Morgunblaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2017 Vesturhrauni 3, 210 Garðabæ | Sími 480 0000 | sala@aflvelar.is | aflvelar.is OPIÐ mánudaga til föstudags 8:00-17:00 PUV3300M Fjölplógur 3,3 mtr Verð 937.000,- + vsk PUV4000HD Fjölplógur 4,0 mtr Verð 1.427.000,- + vsk PUV2800M Fjölplógur 2,8 mtr Verð 857.000,- + vsk Snjótönn skekkjanleg 3,0 mtr Verð 290.000,- + vsk Snjóskófla með vængjum stærð 2,30 - 3,75 mtr Verð 553.000,- + vsk Sanddreifari 2,5 m3 Glussadrifinn salt/sand dreifari Sanddreifari 0,5 m3 Verð 225.000,- + vsk PUV3300 Fjölplógur 3,3 mtr Verð 742.000,- + vsk Viðhaldsfríar hurðir Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Skúli Halldórsson sh@mbl.is Heilar álmur og byggingar standa yfirgefnar. Á svæðinu má finna rakaskemmdir, myglu og óværu. Þessar aðstæður eru vonandi ekki á mörgum vinnustöðum, en í tilfelli þess stærsta hér landi, er raunin einmitt þessi. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, tekur á móti blaða- manni og ljósmyndara árla morguns milli jóla og nýárs. Fara þarf víða yf- ir, enda þekja byggingarnar samtals um 150 þúsund fermetra. „Hér á Hringbrautarlóðinni eru það um níutíu þúsund fermetrar, þrjátíu þúsund í Fossvogi, og svo eru fjölmargar byggingar á víð og dreif því til viðbótar,“ segir Ingólfur, sem tekur á móti okkur ásamt Agli T. Jóhannssyni, umsjónarmanni Landspítala við Hringbraut. Og strax við aðalinngang spít- alans má finna tilefni heimsókn- arinnar. Egill opnar þá dyr skrif- stofu, til hægri inn af Kringlunni svokölluðu. „Það sést ósköp lítið, en hér hefur raki komist inn í veggi. Þið finnið lyktina,“ segir Egill. Skrifstofan hefur nú verið rýmd, en sömu sögu er að segja af Eir- bergi, sem reist var á sjötta ára- tugnum og hefur hýst hjúkr- unarfræðideild HÍ. Húsið var rýmt á síðasta ári og starfsemin flutt í Ár- múla. Spítalinn sveltur um viðhaldsfé Árið 2013 tók verkfræðistofan EFLA út viðhaldsþörf á ytri skel bygginga Landspítalans. Að hennar ráðleggingum var þá sett af stað fimm ára áætlun. Vegna takmark- aðra fjárveitinga hefur þó ekki gef- ist færi til að sinna viðhaldinu eins og vonir stóðu til. „Við höfum fengið 300 milljónir króna á ári, síðustu ár, í viðhald ytra byrðis húsanna,“ segir Ingólfur en bendir á að meira þurfi til. Mikil uppsöfnuð viðhaldsþörf er til staðar, mest í Fossvogi, á Hring- braut og í Landakoti, og segir Ing- ólfur að spítalinn hafi í raun verið sveltur um viðhaldsfé. Nýtt hús nánast ónothæft Á nýliðnu ári var fjármagnið nýtt í stórt verkefni við Landakotsspítala. Húsnæði eldhúss og geðdeildar á Hringbraut voru þá einnig lagfærð að utanverðu. „Við höfum sömuleiðis þurft að ráðast í stórar aðgerðir í nýju húsi, barna- og unglingageðdeildar, sem er svolítið sérstakt,“ segir hann og bætir við að húsið hafi einfaldlega verið illa byggt. Spítalinn leitast nú eftir því að fá viðurkennda bótaskyldu verktaka vegna þessa, en byggingin, sem er átta ára gömul, er nánast ónothæf. Ingólfur bendir á að þó fjármagn geti verið til staðar, sé ekki endilega rými til viðhalds. „Að mestu leyti er húsnæðið okkar í notkun allan sólar- hringinn, allan ársins hring. Þetta er ekki eins og skrifstofuhúsnæði, þar sem unnið er frá níu til fimm.