Morgunblaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2017
Kær vinur minn,
Sigurgeir Ingi-
mundarson, er fall-
inn frá. Ég var
kynnt fyrir honum af kærasta
mínum, Gunnari Hjálmarssyni,
en hann hafði verið í sveit hjá hon-
um á sínum unglingsárum. Það
tókst með okkur góður vinskapur
sem hefur haldist allar götur síð-
an.
Ég er afar þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þessum hjarta-
hlýja og vandaða manni, sem var
traustur allt til hinstu stundar.
Ég vil minnast hans með þessu
ljóði:
Sigurgeir
Ingimundarson
✝ Sigurgeir Ingi-mundarson
fæddist 12. júní
1924. Hann lést 21.
desember 2016.
Útför Sigurgeirs
var gerð 30. desem-
ber 2016.
Ég sendi þér kæra
kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og
bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt
hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda
viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Blessuð sé minning þín, elsku
Sigurgeir.
Þórey Þórðardóttir.
Nú er fallinn frá
systursonur minn,
Brynjar Már
Bjarkan. Erfitt er
að skilja örlög heimsins og til-
gang þegar líf hjá hamingjusöm-
um og lífsglöðum manni er tekið
frá okkur. Ég man vel allar
skemmtilegu stundirnar og lífs-
gleðina sem fylgdu öllum hans
sporum í gegnum súrt og sætt.
Ég man eftir húmornum og
góðu stundunum. Elsku Dóra
mín, það er mikið sem þú gladd-
ir mig með Brynjari Má og öll-
um góðu stundunum sem hann
gaf mér og ég kallaði hann jóla-
Brynjar Már
Bjarkan
✝ Brynjar MárBjarkan fædd-
ist 30. júní 1978.
Hann lést 28. nóv-
ember 2016.
Útför Brynjars
fór fram 19. desem-
ber 2016.
strákinn minn og
líka Nonna, yngri
bróður hans. Þeir
fylltu líf mitt ham-
ingju. Brynjar Már
var afburða náms-
maður og greindina
skorti aldrei. Einn-
ig var hann alltaf
fullur af lífsgleði en
er nú kominn, fyrir
aldur fram, til æðri
máttar og þangað
sem góðar sálir fara. Ég þakka
fyrir lífsgleðina sem þú gafst
mér, Brynjar Már minn, og
þakka algóðum Guði fyrir svona
fallegan frænda með fallegu
brúnu augun og ljósa fallega
hárið. Elsku Dóra mín, ég
harma þetta skarð sem komið er
í fjölskylduna og ekkert kemur í
staðinn fyrir þennan góða dreng.
Ég votta dóttur hans einnig
mína dýpstu samúð.
Jónas B. Gunnarsson.
Grétar vinur
minn er fallinn frá,
sá góði drengur.
Kynni okkar Grét-
ars hófust í barnaskóla. Það
var þó ekki fyrr en á unglings-
árunum sem við urðum vinir.
Það var ekki annað hægt en að
taka eftir þessum myndarlega
glaðværa dreng á Hondu 50
brunandi um götur bæjarins.
Það var svo í Menntaskólanum
við Sund sem kynni okkar
styrktust til muna. Í ófá skipti
fórum við saman ásamt Bjössa í
kaffi í Glæsibæ eða niður í bæ á
Mokka eða Tröð. Við vorum
ekkert sérstaklega miklir
námsmenn á þeim tíma, meiri
áhersla var lögð á skemmtanir,
böll og jafnvel sveitaböll. En
hugur Grétars stefndi annað,
var ekki ánægður með námið
og vildi fara í úrsmíði. Hann
hætti í MS eftir tvö ár, lenti í
MH áður en hann síðan sneri
sér að úrsmíðinni. En vináttan
hélst áfram.
Minnisstætt er þegar við fór-
um í þriggja vikna sólarferð til
Spánar 18 ára gamlir ásamt fé-
lögum. Grétar nam úrsmíði í
Danmörku.
Þar var hann á heimavelli og
naut sín í náminu. Á sama tíma
vorum við Olga við nám í Kaup-
mannahöfn og var Grétar tíður
gestur hjá okkur og ávallt vel-
kominn. Sérstaklega var
Grétar Helgason
✝ Grétar Helga-son fæddist 14.
janúar 1958. Hann
lést 24. desember
2016.
Grétar var jarð-
sunginn 30. desem-
ber 2016.
ánægjulegt að sjá
hvernig Grétar
naut sín í náminu,
kominn á sinn
heimavöll. Vináttan
hélst og við fluttum
heim.
Grétar kynnist
Erlu sinni og
Lindu Rún dóttur
hennar og þau hófu
búskap á Lauga-
veginum. Dæturn-
ar Hildur Edda og Helga Lára
fæddust og seinna Daníel.
