Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Qupperneq 25
18.12. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
skipi á leið frá Bretlandi til Trínidad og hvíla bein hans í
kirkjugarði í höfuðborginni, Port of Spain. Gerður segir það
skemmtilega tengingu að þar hvíli einnig Íslendingurinn Ása
Guðmundsdóttir Wright og faðir hennar.
Áhugi á fjarlægum slóðum
Ekki liggur fyrir hvers vegna Watts kom upphaflega til Ís-
lands en vitað er að hann hafði mikinn áhuga á fjarlægum
slóðum. Í fyrstu ferðinni var með honum vinur hans, John
Milne, jarðfræðingur sem síðar varð frægur jarðskjálftafræð-
ingur, í reynd faðir þeirrar fræða. „Það er merkilegt að þess-
ir piltar skyldu koma hingað í svona metnaðarfullum tilgangi
rétt tvítugir að aldri,“ segir Gerður. „Watts var bæði skipu-
lagður og klár og skrifaði líka og gaf út bók eftir aðra ferðina
hingað. Þá komst hann upp á jökulinn en varð frá að hverfa.
Í þeirri ferð kynntist hann Páli Pálssyni, sem hlaut við-
urnefnið „jökull“ og nefndi líparítfjall sem kemur upp úr jökl-
inum Pálsfjall.“
Gerður hefur lengi haft áhuga á ferðabókum um Ísland;
sér í lagi bókum skrifuðum af útlendingum. Segir þá horfa
öðrum augum á landið en við sem hér búum. Árið 2008 heim-
sótti hún Jöklasafnið á Höfn og komst þar á snoðir um Watts
og bókina hans og las hana í framhaldinu.
„Ég varð strax mjög spennt fyrir þessari bók enda hef ég
sjálf farið á Vatnajökul og þekki þessar slóðir sem hann
skrifar um mjög vel,“ segir hún.
Allt fallegt við þessa bók
Til að gera langa sögu stutta féll Gerður í stafi við lestur
bókarinnar. „Það er eiginlega allt fallegt við þessa bók; ekki
síst hvernig hann lýsir ferðinni og veðurfarinu sem var leið-
angursmönnum hreint ekki hagstætt. Þá er viðhorf hans til
lands og þjóðar mjög áhugavert. Hann ber fólkinu vel söguna
og lýsingarnar eru svo nákvæmar og góðar að manni finnst
maður eiginlega vera að ferðast með honum. Það er til dæmis
gaman hvernig hann lýsir því þegar þeir tjalda á jöklinum og
sofa allir sex saman í svefnpoka. Watts hefur skemmtilegan
húmor. Hann heldur vel utan um allt, hugsar eins og vís-
indamaður og skrifar dagbók að kveldi hvers dags.“
Gerður segir þetta hafa verið mikla svaðilför og hópurinn
hefði hæglega getað orðið úti á jöklinum. Allt gekk þó að ósk-
um og Watts og félagar komust að lokum til byggða eftir tólf
daga göngu; matarlitlir og slæptir. Sjálfur var Watts sárkval-
inn vegna kalsárs á stóru tá.
Náði tveimur eldgosum
Ekki var ævintýrið þó úti því þegar þeir komu niður af jökl-
inum var byrjað að gjósa í Dyngjufjöllum og varð Watts sjón-
arvottur að Öskjugosinu 1875; rauk af stað aftur eftir þriggja
daga hvíld. Náttúruöflin voru raunar í banastuði um þessar
mundir og því næst fór að gjósa á Mývatnsöræfum. Watts
brunaði að sjálfsögðu þangað líka. Þótti
honum mikið til eldgosanna koma. „Þvílíkur
dugnaður og áhugi hjá þessum unga manni.
Þess utan reyndist hann bændum mjög
hjálplegur og hefði eflaust orðið góður ráð-
herra hér á landi,“ segir Gerður.
Watts sýndi framförum landsins mikinn
áhuga og um náttúru Íslands segir hann á
einum stað í bókinni: „Hið undarlega sam-
bland af frosti og funa á Íslandi gerir
landslagið hrikalega fagurt, svo að ég efast
um, að það eigi sér nokkurs staðar sinn líka
í víðri veröld.“
Watts fékk ferðasögu sína birta hjá séra
Matthíasi Jochumssyni í Þjóðólfi og flutti
síðar erindi um leiðangurinn í Hinu kon-
unglega breska landfræðifélagi sem var af-
ar virðulegur félagsskapur. Gerði þykir úti-
lokað að hverjum sem er hefði verið hleypt
þar inn 26 ára gömlum.
