Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Qupperneq 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.12. 2016 F yrir réttri viku, laugardagskvöldið 10. desember, varð slys á Vesturlandsveginum, til móts við Móa á Kjal- arnesi, þegar nokkur hross hlupu skyndilega upp á veginn í svarta myrkri og í veg fyrir bíl með þeim af- leiðingum að eitt þeirra lá eftir, illa sært og þurfti að aflífa það. Ekki varð slys á fólki en tveir bílar skemmdust þá er hrossið hljóp í veg fyrir þá; sá er ók á hrossið og næsti bíll sem ók aftan á þann fyrri. Á eftir þessum tveimur bílum kom Aurora Friðriksdóttir, íbúi í Grundahverfi á Kjalarnesi, akandi og brá illa enda lenti hún, ásamt eiginmanni sínum, Bjarna Sighvatssyni, í sambærilegu slysi á nánast sama stað í ársbyrjun 2014. Hestar birtust skyndi- lega í myrkrinu og hlupu í veg fyrir bílinn. Aurora og Bjarni sluppu ómeidd en bíllinn eyðilagðist. „Í bæði þessi skipti komu hestarnir eins og þruma úr heið- skíru lofti; það var ekki möguleiki að sjá þá,“ segir Aurora sem var ein í bílnum á laugardagskvöldið. Hún hringdi strax á neyð- arlínuna og óskaði eftir aðstoð lögreglu og dýralæknis og rauk síðan út til að huga að fólkinu og hrossinu sem lá eftir. Í miklu uppnámi „Það voru þrír ungir menn í fremri bílnum en einn í þeim aftari og þeir voru eðlilega í miklu uppnámi og sjokki en sem betur fer ómeiddir. Töluvert tjón varð hins vegar á bílunum. Hrossin hlupu fram og til baka og telja má mildi að fleiri bílar hafi ekki lent í þessu,“ segir Aurora. Hún gerir sér ekki grein fyrir fjölda hrossanna en telur að þau hafi verið á bilinu tíu til fimmtán. Veður var með besta móti og margir bílar námu staðar. Aur- oru til mikillar undrunar rifu hins vegar flestir upp síma og byrj- uðu að mynda. „Það þótti mér undarleg viðbrögð, þar sem hrossið lá slasað á miðjum veginum,“ segir hún. Björgunarsveitin Kjölur kom fljótlega á vettvang og þá dró Aurora sig í hlé. Vissi að menn og málleysingjar væru í góðum höndum. „Ég vona að vel hafi verið hlúð að aumingja drengj- unum. Mín skilaboð til þeirra eru skýr: Þetta er ekki ykkur að kenna og ekki hestunum, heldur eigendum hestanna!“ Lögreglumenn og starfsmenn borgarinnar leituðu að hross- unum um nóttina. Fyrir utan tíma og krafta segir Aurora að velta megi fyrir sér kostnaði í því sambandi. „Væru hlið og girðingar öruggar kæmu mál af þessu tagi ekki upp.“ Fyrr í haust varð annað slys, þar sem hross hljóp í veg fyrir bíl á Kjalarnesi, í grennd við Hvalfjarðargöngin. Það var um miðja nótt, samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitinni Kili. Sá bíll skemmdist töluvert og ökumaðurinn hlaut minniháttar meiðsli. Hrossið drapst. Björgunarsveitin var ræst út til að huga að stóð- inu, um tuttugu hestum, sem enduðu niðri í Grundahverfi. Útköll vegna lausagöngu hrossa eru býsna algeng, að sögn björg- unarsveitarmanns, en samt er ekki leitað til sveitarinnar nema í brýnustu neyð. Sérstakt viðbragðsteymi á vegum borgarinnar er fyrst kallað út, að degi sem nóttu. Væri varla hér! Að sögn Auroru voru aðstæður á slysstað mun verri í byrjun árs 2014 en á laugardaginn var; snjókoma, rok, skafrenningur og hálka. Þá hlupu fjögur hross skyndilega þvert yfir veginn og Aur- ora, sem var undir stýri, gat ekkert að gert. „Samt ók ég hægt, var í mesta lagi á sjötíu kílómetra hraða á klukkustund; hefði ég verið á níutíu, eins og leyfilegt er, væri ég varla hér. Ég var stál- heppin að halda bílnum á veginum,“ segir Aurora. Bíllinn fór mjög illa, sérstaklega vélarhlíf og framrúða. Þá komst Aurora ekki út bílstjóramegin, þar sem hurðin sat föst. Í það skiptið stoppaði ekki einn einasti bíll sem átti leið hjá en Bjarni og Aurora biðu í hálfa klukkustund eftir lögreglunni. „Viðbrögðin voru reyndar skrýtin á alla lund og ekki mikill skilningur á aðstæðum. Þegar við hringdum í 112 var ekki einu sinni spurt hvort við værum ómeidd og lögreglan virtist ekki hafa mikinn áhuga á því heldur. Að lokinni skýrslutöku gat ég, gömul björgunarsveitarkona, ekki á mér setið og spurði lögreglumennina hverju þetta sætti. Þeir svöruðu því til að við ættum rétt á áfallahjálp ef við vild- um.“ Leita þurfti að hrossunum um nóttina. Þau fundust og þurfti að aflífa það sem varð fyrir bílnum. Er verið að bíða eftir dauðaslysi? spyr Aurora Friðriksdóttir, íbúi á Kjalarnesi, sem kom að slysi um liðna helgi, þar sem hross hafði hlaupið í veg fyrir bíl á þjóðveginum í svarta myrkri. Árið 2014 lenti Aurora sjálf í sambærilegu atviki og dróst tryggingamálið á langinn, þar sem eigandi hestsins gekkst ekki við ábyrgð. Aurora er ekki í vafa um ábyrgð eigenda hestanna enda sé lausaganga hrossa bönnuð í Reykjavík. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Er verið að bíða eftir dauðaslysi? Mikil hætta getur hlotist af lausagöngu hrossa. Þessir hestar tengjast ekki málinu sem hér er til umfjöllunar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.