
dragi úr þér kjarkinn. Kafaðu undir yfirborð
hlutanna og láttu kjarna þeirra ráða úrslitum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ef þú leggur þig allan fram munt þú
hljóta umbun erfiðis þíns. Vilji er allt sem þarf
og hálfnað er verk, þá hafið er.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Allt virðist ætla að ganga upp
hjá þér svo það er ærin ástæða til að fagna
með góðum vinum. Láttu ekki góðar hug-
myndir renna út í sandinn.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Umhverfi og tímasetning dýpka
orð og gefa gjörðum þýðingu. Hlustaðu á
röddina sem heldur aftur af þér og bíddu
fram að helgi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er góð regla að vera við öllu
búinn þannig að óvænt atvik setji ekki allt úr
skorðum. Ef þú finnur handfangið snúast
opnast dyrnar og hleypa þér inn í leynigöng
sem liggja þangað sem þú vilt.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er oft skammt milli hláturs og
gráts og það þarft þú að hafa í huga í um-
gengninni við aðra. En hann er þó ekki nóg til
þess að þú getur lifað á honum einum sam-
an.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Stundum er sannleikurinn miklu til-
þrifaminni en þú áttir von á. Reyndu að ná
tökum á hlutunum svo þú getir hrósað sigri.
Ég fékk skemmtilegt bréf fráIndriða Aðalsteinssyni á
Skjaldfönn um jólin, – annál ársins
og þessi staka skrifuð með lind-
arpenna fyrir ofan mynd af Skjald-
fönn eftir að snjóa tók að leysa:
Heim er ég kominn í illviðra önn.
Áfram hér þrauka á verði.
Uni mér langbest í frosti og fönn
sem er fátítt í Hveragerði.
Það er freistandi að grípa niður í
jólabréfinu en það verður að fara
hratt yfir sögu og eyður margar.
Indriði lætur þess getið að hann rói
einn á báti við ritun þess og sakni
konu sinnar sárlega. En börnin
voru komin suður og barnabörnin
þurftu ömmu á næstu grösum. Því
var í sjálfu sér fullkomlega eðlilegt
að Lóa skipti um starfsvettvang.
Hún keypti raðhús í Hveragerði og
vildi hafa bónda sinn með og suður
fóru þau í janúar:
Auðgar drjúgum anda minn
allt sem hér um slóðir finn.
Kyssir ánægð karlinn sinn
Hveragerðisdrottningin.
Síðan kom febrúar:
Nú mun brátt um byggðir lands,
borið upp af fornri rót
að menn langi í drykkju og dans
og drífi sig á þorrablót.
Um mánaðamótin hélt Indriði
norður á Strandir og dvaldi í
Tröllatungu tvær vikur rúmar, –
„hífði upp þrekið með verkþátttöku
og hjálpaði við að telja fóstur í um
6000 ám og gemlingum á 12 bæj-
um“. Indriði hvarf aftur suður en
11. apríl var auður vegur heim í
Skjaldfönn og „fé allt komið heim
24. apríl og aftur jarmur, skarkali,
hornaglamur og ullarilmur í fjár-
húsi“.
Færist líf í fjallageim.
Frostsins veldi hallar.
Kindur mínar komnar heim.
Kyssti ég þær allar.
Farið var í göngur í september,
en hann brast á með hryðjum og
þvílíku roki „að léttustu smalarnir
íhuguðu að þyngja bakpoka sína
með grjóti“:
Fallega húfan er fokin sinn veg
og farinn að kólna minn skalli.
Norðaustanáttin er andstyggileg
uppi á Skjaldfannarfjalli.
Október heilsar Indriði með þess-
ari stöku:
Sauðkindin er sál vors lands.
Sómi og prýði eigandans.
Flytur líf í fjallasal.
Færir arð um strönd og dal.
Fátt fréttnæmt nema afargóð tíð.