Mörg sumur fórum við í
tjaldferðalag saman innanlands
og buðum í matarboð eða veisl-
ur ef það átti við. Það var eftir
því tekið hversu snyrtilegur og
skipulagður Grétar var og ekki
var laust við að maður
öfundaðist yfir því hvernig hon-
um tókst að halda tjaldinu sínu
hreinu og fínu og skipulögðu,
alltaf.
Fyrir nokkrum árum fórum
við saman í hjólaferð til Þýska-
lands sem var einstaklega
ánægjuleg. Þar munaði Grétar
ekki um að hjóla tvisvar upp
sömu brekkuna á meðan við hin
fórum upp.
Það var ekki hægt annað en
taka eftir því hversu Grétari
þótti vænt um sína nánustu.
Hversu góður hann var við
börnin sín og hversu samhent
þau Erla voru. Grétar var
hraustur maður og stundaði
líkamsrækt snemma. En veik-
indi fara ekki í manngreinar-
álit.
Þau koma þegar minnst var-
ir og leggja hraustustu menn
að velli. Grétar var alla tíð dul-
ur, bar ekki tilfinningar sínar
utan á sér eða kvartaði yfir
hlutskipti sínu. En glaðvær og
hrókur alls fagnaðar þegar það
átti við.
Ég átti þess kost að hitta
Grétar skömmu fyrir andlátið á
líknardeildinni. Þá var hann
bara frekar hress, sat uppi og
horfði á sjónvarpið og spurði
mig út úr með hvernig ég, Olga
og börnin hefðum það, eins og
venjulega. Hafði engan áhuga á
að ræða um veikindi sín við
mig. Gekk ég út frá þeim fundi
með þá tilfinningu að hann
myndi jafna sig og vera kominn
heim fyrir jólin. En nú var
komið nóg.
Það verður öðruvísi afmæl-
isdagur hjá mér 14. janúar
næstkomandi þar sem enginn
verður Grétar til að hringja í
og óska hvor öðrum til ham-
ingju með daginn eins og við
gerðum svo oft. Elsku Erla og
börn og fjölskyldan öll, við
Olga sendum ykkur okkar
dýpstu samúðarkveðjur. Megi
góður Guð vernda ykkur og
styrkja í sorginni.
Gunnar Örn.
Fáein minning-
arorð um andlegan
afa minn.
Ég kynntist Þorvarði fyrst
er ég var nemandi í MH. Ég
var þar í námi á tónlistarbraut
og Þorvarður kenndi þýsku.
Það var sérstök upplifun að
sitja í þýskutíma hjá honum.
Þorvarður talaði frjálslega við
bekkinn, meðal annars um
námsár sín í Vín. Engu að síður
fannst mér þýskuæfingarnar
koma að gagni.
Ég var að spila og koma
fram við ýmis tækifæri á náms-
tímanum.
Einn morguninn kom Þor-
varður með umslag til mín er
stóð á: Hallvarður Ásgeirsson
tónskáld. Þorvarður hafði skrif-
að leikrit og bað mig að gera
tónlist.
Það var útvarpsleikritið Las
Casas fer á fund konungs sem
var flutt í MH veturinn ’97-’98.
Ég fékk Jón Indriðason með
Þorvarður
Helgason
✝ ÞorvarðurHelgason
fæddist 18. maí
1930. Hann lést 7.
desember 2016.
Þorvarður var
jarðsunginn í kyrr-
þey 19. desember
2016.
mér og var það
fyrsta leikverk sem
ég samdi tónlist
fyrir.
Eftir þetta vor-
um við Þorvarður
góðir vinir, og
mætti Þorvarður á
flesta tónleika sem
ég hélt, þar til að
hann treysti sér
ekki til lengur. Við
hittumst oft á
kaffihúsi og ræddum lífið og til-
veruna. Á tímabili hittumst við
þrír í ’bóhemaklúbbi’ reglulega
ásamt Grími Hákonarsyni kvik-
myndagerðarmanni.
Á þessum tíma var Þorvarð-
ur á sjötugsaldri og við á þrí-
tugsaldri en samt fann ég aldr-
ei fyrir neinum aldursmun í
okkar samskiptum. Ég fann
snemma á mér að Þorvarður
væri ekki eins og fólk er flest.
Hann var bóhem. Bóhemar lifa
fyrir utan slíkar skilgreiningar.
Ég fékk Þorvarð stundum til
þess að lesa inn á upptökur.
Einu sinni komum við fram á
ljóðakvöldi Nýhils niðrí bæ,
Þorvarður las upp ljóð eftir mig
en ég spilaði undir.
Þorvarður var úr röðum
kommúnista, frá þeim tíma er
fólk var annað hvort hægrisinn-
að eða vinstrisinnað. Þ.a.l. trúði
hann ekki á guð. Engu að síður
var hann mjög andlegur maður.
