Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Side 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Side 36
Gaman að sjá silfrið lifna við Anna María Pitt sýnir skartgripi sína á Íslandi í fyrsta sinn en hún lærði silfursmíði og skartgripahönnun í Englandi. Ingibjörg Rósa ingibjorgrosa@gmail.com hún kaldar tengingar – eða „cold- connections“ – til að skapa þrívíð form. „Ég nota silfurplötur sem ég sker út, forma og set saman þannig að úr verði innri spenna. Það sem er gefandi fyrir mig er að taka flata málmplötu, umbreyta henni í geó- metrískan skartgrip og sjá silfrið lifna við.“ Sýnir á tískuviku í Mílanó Á síðasta ári tók Anna María þátt í hinni virtu listaskartgripasýningu Sieraad Jewellery Art Fair í Hol- landi og nú eftir áramótin verða skartgripirnir hennar til sýnis bæði á tískuvikunni í Mílanó og Scoop Int- Skartgripahönnuðurinn AnnaMaría Pitt opnar sína fyrstusýningu á Íslandi nú í desem- ber og gefur samlöndum sínum kost á því að skoða nýjasta skartið sitt áð- ur en hún heldur með það á tískuvik- una í Mílanó og Scoop-sýninguna í Saatchi-galleríinu í London. Sýningin í Gallerí Ófeigi ber yf- irskriftina „náttúra/form“ og stend- ur yfir frá 17. desember til 11. jan- úar. „Ég er að halda einkasýningu á handsmíðuðum silfur- og gullskart- gripum sem allir eru innblásnir af náttúrunni á einhvern hátt. Þetta eru geómetrísk verk, fremur stór og skúlptúral sem henta líklegast betur í kokkteilpartíið en við uppvaskið – stórt armband eða hringur til að skreyta sig með þegar þú heldur á vínglasi,“ segir Anna María bros- andi. Hún hefur ásamt eiginmanni sín- um og börnum búið í Englandi síð- ustu 12 ár þar sem hún stundaði BA- nám í silfursmíði og skartgripahönn- un við New Buckinghamshire University og útskrifaðist með láði. Fram að þessu hefur hún tekið þátt í alþjóðlegum skartgripasýningum og byggt upp vörumerki sitt. Skartgripirnir hennar Önnu Mar- íu skera sig úr að því leyti að silfrið er ekki brætt og mótað heldur notar ernational Fashion Show í London. „Artistar Jewels í Mílanó höfðu samband við mig eftir að skartið mitt birtist í breska Vogue- tímaritinu og buðu mér að taka þátt í skartgripasýningu sem er haldin samhliða tískuvikunni í Mílanó í lok febrúar. Samhliða sýningunni verð- ur gefin út bók með kynningu á þátt- takendum og ljósmyndum af verk- unum. Þeirri bók verður síðan dreift á gallerí og söfn víða um heim og að auki verða hlutirnir boðnir til sölu á vefsíðu sýningarinnar. Það verður mjög gaman að fá að taka þátt í þessari sýningu og kynna verk mín á nýjum vettvangi.“ Scoop International Fashion Show er alþjóðleg sýning á kven- fatatísku, skartgripum og öðrum fylgihlutum sem haldin er árlega í Saatchi-galleríinu í London, í þetta sinn dagana 12.-14. febrúar nk. „Þetta er nýstárleg og fönkí sýning þar sem upprennandi hönnuðir fá tækifæri til að koma verkum sínum á framfæri og svo hlakka ég líka mikið til að fá að sýna í einu af uppáhalds- galleríunum mínum,“ segir Anna María, en skartgripirnir hennar hafa verið notaðir í auglýsingar, m.a. af Mörtu Jonsson, skóhönnuði í Lond- on. Sýningin í Gallerí Ófeigi er fyrsta einkasýning Önnu Maríu. „Það er spennandi að koma heim og taka þátt í jólastemningunni í miðbænum. Þetta er fyrsta sölusýningin mín á Íslandi þannig að þetta verður svo- lítið öðruvísi jólahald hjá okkur þar sem ég og fjölskyldan munum standa vaktina. Við höfum búið lengi erlendis þannig að það verður virki- lega gaman að hitta vini, kunningja og aðra sem verða í jólastússi á Skólavörðustígnum.“ Samhliða opnun sýningarinnar mun Anna María hleypa af stokkunum nýrri heimasíðu, annamariapitt.com Anna María sker form út úr silfurplötum sem hún beygir svo til í geómetrísk form. Skartið er nokkurs konar kokteilskart. Fuglar skipa stóran sess í verkum Önnu Maríu og sýna hálsmenin för mismunandi farfugla um jarðkringluna. Armband eftir Önnu Maríu. TÍSKA 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.12. 2016 Tímaritið Vogue birti lista yfir tískuhönnuði 10. áratugarins sem myndu gera það gott í dag með fatnaði sem þeir hönnuðu þá. Meðal þeirra eru Helmut Lang, Thierry Mugler og Todd Oldham. Hefðu gert allt vitlaust núna Skötuveisla Veislumiðstöðvarinnar Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6 Þorláksmessu 23. desember 2016 frá kl. 11-15 Pantanir í síma 517 0102 Yfirforinginn Sveinn Valtýsson býður ykkur uppá: Vel kæsta skötu Mildari skötu Tindabykkju Saltfisk Úrvals síldarétti Gratineraðan plokkfisk Hamsatólgur Feiti Rófustappa Hnoðmör Kartöflur Rúgbrauð og flatkökur Verð kr. 3990.- Hrímaðir snapsar og kaldir bjórar á tilboði veislumidstodin.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.