Morgunblaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2017
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Ég held að við getum öll verið
ánægð með það hversu vel hefur tek-
ist til við að taka á móti þeim ferða-
mönnum sem hafa heimsótt okkur á
árinu. Fjölgunin í ár var til að mynda
svipuð heildarfjölda ferðamanna sem
heimsótti landið árið 2011,“ segir
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF),
en ferðaþjónustan hefur eflst mjög á
liðnu ári vegna fjölgunar ferðamanna
til landsins og þeir hafa sett mark sitt
á þjóðfélagið. „Þessi fjölgun hefur
skapað okkur miklar tekjur, störf og
hagsæld fyrir þjóðfélagið,“ bætir
Helga við.
Brottfarir erlendra ríkisborgara
um Keflavík voru tæplega 1.643.000
talsins í nóvember þetta ár og hefur
þeim þannig fjölgað um rúm 60%
milli ára. Gera má ráð fyrir að brott-
farir í desember hafi verið um
113.400 talsins ef fjölgunin verður
sambærileg milli ára. Það þýðir að
brottfarir erlendra ríkisborgara um
Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði alls
1.756.440 á árinu 2016. Til sam-
anburðar voru brottfarirnar tæplega
1.262.000 á árinu 2015 en 541.00 árið
2011. Þetta kemur fram í upplýs-
ingum frá Ferðamálastofu.
Þá voru farþegar Norrænu 18.500
talsins árið 2015 og tæplega 10.000
manns áætlaðir um aðra innanlands-
flugvelli en Keflavík.
Geta nýtt fjárfestingar betur
„Það er líka mikilvægt að vöxt-
urinn hefur átt sér stað allan ársins
hring, þannig að árstíðasveiflan hefur
verið að minnka, sem hefur bætt
framleiðni greinarinnar. Þetta er því
orðin meiri heilsársatvinnugrein og
hægt að nýta fjárfestingar betur
ásamt því að skapa fleiri heilsársstörf
um allt land,“ segir Helga, en heilt á
litið hafi tekist vel til að taka á móti
fleiri ferðamönnum.
Sem dæmi má nefna að í nóvember
2014 voru erlendir gestir um Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar 60.850 talsins
en voru 81.609 á sama tíma árið 2015.
Til samanburðar var fjöldinn aðeins
15.136 árið 2003.
Ef litið er til fjölda erlendra gesta
eftir árstíðum voru þeir 369.558 tals-
ins veturinn 2015, sem er fjölgun um
tæplega 90.000 manns milli ára. Árið
2006 var fjöldinn hins vegar um
106.000.
Stjórnvöld veiti meiri athygli
Spurð hvað hefði mátt betur fara á
árinu nefnir Helga ýmsa ytri þætti.
„Við hefðum viljað sjá stjórnvöld
bregðast við með meira afgerandi
hætti hvað varðar uppbyggingu inn-
viða, stýringu og þannig sjálfbærni til
framtíðar. Fjárfesta í greininni af
fullri alvöru, fjárfesta í þekkingu á
greininni sem og öðrum innviðum.“
Þá hefði verið gott ef hið opinbera
hefði gengið fram með góðu fordæmi
gagnvart launaþróun í landinu í stað
þess að leiða hið svokallaða höfrunga-
hlaup en ferðaþjónustan er vinnuafls-
frek atvinnugrein og því hafa miklar
launahækkanir síðustu misseri tekið
á. Peningastefnan hefði einnig mátt í
ríkari mæli taka mið af gangi ferða-
þjónustunnar að mati Helgu.