Hann hafði mikinn áhuga á
jóga og andlegri menningu
Austurlanda. Mér fannst samt
eins og tónlist væri það mik-
ilvægasta fyrir honum. Hann
hafði sérstakan áhuga á Kvart-
ett fyrir endalok tímans eftir
Olivier Messaien. Það var ein-
hver tær þjáning sem Þorvarð-
ur skynjaði mjög sterkt í þeirri
tónlist. „Það er eitthvað sem
menn segja þegar þeir þurfa,
annars ekki“. Hann aðstoðaði
mig einnig við skrif á BA rit-
gerð minni.
Minningarnar sem ég á um
hann eru margar og allar mjög
góðar. En það er erfitt að
draga allt saman. Það sem
stendur eftir er sérstæður kar-
akter og mjög skemmtilegur
maður sem var algerlega laus
við tilgerð.
Hann sagði það sem honum
fannst, kom til dyranna eins og
hann var klæddur án þess að
þurfa að troða sínum skoðunum
upp á aðra.
Þorvarður er ekki dáinn.
Hugsjónir deyja aldrei. Ef við
kjósum getum við litið á okkur
sjálf sem samansafn af viðhorf-
um og hugmyndum sem lifa
áfram í öðru fólki eftir okkar
dag.
Þorvarður lifir áfram í okkur
sem lærðum hjá honum og fólk-
inu sem umgekkst hann frá
degi til dags. Við búum líka að
bókunum sem hann skrifaði og
þeim fjölda leikrita sem hann
skilur eftir sig. Við munum
sakna hans mikið. Hvíl í friði,
kæri vinur.
Ætli það sé ekki viðeigandi
að enda þetta á því sem þú
sagðir mér þegar ég heimsótti
þig í Landakoti: „Lífið er erfitt,
en við lifum þetta af.“
Hallvarður Ásgeirsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR ALBERT JÓNSSON,
fyrrverandi forstöðumaður
Grasagarðs Reykjavíkur,
lést að morgni jóladags.
Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 5. janúar kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á líknarfélög.
.
Sigrún Óskarsdóttir,
Ágúst Óskar Sigurðsson, Anna María Úlfarsdóttir,
Anna Þórdís Sigurðardóttir, Rainer Lischetzki,
Edda Björk Sigurðardóttir, Jón Ármann Guðjónsson
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts ástkærs föður- og
móðurbróður okkar,
RAGNARS ENGILBERTSSONAR
listmálara,
Hraunbúðum,
áður Hilmisgötu 3,
Vestmannaeyjum.
Hjartans þakkir til starfsfólks Hraunbúða fyrir hlýja og góða
umönnun.
.
Engilbert Gíslason, Bryndís Hrólfsdóttir,
Guðrún Gísladóttir,
Héðinn Eyjólfsson, Guðrún Fjalldal,
Guðrún Eyjólfsdóttir, Snjólfur Ólafsson,
Sigríður Eyjólfsdóttir, Ólafur Guðmundsson,
Björn N. Jensen,
Gunnar N. Jensen.
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
ÓLÖF RAGNHEIÐUR
GUÐJÓNSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
miðvikudaginn 4. janúar klukkan 13.00.
.
Kolfinna Ketilsdóttir, Þorsteinn Johansson,
Birna Ketilsdóttir, Benedikt Svavarsson,
Hjördís Ketilsdóttir,
Kristín Ketilsdóttir, Ólafur Laufdal Jónsson,
Guðjón Ketilsson, Ragnheiður Arnardóttir
og fjölskyldur.
Okkar ástkæra og yndislega móðir, tengda-
móðir, amma, langamma og langalang-
amma,
GUÐBORG ELÍASDÓTTIR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
andaðist 27. desember á Sjúkrahúsi Akraness. Útförin fer fram
frá Akraneskirkju miðvikudaginn 4. janúar klukkan 13. Blóm og
kransar afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili.
.
Börn, tengdabörn
og aðrir aðstandendur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÚN PÁLSDÓTTIR
frá Húsavík,
áður til heimilis að
Kópavogsbraut 1b,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju
miðvikudaginn 4. janúar klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Slysavarnadeild kvenna á Húsavík
eða hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Ásgeir P. Sigtryggsson, Heiða Th. Kristjánsdóttir,
Brynjar Sigtryggsson, Anna M. Guðmundsdóttir,
Sigurveig K. Sigtryggsdóttir, Pétur Steingrímsson,
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR,
Skipalóni 16, Hafnafirði,
lést á Vífilsstöðum 28. desember. Útför fer
fram frá Háteigskirkju föstudaginn 6.
janúar klukkan 15.
.
Sigurður Steingrímsson,
Inga Dóra Sigurðardóttir, Börkur Arnviðarson,
Þröstur Már Sigurðsson, Þóra Kristín Björnsdóttir,
Sólrún Ólína Sigurðardóttir, Indriði Hauksson,
barnabörn og langömmubörn.