Hefðbundinn rúningur á fé, bólu-
setningar og ormalyfsinngjöf.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Úr jólabréfi Indriða á Skjaldfönn
Í klípu
„ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ VERA BILUÐ TIL
ÞESS AÐ VINNA HÉRNA. VIÐ BJÓÐUM UPP
Á SVEIGJANLEGAN VINNUTÍMA FYRIR
SJÚKLINGA SEM EKKI ERU Í VISTUN HÉR.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HEIMSÓKNARTÍMINN ER
Á MILLI KLUKKAN TVÖ OG FJÖGUR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... litli púkinn í lífi
hennar.
ÉG GAF KONUNNI
HLAUPABRETTI Í
JÓLAGJÖF
ÉG GAF
KONUNNI
HLAUPA-
BRETTI Í
JÓLAGJÖF
HVERS VEGNA
STENDURÐU HÉR
ÚTI Í SNJÓNUM?
ÞAÐ ER
INDÆLT
ÉG ER MEÐ
SPURNINGU
FYRIR ÞIG,
AMLÓÐI…
ERUM VIÐ ALVEG
ÖRUGGLEGA, ALGJÖRLEGA
AÐ FARA AÐ GIFTA
OKKUR?
HVAÐ
VILTU
VITA,
HERNÍA?
EÐA ER ÉG
BARA AÐ SÓA
TÍMA MÍNUM?
MANNAUÐUR
Um áramót er gaman að fletta uppáramóta- og nýársáræðum sem
forystumenn þjóðarinnar, hver á sinni
tíð hafa flutt. Orðin eru meitluð viska
og hugsun þeirra tímalaus. Við skul-
um líta á nokkur dæmi.
x x x
Hættan á því, að menn missjái sigog mismeti það, sem að höndum
ber, er svo mikil, að enginn má gera
leik að því að villa um fyrir sjálfum
sér eða öðrum. Fátt er fordæm-
anlegra en að reyna að afla sér fylgis
með því að blekkja aðra vísvitndi. Það
er sízt betra en að selja svikna vöru
eða falsa ávísun,“ sagði Bjarni Bene-
diktsson forsætisráðherra á gaml-
ársdag 1966.
x x x
Og þó að það hljómi fallega ogskáldlega, að einhver heyri
stormsins hörpuslátt og barnsins and-
ardrátt … þá er það ekki nóg. Tölvan
rúrmar líka mikið og er hjartalaus.
Einvaldinn, harðstjórinn, hefur þús-
und sinnum þúsund aðferðir og full-
komin – tækniráð til þess að hlusta og
njósna,“ mælti Sigurbjörn Einarsson
biskup í ávarpi sínu á nýársdag 1977.
x x x
Við eigum engan auð meiri enmannfólkið sjálft og að við skuld-
um hverri mannveru að rækta hana
til þeirra verðmæta sem enginn getur
frá henni tekið – og það eru þekking
og menntun: meginatriði sem í fram-
tíðinni verða höfuðundirstaða þess
sem í askana verður látið.“ Þetta var
meðal þess sem fram kom í ræðu Vig-
dísar Finnbogadóttur á nýársdag
1987.
x x x
Og í lokin. Ólafur Ragnar Gríms-son, þá nýr forseti lýðveldisins,
sagði á nýársdag 1997. „Úrslitum get-
ur ráðið í þeirri glímu að þau sem nú
ráða för í þjóðmálum og viðskiptalífi
og reyndar allir sem forræði hafa í
stofnunum og samtökum átti sig í
tæka tíð á nauðsyn þess að opna nýj-
um kynslóðum braut til áhrifa á öllum
sviðum þjóðfélagsins, skapa ungu
fólki aðstöðu til að geta nú þegar haf-
ist handa við að umskapa Ísland.“
vikverji@mbl.is
Víkverji
Ég vil þakka þér, Drottinn, af öllu
hjarta, kunngjöra öll máttarverk þín.
Ég vil gleðjast og fagna yfir þér, lof-
syngja nafni þínu, þú Hinn hæsti.
(Sálmarnir 9:2-3)