„Svo skiptir máli að unnið sé sam-
eiginlega að framgangi greinarinnar í
fullri sátt við almenning í landinu því
það eru þessi félagslegu þolmörk,
þolmörk íbúanna, sem skipta ekki
síður máli en þolmörk náttúrunnar.“
Þá segir hún samstarfsvettvang
um Stjórnstöð ferðamála hafa á sínu
fyrsta starfsári náð góðum árangri að
takast á við brýnustu verkefnin sem
liggja fyrir. „Þetta er ný nálgun og
mér finnst það hafa eflt skilning
manna á mismunandi þáttum, bæði
innan stjórnkerfisins og innan
greinarinnar.“
Vel tekist að mæta mikilli fjölgun
Fjölgun ferðamanna í ár var svipuð heildarfjölda ferðamanna árið 2011 „Getum verið ánægð“
Árstíðasveifla í ferðaþjónustu minnkar enn Stjórnvöld bregðist við með meira afgerandi hætti
Morgunblaðið/RAX
Enn fleiri Brottfarir erlendra ríkisborgara um Flugstöð Leifs Eiríkssonar verða alls um 1.756.440 á árinu 2016 ef
fjölgun brottfara í desember helst í hendur við fjölgun á öðrum mánuðum ársins. Ferðaþjónustan hefur brugðist við.
„Ein af stærstu fréttum ársins í
ferðaþjónustunni er líklega
fréttin sem ekki var sögð, en
gríðarleg fjárfesting í greininni
tryggði þá innviðauppbyggingu
sem nauðsynleg var til að geta
tekist á við fjölgun ferðamanna
á árinu stóráfallalaust,“ segir
Helga Árnadóttir jafnframt.
Spurð um almennar horfur í
ferðaþjónustunni segir hún
farþegaspá Isavia gefa til kynna
að það verði áframhaldandi
aukning fyrst og fremst yfir
vetrarmánuðina en það dragi
enn frekar úr árstíðasveiflunni.
Þá hafa kannanir sýnt að
ferðamaðurinn er ánægður en
það skiptir sköpum upp á fram-
haldið í ferðaþjónustunni en í
ferðamannapúlsi Gallup voru
83,2% ánægð með dvöl sína
heilt á litið.
Ferðamaðurinn
er ánægður
FJÖLGAR ENN Á NÝJU ÁRI
Brottfarir um flugstöð Leifs Eiríkssonar
-eftir mánuðum 2015 og 2016
250.000
200.000
150.000
100.000
50.000
0
Heimild: Ferðamálastofa. Brottfarartalningar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Janúar Desember
2015 2016
*
*Áætlun
—með morgunkaffinu
Vertu upplýstur!
blattafram.is
Á HVERJUM DEGI
STUÐLUM VIÐ MÖRG
AÐ KYNFERÐISOFBELDI
MEÐ ÞVÍ AÐ LÍTA
Í HINA ÁTTINA.
Í HVAÐA ÁTT HORFIRU?
BURTMEÐMÚSARÚLNLIÐ
Eitt algengasta vandamálið meðal tölvunotenda – bæði barna og fullorðinna
Léttir álagi af viðkvæmum
sinaskeiðum úlnliðsins
Minnkar og fyrirbyggir spennu í hendi,
handlegg, öxlumog hálsi
duopad.is
Náttúruleg staða með DuoPadSlæm staða handleggs
Meðmæli sjúkraþjálfara
léttur og þægilegur
ÚLNLIÐSPÚÐI
aðeins 4 gr.
Fæst á www.duopad.is – fjárfesting gegn músararmi
DuoPad fylgir hreyfingum
handleggsins í staðinn fyrir að
allur líkaminn þurfi að aðlagast
stuðningi sem liggur á borðinu.
1
2
3
4
EINKENNI MÚSARÚLNLIÐS
Aukinn stirðleiki í hálsi og axlasvæði,
síðar seiðingur út í handlegg.
Verkur upp handlegg að olnbogameð
vanlíðan og sársauka.
Verkurinn verður ólíðandi og stöðugur
í olnboga, úlnliðumog öxlum. Stífleiki í
hálsi getur verið viðvarandi.
Fólk getur orðið ófært um að nota
tölvumús og jafnvel óvinnufært.
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Útsalan
Hefst á morgun
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER NÆSTA
VERKSTÆÐI?