Morgunblaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2017 Íris Mist Magnúsdóttir fimleikadrottning á 30 ára afmæli í dag. Húnvarð tvisvar sinnum Evrópumeistari í hópfimleikum með félögumsínum úr Gerplu, hefur verið kosin fimleikakona ársins oftar en einu sinni og var í þriðja sæti í vali á íþróttamanni ársins árið 2010. Sérgrein Írisar Mistar var trampólínið og er hún núna að þjálfa stökkgreinarnar hjá meistaraflokki og 2. flokki í Gerplu. Alls eru 35 manns í meistaraflokki og 15 í 2. flokki. Íris Mist er einnig fræðslu- stjóri hjá Fimleikasambandi Íslands og klárar sálfræðinám við Háskól- ann í Reykjavík í vor. Vinsældir fimleika jukust mikið í kjölfar sigra Gerplu á EM í hópfim- leikunum og eru fimleikar núna ein vinsælasta íþróttin í dag. „Það er líka búið að byggja svo mörg fimleikahús á landinu og við það jukust vinsældirnar enn meira, ég held að það séu um 300 manns á biðlista í flestum félögum til að fá að æfa. Verkefni mitt hjá Fimleikasamband- inu er því að mennta unga þjálfara og auka fræðslu til að hægt sé að sinna þessum fjölda. Nú er ég ekkert að æfa stöðugt, fer bara í tabata hjá Birki Vagni í World Class sem er víst eitt það vinsælasta í dag og eru biðraðir til að komast þar að. Svo hef ég áhuga á öllum íþróttum og byrja m.a. á golf- námskeiði núna í janúar.“ Íris Mist ætlar að sjálfsögðu að halda upp á daginn með afmælis- veislu, en ætlar að gefa vinum og vandamönnum tíma til að jafna sig eftir áramótin. Afmælið verður því ekki alveg strax. Foreldrar Írisar Mistar eru Anna Rakel Sigurðardóttir sem vinnur hjá Nýherja og Magnús Örn Tómasson sem vinnur hjá Marás vélar ehf.. Morgunblaðið/Kristinn Gólfæfingar Íris Mist er hætt að æfa en hefur snúið sér að þjálfun. Fimleikar orðnir ein vinsælasta íþróttin Íris Mist Magnúsdóttir er þrítug í dag J ón Gnarr fæddist í Reykja- vík 2.1. 1967 og ólst þar upp í Fossvoginum. Hann stundaði nám við Héraðs- skólann á Núpi við Dýra- fjörð, lauk þaðan grunnskólaprófi, sótti síðan hina ýmsu framhalds- skóla, s.s. Flensborgarskóla í Hafn- arfirði, Fjölbrautaskólann í Ármúla, Fjölbrautaskólann í Breiðholti og MH, var mikill pönkari á unglingsár- unum og gekk undir heitinu Jónsi Pönk. Jón sinnti ýmsum sumarstörfum á unglingsárum, starfaði á Kópavogs- hæli 1985-88, var næturvaktmaður á Kleppi en flutti til Svíþjóðar 1990. Þar starfaði hann m.a. hjá bílafram- leiðandanum Volvo við að ganga frá hurðum fyrir Volvo 240. Jón var leigubifreiðastjóri hjá Bæjarleiðum á bíl númer 198 frá 1992, kynntist þar hinum ýmsum hliðum borgarlífsins, fjöldanum öll- um af skrautlegum persónum og öll- um hverfum og götum höfuðborg- arinnar. Grínferill Jóns hófst árið 1994 á því að félagi hans, Sigurjón Kjart- ansson, fékk hann til að skrifa og leika í grínsketsum í þættinum Heimsenda á Rás 2. Samstarf þeirra vakti fljótlega athygli og fyrr en varði voru þeir komnir í flokk fremstu grínista þjóðarinnar. Árið 1995 varð tvíeykið alræmt í sjón- varpi og útvarpi, náði að hneyksla fjölda fólks og útvarpsráð hélt sér- stakan fund um grín þeirra félaga. Undir merkjum Tvíhöfða sáu þeir um daglega morgunþætti á hinum ýmsu útvarpsstöðvum á árunum 1997-2002, en Tvíhöfði hefur alls gef- ið út fimm geislaplötur sem verða verðmætari með hverju árinu. Jón Gnarr, leikari og fyrrv. borgarstjóri – 50 ára „Afinn“ frumsýnd Frá vinstri: Jóhanna Jóhannsdóttir (Jóga) Jón Gnarr yngri, Jón Gnarr og Kamilla María Gnarr. Frumlegur og óborg- anlegur borgarstjóri Hljómsveitin Mogo Jacket Frá vinstri: Þorsteinn Guðmundsson, Sigurjón Kjartansson, afmælisbarnið og Benedikt Erlingsson, frændi Jóns Gnarr. Akureyri Emma Kar- en Kolbeins er fædd 14. febrúar 2016 kl. 10.17 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hún vó 3.268 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Eydís Stefanía Kristjánsdóttir og Pétur Ingi Kolbeins. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isHólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is SKÚTAN AF ÖLLUM STÆRÐUM, HVORT SEM ER Í VEISLUSAL OKKAR, Í AÐRA SALI EÐA Í HEIMAHÚSI Veitingar af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal okkar, í aðra sali eða í heimahúsi. Nánar á veislulist.is Erfidrykkja Veislusalur okkar er bjartur og fallegur salur á jarðhæð, gott aðgengi. Öll þjónusta, kaffi og gos eru innifalin í verði þegar erfidrykkja er í sal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.