Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.12. 2016 Ármúla 24 - s. 585 2800 - www.rafkaup.is Opið virka daga 9-18, laugardaga 11-16 TÍMALAUS HÖNNUN FRÁ BELID Ljós á mynd: Belid Primus II VETTVANGUR Það segir sig sjálft að þaðgetur verið erfitt að verastjórnmálamaður þegar illa árar. Kröfur um aðgerðir dynja á stjórnmálamönnum þegar hægist á hjólum efnahagslífsins. Um leið er engum kennt um nema stjórn- málamönnunum. Fyrirtæki í einkaeigu fara jafnvel ekki á haus- inn í niðursveiflu án þess að stjórnmálamenn séu dregnir til ábyrgðar. Þið þekkið dæmin. En hvað með þegar vel gengur? Jákvæð teikn í efnahagslífi virð- ast vera sjálfstætt vandamál í um- ræðunni. Velgengninni er ekki hallmælt með beinum hætti en þeim mun meira er fjallað um þensluna. Orðið sjálft ber feigðina í sér. Vei þeim sem gleðst yfir góðu gengi. Þenslan ógnar stöð- ugleika, er sagt. Það getur verið erfitt fyrir stjórnmálamenn að átta sig á hvort æskilegt er að standa eða sitja undir þessum skila- boðum. Þess utan þá reynist stjórnmálamönnum oft erfitt að fóta sig í hagsældinni og þeir missa sjónar á þeim takmörkunum sem stjórnmál- unum eru settar. Fimm flokkar hafa reynt í dá- góðan tíma að komast að sam- komulagi um ríkisfjármálin. Það hefur ekki bara mistekist í tvígang heldur virðist þeim ómögulegt að ná sam- komulagi um hvað það er sem þeir eru ósammála um. Allir þó sam- mála um að eyða meira af pen- ingum landsmanna. Nú liggur fyrir að skatttekjur ríkisins á þessu ári verða um 30 milljörðum króna meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir, þrátt fyrir skatta- lækkanir. Aðrar tekjur ríkisins verða líka meiri en gert var ráð fyrir. Það á ekki að vera sérstakt markmið í sjálfu sér að auka skatttekjur ríkisins. Skatttekjum er ætlað að standa undir verk- efnum sem við erum sammála um að hið opinbera sinni og eiga ekki að vera meiri en svo. En nú ber svo við að sumir leggjast gegn því að lækka skatta í því góða árferði sem ríkir. Fyrir alþingi liggur jafnvel tillaga um að hækka skatta á áfengi og eldsneyti til þess að „slá á þensluna“. Er það nú ekki harla ólíklegt að áfengi og elds- neyti orsaki þenslu hér á landi? Nær væri að hafa áhyggjur af hækkun á vísitölu neysluverðs sem þessari hagstjórnarskattahækkun fylgir. Skattalækkun eykur á þenslu er sagt. En þá líta menn hjá því að þensla í efnahags- lífinu hefur þá hliðarverkun að ríkið fær meiri tekjur að öðru óbreyttu eins og dæmin sýna ein- mitt nú um stundir. Þessu ættu unnendur ríkistekna reyndar að fagna. Ef hins vegar opinberir embættismenn og skjólstæðingar þeirra, stjórnmálamennirnir, hræðast þenslu og tilheyrandi verðbólgu þá er ríkinu í lófa lagið að halda meira eftir af þeim tekjum sem það fær af aukinni þenslu og stemma þannig stigu við eigin þenslu. Ríkisfjármálin eru í höndum stjórnmálamanna. Ábyrgðinni verður ekki varpað yf- ir á neytendur, áfengis eða annars. Að fóta sig í hagsæld ’ Fimm flokkumhefur ekki tekist aðsammælast um neittnema meiri skatta. Úr ólíkum áttum Sigríður Andersen sigga@sigridur.is Morgunblaðið/Kristinn Verðlag á Íslandi hefur talsvert ver- ið í umræðunni. Jón Gnarr, fyrr- verandi borgarstjóri og grínisti með meiru, skrifar á Facebook: „Eftir fréttir af óeðlilega miklum verðmun á vörum hér á Íslandi og í útlöndum þá hef ég verið að gera örlitla óformlega verðkönnun. Ég komst til dæmis að því að borvélin sem ég keypti mér í fyrra í ónafn- greindri bygginga- vöruverslun er meira en helmingi ódýrari í Englandi. Í Lyfju kostar túba af A+D áburði 1.939 kr. Í Ameríku kostar sambærileg túba 5.78 doll- ara. Það munu vera um 650 kr. Þús- undkall væri nokkuð rífleg álagning hvað þá nær tvöþúsund. Og ég fæ ekki betur heyrt en þetta sé svona víðar. Það sem kostar 65.000 í út- löndum er þá gjarnan selt hér á 193.000 o.s.frv. Ég ætla að skoða þetta betur og hvet aðra til að gera hið sama.“ Jólasveinarnir eru komnir til byggða og einar heitustu umræður samfélagsmiðlanna snúast um þá félaga. Þorsteinn Guðmundsson grínisti tísti um það sem var að ger- ast á því sviði á hans heimili: „Get- urðu skilað til jóla- sveinsins hvort hann geti einu sinni sett hollt í skóinn?“ spurði 10 ára sonur minn. Já, ok. I can take a hint.“ Þórhildur Ólafsdóttir, dag- skrárgerðarkona á Rás 1, hafði þetta um jólasveinamálin að segja á Twitter: „Sigga litla finnst agaleg til- hugsun að ókunnugur jólakarl komi í herbergið hans á nóttunni og vill frekar að pabbi sinn gefi í skóinn.“ Elísabet Kristín Jökulsdóttir rithöfundur skrifaði á Facebook: „Ég fór til læknis í morgun af því ég þóttist viss um að ég væri komin með sjúkdóm sem heitir Sjögren, læknirinn var hugsi dálitla stund og svo leit hann á mig og sagðist örugglega geta fundið einhvern þægilegri sjúkdóm fyrir mig.“ Skáldkonan bætti svo við að hún hefði komið læknuð út frá honum og læknirinn hefði líka sagt henni að hækka verðið á nýju bókinni sinni, Næturvörðurinn. „Svo hann er a.m.k. búinn að lækna bókina,“ skrifaði hún. Og séra Hildur Eir Bolladótt- ir er með ábendingu á Facebook: „Ég er með smá ábendingu til fólks sem sendir skammarpóst vegna þess að maður leyfir sér að andmæla þjóð- kjörnum fulltrúa alþingis: Ekki hefja skammirnar á því að segja að þú hafir alltaf verið hrifinn af mér en nú getir þú ekki orða bundist, segðu bara það sem þér finnst en ekki reyna að láta mig fá eitthvert samviskubit yfir því að hafa valdið þér vonbrigðum, ég ber ekki ábyrgð á þeim tilfinningum sem þú berð til mín og þar sem við erum fullorðið fólk þá bara mætumst við sem jafningjar í umræðunni og þá varðar mig ekkert um vonbrigði þín yfir persónu minni heldur varð- ar mig um málefnið sem við erum að ræða. Þetta er sem sagt út- dráttur úr samskiptum 102. Ann- ars bara þrælgóð.“ AF NETINU jakkafatajoga.is ÁNÆGJA EFLING AFKÖST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.