Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Blaðsíða 21
18.12. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
Jólamarkaðirnir í Vín eru um 50 talsins, þeir stærstu viðSchönbrunn-höllina, Maria-Theresien platz, Karlsplatz
og Rathausplatz eða ráðhústorgið sem er þeirra stærst-
ur með yfir 150 sölutjöld, þar af 19 sem selja eitthvað mat-
arkyns og Glühwein að sjálfsögðu, sem er hinn hefðbundni
drykkur á þessum slóðum í aðdraganda jólanna. Uppi-
staðan í Glühwein er rauðvín, sítrónusafi, niðursneiddar appelsínur, negull og kanill.
Ilmurinn er alltumlykjandi og hluti af stemmningunni. Óáfengt barnajólaglögg er
einnig í boði ásamt ýmsum öðrum heitum drykkjum.
Mikil mannþröng er á stærstu mörkuðum eftir að skyggja tekur, einkum ráðhús-
torginu. Greinilegt er á öllum þeim fjölda tungumála sem þar heyrast að fjöldi manns
frá nálægum löndum leggur leið sína til Vínar að njóta dýrðarinnar og gera góð kaup.
Mikið úrval er af gjafavörum, jólaskrauti, handverksmunum, matvörum af ýmsu tagi
og kryddi svo fátt eitt sé nefnt.
Undirritaður sveimaði á dögunum með myndavél um helstu markaðina til að fanga
jólastemmningu Vínarborgar.
Maður nartar í Brezel allt árið um kring. Candy-flossið virtist bragðast vel.
Frá miðjum nóvember fram að jólum
eru öll helstu torg Vínarborgar
undirlögð töfraheimi jólamarkaðanna.
Ljósmyndir
ÓMAR ÓSKARSSON
omar@mbl.is
Þessi náungi var með ýmsar flautur sem líkja eftir hljóðum fuglanna.
Á Karlsplatz var ýmislegt til skemmtunar fyrir börnin. Blöðrur seljast líka fyrir jólin. Víða gefast tilefni til að taka sjálfu.
Jólastemmning
í Vínarborg
Það getur verið erfitt að velja úr svona miklu úrvali af jólakúlum.
Sukurhúðuð jólaepli virtust nokkuð vinsæl. Uppgripatími hjá pylsusölum.