Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Síða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Síða 26
HÖNNUN Ýmsar sölusíður er að finna á Facebook þar sem notaðar hönn-unarvörur ganga kaupum og sölum. Klassísk hönnun stendur alltaf fyrir sínu og heldur oft verðgildi eða jafnvel hækkar í verði. Hönnun í endurnýjun lífdaga 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.12. 2016 Hulda B. Ágústsdóttir, myndlistarkonaog hönnuður, er konan á bak viðHappy Talk-kertastjakana sem fást í Kirsuberjatrénu í öllum litum og stærðum. Hún segir hugmyndina að stjökunum hafa komið til þegar hún ákvað að búa til hálsfesti fyrir frænku sína. „Það er svolítið fyndið hvernig ein hugmynd leiðir mann inn í þá næstu. Kertastjakarnir byrjuðu nefnilega sem hálsfesti,“ segir Hulda. „Mig langaði að gera nýja hálsfesti fyrir frænku mína sem var að út- skrifast úr hönnunardeild Listaháskóla Ís- lands og þá gerði ég festi sem er upphafið að kertastjökunum. Síðan þróaðist þetta út í arm- band, þaðan í kertastjaka og endaði eiginlega í orkuboltanum, sem er ein kúla á festi.“ Hulda segir að hugmyndirnar séu allt í kring og stundum taki það langan tíma að fatta það að grípa þær á lofti. „Hugmyndirnar eru stundum alveg borðleggjandi fyrir framan mann, líkt og þær séu frosnar í tíma, en svo áttar maður sig ekki á þeim fyrr en allt í einu.“ Hulda hannar einnig fallega skartgripi sem vakið hafa lukku. Byrjaði út frá fikti og leik Hulda lærði myndlist í Beaux-Arts listaskól- anum í Suður-Frakklandi. Hönnunin á skart- gripum og öðrum munum byrjaði hins vegar aðeins út frá fikti og leik. „Síðan þróaðist það áfram og hefur verið mjög skemmtilegt. Hulda notar liti mikið í hönnun sinni og seg- ir þá mikilvæga gleðigjafa. Skartgripir eiga að sjást „Litir hafa alltaf höfðað mikið til mín. Mér finnst mjög gaman að pæla í því hvernig og hvaða litir passa saman og hvernig þeir breytast eftir því með hvaða lit þeir standa. Litir geta nefnilega verið svo afstæðir, al- gjörlega eftir því hvernig þeir eru paraðir saman. Ég nota einnig ýmiss konar efni, pappamassa, skeljar, plexígler, plastslöngur, kanilstangir, sítrónur og fleira, og mér þykir alltaf jafn gaman að prófa einhver ný efni,“ segir Hulda. „Ekki síst efni sem eru skrítin og venjulega ekki notuð í skartgripi. Í mínum huga eiga skartgripir að sjást og vera eins og kryddið ómissandi, stórir og litskrúðugir, en auðvitað er mismunandi hvað passar hverjum og ein- um. Þessa dagana er ég einmitt að leika mér með nýjar útfærslur að kertastjökunum og svo er ég alltaf að velta mér upp úr nýjum hug- myndum.“ En Hulda segir að ferðinni sé mögulega heitið út fyrir landsteinana. „Já, það gæti verið skemmtiferð á döfinni með góðri vinkonu sem er með mikla ferðabakteríu, jafnvel til Suður- Ameríku. Það er aldrei að vita.“ Hulda segir að skartgripir eigi að vera eins og kryddið ómiss- andi, stórir og litskrúðugir. Morgunblaðið/Eggert Litir mikilvægir gleðigjafar Það er gaman að leika sér með alls konar tegundir af efnum í sköpuninni. Þetta segir Hulda B. Ágústsdóttir listakona. Hún notar liti mikið í sinni sköpun og óhefðbundin efni í skartgripagerð. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Happy Talk kertastjakarnir frá Huldu eru afar fallegir og koma í öllum litum og stærðum. Dagana 12.-24. desember mun skyndiverslun, eða popup-verslun, og sýning- arrými skjóta upp kollinum á Hverfisgötu 71 þar sem nokkrir listamenn taka sig saman. Opið verður milli kl. 12 og 22. Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndari hefur haldið þar til í skemmtilegri viðbyggingu sem hlaut tilnefningu til evr- ópsku byggingalistaverðlaunanna, Mies van der Rohe, á síðasta ári. Bækur Sigurgeirs og Hugleiks Dagssonar verða á góðu verði en einnig föðurland og káputöskur eftir Ágústu Heru Harðardóttur. Alexander Kirchner kynnir sína fyrstu fatalínu og verk eftir Hörpu Einarsdóttur og aðra listamenn prýða veggina. LISTAMENN Í HATT SAMAN Skyndiverslun á Hverfisgötu Föðurland, bolur og brækur, eftir Ágústu Heru.Hverfisgata 71 er einstaklega fallegt rými.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.