Morgunblaðið - 02.01.2017, Blaðsíða 30
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Seint í sumar var tilkynnt að Hólm-
fríður Matthíasdóttir myndi setjast
í útgefandastólinn hjá Forlaginu, og
taka við starfinu af Jóhanni Páli
Valdimarssyni. Í janúarbyrjun stíg-
ur Jóhann til hliðar og tekur að sér
ráðgjafarstörf fyrir bókaútgáfuna,
og er forvitnilegt að heyra hvaða
stefnu Hólmfríður hyggst taka.
Fyrst af öllu verður hún þó að taka
stefnuna út á flugvöll og aftur til Ís-
lands, en Hólmfríður hefur verið
búsett í Barselóna síðan snemma á
níunda áratugnum. Þar notar hún
gælunafnið Úa, enda auðveldara
nafn fyrir Spánverjana að bera
fram og skrifa.
Með annan fótinn
á Íslandi frá 2006
„Ég fór til Spánar strax eftir
stúdentspróf. Mig langaði að dvelja
hér einn vetur og nota tímann til að
ákveða hvað ég ætti að læra í há-
skóla. Nokkrir valkostir komu til
greina og ég vildi mennta mig í ein-
hverju sem tengdist tungumálum og
bókmenntum. En síðan leið mér svo
vel í Barselóna að ég varð hér eftir.“
Hólmfríður hefur þó haft annan
fótinn á Íslandi undanfarin ár. Árið
2006 réði hún sig til Eddu og ári
síðar tók hún svo við af Páli Vals-
syni sem útgáfustjóri Máls og
menningar. Forlagið varð síðan til
árið 2008 við samruna Máls og
menningar og JPV, og kom það í
hlut Hólmfríðar að stýra rétt-
indastofu fyrirtækisins og markaðs-
setja íslenska rithöfunda erlendis.
Hefur Hólmfríður sinnt því starfi að
stórum hluta frá Spáni en segir að
nú geti hún ekki lengur komist hjá
því að verja mestum hluta ársins á
Íslandi.
Bókhneigð fjölskylda
„Þó að maðurinn minn styðji mig
í einu og öllu er hann ekki tilbúinn
að vera á Íslandi allra hörðustu
vetrarmánuðina. Við verðum því
með heimili á báðum stöðum og
hugsa ég að um átta mánuði ársins
verði ég á Íslandi en fjóra á Spáni,“
segir Hólmfríður, en eiginmaðurinn
stuðningsríki heitir Jaime Rovira og
kynntust þau árið 1986. Saman eiga
þau fjögur uppkomin börn, þar af
tvo syni sem Jaime átti af fyrra
sambandi. Jaime er blaðamaður að
mennt en fæst í dag við bókaskrif.
Raunar er bókabakterían sterk í
fjölskyldunni og tvö barnanna
starfa í útgáfugeiranum. Lengst af
vann Hólmfríður hjá forlaginu RBA
Libros og hélt þar einkum utan um
útgáfu erlendra skáldsaga sem
þýddar voru á spænsku og katal-
ónsku.
Hólmfríður er alls ekki óhress
með að nýja starfið kalli á að verja
meiri tíma á Íslandi. „Meðan ég
vann hjá spænska forlaginu fékk ég
alla jafna ekki meira en þriggja eða
fjögurra vikna sumarfrí og fannst
það gefa mér allt of stuttan tíma til
að heimsækja Ísland. Á vissum árs-
tímum fékk ég ákafa heimþrá til Ís-
lands og hefur þótt það gott síðustu
10 árin að hafa unnið fyrir íslensk
bókaforlög og getað verið meira á
Íslandi.“
Harðari slagur um titlana
Kannski kemur það lesendum á
óvart að heyra að þótt Spánn sé um
150 sinnum fjölmennara land en Ís-
land er bókamarkaðurinn í lönd-
unum tveimur líkur á margan hátt.
Hólmfríður segir einn helsta mun-
inn að mun meiri samkeppni sé í
spænsku bókaútgáfunni enda fleiri
forlög sem berjist um áhugaverð-
ustu höfundana. „Þetta umhverfi
kallaði á að vera fljótur að taka
ákvarðanir enda oft fleiri en einn og
fleiri en tveir sem vildu gefa út
sömu bókina. Ég man t.d. eftir því
að skömmu áður en ég fór að vinna
hjá Eddu árið 2006 eygði ég mögu-
leika á að tryggja RBA Libros rétt-
inn á að gefa út verk Halldórs Lax-
ness á spænsku. Við vorum nokkur
forlögin sem kepptum um Sjálfstætt
fólk og var það mjög mikil spæling
að við urðum ekki hlutskörpust.“
Að sögn Hólmfríðar er rithöf-
unda- og útgefendasamfélagið á
Spáni ekki svo mikið stærra en það
íslenska. „Og bækur flestra höfunda
eru ekki prentaðar í mikið stærra
Bókaormurinn
frá Barselóna
Hreinskilni Hólmfríður er svo sannarlega á réttri hillu í lífinu og þykir yndislegt að lesa bækur allan daginn.
Útgefandastarfið er þó ekki eintóm sæla. „Eins og þetta starf getur verið gefandi og skemmtilegt er hræðilega
leiðinlegt að þurfa að afþakka handrit sem höfundur hefur lagt sig allan fram við að skrifa.“
» Það er í íslensk-unni og í íslensku
bókmenntunum sem
við geymum okkar
sérkenni og menn-
ingu. Ef við töpum
þessu þá verðum við
einkennalaus þjóð Hólmfríður Matthíasdóttir festi rætur
á Spáni en er núna flutt (að mestu) til
Íslands til að stýra Forlaginu Reynist
margt svipað við íslenska og spænska
bókamarkaðinn og eru íslensku
höfundarnir á heimsmælikvarða
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2017
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN
Enn snjallara heyrnartæki
Beltone Legend
Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch.
Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.
Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi.
Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
™
Ókeypis
heyrnarmælingsíðan 2004
» Nýju ári var fagnaðá hefðbundinn hátt
víða um heim. Fólk
þyrptist út á götur og
torg og taldi niður síð-
ustu sekúndur líðandi
árs, gjarnan við undir-
spil flugelda. Aðrir
fengu sér sundsprett en
hvort sem fólk var inni
eða úti í kulda eða hita
átti það gleðina um
ánægjulegt nýtt ár
sameiginlega.
Nýju ári fagnað á hefðbundinn hátt
Slóvenía Glæsileg flugeldasýning
var í Ljúbljana.
Brasilía Fáklæddir nutu tímamótanna í Rio de Janeiro.