“ Fengu milljarð í fjárlögum Mat sjúkrahússins er að heildar- fjárþörf fyrir viðhald sé nú um fimm milljarðar króna, fyrir viðgerðir ut- an- sem innanhúss. Í fjárlögum var sérstaklega veittur einn milljarður króna í viðhald á byggingum spít- alans. „Við stjórnendur Landspítala er- um afar þakklát fjárlaganefnd og Al- þingi fyrir þetta framlag, en vænt- um þess að þessu átaki verði fylgt eftir á komandi árum,“ segir Ing- ólfur, enda hafi mikil þörf safnast upp á síðustu árum. Næst leiðir Egill okkur á aðra deild, og inn í sjúkrastofu, þar sem allt er á tjá og tundri. Er okkur tjáð að vatnslögn hafi opnast í veggnum aðeins tveimur dögum áður. Athygli vekur að ysta lag veggjarins, múr- inn, hefur á sínum tíma verið lagður utan á spýtur, sem hvíla svo upp við timburgrind. „Ég held að svona myndu menn ekki gera í dag,“ segir Egill og bætir líka við að lagnirnar séu, eins og byggingarnar sjálfar, farnar að gefa sig. Rakaskemmdir, mygla og óværa  Mjög alvarlegt ástand í sjúkrahúsbyggingum Landspítalans við Hringbraut og í Fossvogi  Heilar álmur standa yfirgefnar  Þörf á langtum meiri fjárveitingum til viðhalds bygginganna Morgunblaðið/Eggert Tjón Vatnslögn opnaðist í vegg sjúkrastofunnar á milli jóla og nýárs. Stoðir íslensks samfélags, stríð og hryðjuverk erlendis og fjölmenning voru meðal þess sem Guðni Th. Jó- hannesson, forseti Íslands, tæpti á í nýársávarpi sínu í gær. Guðni sagði meðal annars að styrkur þjóðfélags yrði ekki metinn eftir hagvexti, þjóðarframleiðslu, vígbúnaði eða mannfjölda. „Raunverulegur styrkur þess felst í því hversu vel er hlúð að sjúkum og öðrum sem þurfa á að- stoð að halda, fólki sem býr við fötl- un eða þroskaskerðingu,“ sagði hann. Ísland mætti vel við una í saman- burði við mörg önnur ríki en ætíð mætti gera betur. Ísland geti lagt hönd á plóg „Okkar auður byggist ekki aðeins á friðsæld, sem verður reyndar ekki metin til fjár. Nei, hann veltur ekki síst á því að geta stundað frjáls viðskipti við önnur ríki, að mega ferðast og menntast víða, búa erlendis og koma heim, bjóða öðr- um að koma hingað og auðga okkar samfélag,“ sagði Guðni. Sagði hann einnig að samfélag Íslendinga hefði lengi verið einsleitt. „Á þetta minntist ég í innsetning- arræðu minni í ágúst síðastliðnum, að ekki væri svo langt síðan nær allir Íslendingar voru í þjóðkirkj- unni og öðrum kristnum trúfélög- um, hvítir á hörund, áttu íslensku að móðurmáli og báru auðsýnilega íslenskt nafn. Þetta er liðin tíð sem kemur ekki á ný,“ sagði hann. Framfarir nútímans byggðust á fjölbreytni; flæði hugmynda og fólks um víða veröld. Guðni sagði að sem herlaus þjóð gætu Íslendingar lagt sitt af mörk- um í baráttu við stríð og verk öfga- og haturshreyfinga með því að taka vel á móti flóttamönnum og nefndi í því samhengi fjörutíu flóttamenn sem koma hingað til lands frá Sýr- landi á þessu ári. Styrkur þjóðfélags ekki metinn eftir hagvexti Skjáskot/RÚV Ávarp Fyrsta nýársávarp Guðna. Þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af 2017 fæddist fyrsta barn ársins á Íslandi. „Hann er rosalega fínn,“ segir Katrín Guðjónsdóttir um nýfæddan son sinn þeirra Egidi- jus Jankausas. Drenginn ól hún á sjúkrahúsinu á Selfossi, en foreldr- arnir búa þar í bæ. Fyrir eiga þau 10 ára stúlku og 7 ára dreng. Nýársdrengurinn, sem heilsast vel rétt eins og móðurinni, vó við fæðingu 13 merkur og er 51,5 cm á lengd. sbs@mbl.is Nýársbarn á Selfossi Foreldrar Katrín og Egidijus með soninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.