Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Qupperneq 14
Menntamál eru mikilvæg hverju ríki ogfáir hafa líklega unnið við ráðgjöf víð-ar um heim en dr. Andy Hargreaves. Hann er prófessor í kennslufræðum við Boston College í Bandaríkjunum og var staddur hér á landi á dögunum. Hann hefur áður komið til Ís- lands og stendur nú ásamt fleirum að Atlantic Rim Collaboratory sem er samstarfsverkefni með þátttöku Íslands um framtíð menntamála þar sem ríki deila reynslu sinni og læra hvert af öðru. En hvernig ætli svona samstarfsverkefni, með þátttöku ríkja úr fleiri en einni heimsálfu, hafi komið til? „Fyrir tveimur til þremur árum, þegar ég vann við ráðgjöf fyrir ólík menntakerfi, ríkis- stjórnir, kennarasamtök og önnur fagfélög, tók ég eftir að fólk var sífellt að segja það sama. Það voru allir að segja við mig: „Okkur finnst mikil- vægt að starfa með öðrum kerfum en það vant- ar vettvang til þess.“ Svo virtist sem eitthvað í hinu alþjóðlega neti sem þegar er fyrir hendi svaraði ekki þörfinni fyrir náið samstarf. Einver varð að gera eitt- hvað í þessu og búa til nýjan vettvang og efna til samtals milli þjóða. Fyrst enginn annar tók af skarið ákvað ég að reyna að standa að því að skapa slíkan vettvang.“ Byrjuðu á að skilgreina gildi Úr varð að Hargreaves setti sig í samband við yfirvöld menntamála og ýmissa stofnana sem hafa með menntun og kennslu að gera í nokkr- um ríkjum, sem varð að Atlantic Rim Collabora- tory sem nú er að stíga sín fyrstu skref, meðal annars með sérstökum stofnfundi í Reykjavík, sem haldinn var í haust. „Hugmyndin um samstarfið byrjaði með því að við skilgreindum gildi sem fram til þessa hafa ekki fengið nægilega athygli í skólastarfi. Við viljum skoða gildi eins og það að vera fram- úrskarandi (e. excellence) víðar en út frá því sem prófað er í. Við vildum líka skoða gildi eins og jafnræði meðal ólíkra hópa, lýðræði, mann- réttindi og aðlögun nemenda með ólíkar þarfir.“ Hargreaves telur mikilvægt að samstarfið sé á grunni tiltekinna gilda sem þátttökuþjóðir séu sammála um að vinna að. Þá hafi hann tekið til við að ræða óformlega við leiðtoga menntamála í ríkjunum sem taka þátt og kanna hug þeirra til að vinna saman að því að móta stefnu í mennta- málum til framtíðar á grunni þessara gilda. „Þetta var mikil áskorun. Ég var með hug- mynd en enga stóra alþjóðlega stofnun eða bak- hjarl á bak við mig. En þegar ég fór að finna áhugann hjá þeim ráðherrum og öðrum leiðtog- um menntamála sem ég ræddi við fann ég að þetta gæti raunverulega orðið að einhverju. Að við gætum farið úr engu í eitthvað og byggt samstarfið á gildum sem er mikilvægt að hafa að leiðarljósi við þróun skólastarfs og mennta- mála á næstu árum. Það gaf mér mikið að finna að ég var ekki einn með þessa hugmynd um að vilja byggja samstarf þjóða á gildum heldur fann ég vilja hjá þeim sem ég ræddi við til að gera þessa hugmynd að veruleika. Þetta hélt mér við efnið.“ Í maí 2014 hitti Hargreaves Illuga Gunn- arsson menntamálaráðherra og ræddi hug- mynd sína að fjölþjóðlegum samstarfsvettvangi. Þá hafi sú hugmynd komið upp að halda fund þeirra ríkja sem lýst höfðu áhuga á samstarfinu á Íslandi. „Þegar við loks hittumst í Reykjavík fundum við að eitthvað var að verða til. Þetta sem var ekkert var orðið að einhverju mikilvægu. Það sem sameinar okkur eru gildin sem við lögðum upp með og forvitnin um það hvernig við getum lært af öðrum og náð enn betri árangri í að vinna að þessum gildum. Allir á fundinum öxluðu sameiginlega ábyrgð á þessum 50 milljónum barna sem leiðtogar ríkjanna í samstarfinu eru að tala fyrir. Á öllum mínum ferli hef ég aldrei upplifað annan eins drifkraft og á þessum fundi,“ segir Hargreaves. Öll kerfi geta lært hvert af öðru En hvað er það sem Ísland getur lært af hinum þjóðunum í samstarfinu? „Öll kerfi geta lært hvert af öðru. Það er ástæðan fyrir því að þau eru með. Með því að hjálpa öðrum hjálpum við sjálfum okkur líka. Hvert menntakerfi sem tekur þátt hefur upp- lifað áskoranir tengdar árangri í stærðfræði svo dæmi sé tekið en þau nota ólíkar aðferðir til að takast á við þær. Á því sviði getur Ísland til dæmis lært mikið af Kanada sem hefur gengið betur með þetta viðfangsefni. Nú þegar mikill flóttamannastraumur er til Evrópu er nauðsynlegt að brugðist sé við innan skólanna. Kalifornía og Ontario hafa til dæmis mun meiri reynslu af því að bjóða innflytjendur velkomna í skólakerfið en Ísland og af því má læra. Aukið hlutfall innflytjenda er ekki vanda- mál sem þarf að leysa heldur tækifæri sem ber að fagna.