Alin upp við útivist
Sjálf er Gerður mikill náttúruunandi og af
miklu útivistarfólki komin. Snemma beygð-
ist krókurinn.
„Gerður Steinþórsdóttir. Manstu eftir
fjallaferð um Snæfellsnes með okkur
ömmu? Þú varst ung og fjörug og leitaðir hvarvetna eftir feg-
urð í náttúrunni. Ég man eftir dýrlegum gripum sem þú
færðir okkur inn í bílinn. Þökk fyrir allt. Afi.“
Þessi áritun eftir afa Gerðar, Jónas Jónsson frá Hriflu, er
að finna í bók sem hún á og gefin var út á áttræðisafmæli
Jónasar árið 1965.
Faðir hennar, Steinþór Sigurðsson, sem lést í Heklugosinu
1947 þegar hún var þriggja ára, nam stjörnufræði í Dan-
mörku en starfaði við landmælingar hér heima á sumrin,
meðal annars á svæðinu fyrir norðan Vatnajökul og fór vís-
indaleiðangra á jökulinn. Í bernsku ferðaðist hún um þessar
slóðir með móður sinni, Auði Jónasdóttur, og hefur alla tíð
verið heilluð af óbyggðunum; auðninni, víðáttunni og hinu
villta. Ellefu ára hafði Gerður farið um allt miðhálendið utan
jökla og vandist ung skíðaferðum. „Allar þessar ferðir mót-
uðu mig fyrir lífstíð,“ segir hún.
Gerður bjó lengi í Svíþjóð en eftir að hún sneri aftur heim,
árið 1992, hefur hún ferðast mikið um landið; sat meðal ann-
ars í áratug í stjórn Ferðafélags Íslands og skrifaði greinar
sem birtust í Morgunblaðinu undir heitinu Á slóðum F.Í.
Árið 2004 kom út bókin Íslensk fjöll og
Gerður „lenti“, eins og hún orðar það, í
hópi sem setti sér það markmið að ganga á
alla tinda í bókinni, 151 að tölu. Þegar hóp-
urinn leystist upp átti Gerður 26 tinda eft-
ir. „Það var annaðhvort að hætta eða klára
og ég ákvað að klára. Þetta var heilmikið
mál en varð til þess að ég ferðaðist um allt
landið, ekki bara sömu svæðin eins og ég
hafði mikið gert áður. Það eru fjögur ár
síðan ég lauk þessu verkefni og þá mynd-
aðist satt best að segja svolítið tómarúm.“
Ein í heimsreisu
– Og þá fórstu ein í heimsreisu?
„Já, ég gerði það,“ svarar Gerður hlæj-
andi.
Tilefnið var sjötugsafmæli hennar fyrir
tveimur árum og lagði Gerður upp með
staði sem hún hafði ekki komið á áður;
Ástralíu, Nepal og Nýja-Sjáland. „Fyrst ég
þurfti að fara yfir hálfan hnöttinn til að
komast á þessa staði hugsaði ég með mér
að ég gæti svo sem alveg komið við á fleiri
stöðum á leiðinni og þáði góð ráð frá Ingj-
aldi heitnum Hannibalssyni prófessor, sem
ferðaðist mjög víða. Ég keypti miða um-
hverfis jörðina, slíkir miðar eru til, en fór tvisvar út fyrir
þann hring; til Trínidad og Nepal. Það atvikaðist svo að ég
var mikið í Breska heimsveldinu og sá ófáar höggmyndirnar
af Viktoríu drottningu. Ég uppgötvaði líka Cook landkönnuð
og menn sem höfðu farið á suðurpólinn. Ég hef alltaf haft
brennandi áhuga á landkönnuðum.“
Gerður var tvær til fjórar vikur í hverju landi en alls tók
ferðalagið fjóra mánuði. „Þetta var í einu orði sagt ynd-
islegt,“ segir hún. „Ég fékk heilmikið út úr þessu ferðalagi og
það opnaði margt fyrir mér. Það jafnast ekkert á við að
ferðast.“
Morgunblaðið/Eggert
’Það er eiginlega alltfallegt við þessa bók;ekki síst hvernig hannlýsir ferðinni og veð-
urfarinu sem var leið-
angursmönnum hreint
ekki hagstætt.
Jónas Jónsson frá Hriflu. Afi Gerðar.
N
ýbýlavegur8.-200
Kópavogur-S:527
1717
-
dom
usnova@
dom
usnova.is
-w
w
w
.dom
usnova.is
Frítt verðmat
Viltu vita hvað þú færð fyrir
fasteignina þína ?
Fasteignasala venjulega fólksins...
Ábyrgðarmaður Domusnova: Haukur Halldórsson, hdl., lgf.