“ Mikið hefur verið rætt hér og víðar um niður- stöður PISA-könnunarinnar og hvernig túlka beri þær. En eru þær niðurstöður góður mæli- kvarði á árangur menntakerfa? „Um þetta eru skiptar skoðanir. PISA og önnur hefðbundin próf hafa vissulega ákveðið gildi, en ef við horfum bara á þau og ekkert ann- að, ef við gefum þeim mælikvarða mest vægi af öllum, þá getur það dregið úr áherslu skóla á hluti eins og listkennslu og það að læra af nátt- úrunni. Við verðum að mæla hluti sem við met- um sem mikilvæga en ekki aðeins það sem er auðvelt að mæla. Við þurfum að þróa fleiri mælikvarða, til dæmis hvernig á að meta tilfinningalega vellíð- an eða árangur í listum,“ segir Hargreaves og bætir við: „Hvar sem því verður viðkomið ætt- um við að forðast að meta alla nemendur í þeim tilgangi einum að vita hvernig menntakerfinu reiðir af. Það þarf ekki að taka allt blóðið úr lík- amanum til að kanna heilbrigði líkamans. Það þarf bara sýni. Sama ætti að gilda þegar við vilj- um meta heilbrigði menntakerfisins.“ Hargreaves segir margt vel gert í mennta- málum hér á landi og það hafi verið ánægjulegt að fá að heimsækja íslenska skóla. „Ísland veitti okkur öllum innblástur. Íslend- ingar eru þjóð sem hefur þurft að læra að lifa með náttúrunni og læra af henni í stað þess að berjast við hana. Við munum hittast aftur að ári og munum í millitíðinni starfa saman í smærri hópum fyrir þessi 50 milljón börn sem ganga í skóla í samstarfsríkjunum. Ég kann að hafa hjálpað til við að koma samstarfinu á laggirnar en nú tilheyrir það ríkjunum sjálfum og skóla- börnunum.“ PISA ekki eini mælikvarðinn Sjö ríki auk Íslands standa að samstarfsverkefni á sviði stefnu- mótunar í menntamálum. Hvatamaður að samstarfinu er dr. Andy Hargreaves en hann telur mikilvægt að leggja mat á fleiri þætti skólastarfs en bara þá sem auðvelt er að mæla Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Ýmsa mælikvarða má nota til að meta gæði skólastarfs og telur Hargreaves mikilvægt að ekki sé einblínt um of á aðeins einn mælikvarða. Morgunblaðið/Styrmir Kári Morgunblaðið/Árni Sæberg Það þarf ekki að taka allt blóðið úr líkamanum til að kanna heilbrigði líkamans. Það þarf bara sýni. Sama ætti að gilda þegar við viljum meta heilbrigði menntakerfisins. Fyrr í haust fór fram hér á landi tveggja daga stofnfundur Atlantic Rim Colla- boratory. Ráðherrar menntamála, fulltrúar kennarasamtaka, mennta- málastofnana, sveitarfélaga, embætt- ismenn og sérfræðingar frá Finnlandi, Skotlandi, Írlandi, Ontario í Kanada, Kali- forníu og Vermont í Bandaríkjunum, Aruba og Íslandi tóku þátt. Illugi Gunn- arsson, mennta- og menningarmálaráð- herra, var gestgjafi stofnfundarins en á honum kom fram eindreginn vilji allra þátttökuþjóða til þess að halda áfram samstarfi á sviði menntamála og vinna saman að afmörkuðum verkefnum. Markmið fundarins var að bera saman þróun menntamála landanna, skilgreina sameiginleg gildi í menntun, miðla reynslu, stuðla að fagmennsku í skóla- starfi og mynda samtarfsvettvang land- anna, að því er kemur fram á vef mennta- málaráðuneytisins. Samstarfið snýr m.a. að því að þróa raunhæfar aðferðir til að koma á kerfis- breytingum í menntamálum, einkum til að efla velferð og andlegt heilbrigði, auka jafnrétti í menntun og styrkja skóla margbreytileikans. Á vefslóðinni www.atlanticrimcollabora- tory.org má finna upplýsingar um sam- starf ríkjanna og framtíðaráform. Morgunblaðið/Eggert ATLANTIC RIM COLLABORATORY Skilgreina sameiginleg gildi í menntun og miðla reynslu SKÓLAMÁL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.12. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.