Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Síða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Síða 41
hótunum í hinn stóra sarp hótana og hræðsluáróðurs. Obama kom ekki vel frá þeim afskiptum í Bretlandi. Útgöngumenn urðu honum reiðir fyrir óskammfeilna íhlutun í innanlandsmál og kyrrstöðumenn voru hugs- andi yfir því, hversu létt honum var að hóta Bretum niðurlægingu yrðu úrslitin í óþökk hans og breskrar elítu. Aukið tal, meira pat, færri lausnir Flóttamannasprengja sprakk yfir Evrópu og hún var bein afleiðing „vorhreingerninga“ hinna miklu leið- toga álfunnar. Bylgjan varð algjörlega stjórnlaus. Flóttamennirnir sem nú teljast í milljónum (þar af eru meira en 3 milljónir geymdar innan girðingar í Tyrk- landi samkvæmt samningi ESB við það), eru að mestu óþekkt fólk. Ekki var fært að gera neinar athuganir á uppruna þess eða ferli. Á hryðjuverkatímum eru það óboðleg og ámælisverð vinnubrögð. Aðgerðaleysi leiðtoga ESB fór ekki verst með álit þeirra. Getuleysið stakk mest í augu. Það minnti enn og aftur óþægilega á tugi neyðarfunda út af uppnámi evrunnar. Þeir fundir gerðu ætíð illt verra. Grikklandsfárið er að blossa upp á ný. Og Ítalía er skammt undan. Renzi, elíta hans og sú í Brussel, kom á afturfót- unum út úr þjóðaratkvæði í byrjun mánaðarins. Þess- ir aðilar sögðu í kór fyrir atkvæðagreiðsluna að ekki væri hægt að ofmeta mikilvægi hennar. Hún skipti öllu fyrir Ítalíu, fyrir evruna og fyrir ESB. Atkvæða- greiðslan tapaðist. Renzi og þeir sem sögðust hafa hengt líf og framtíð evrunnar á þessa spýtu biðu af- hroð. Fengu aðeins 40% prósent en 60% voru á móti þeim. Nú er reynt að tala ósigurinn niður. Enn þá eru þeir, sem ófærir eru um að viðurkenna ósigur sinn, þó ekki komnir á það stig að segja að úrslitin á Ítalíu séu Pútín að kenna, eins og meint tap Hillary, sigur brexit og allt hitt andstreymið. Leiðtogi með lítil efni? Þegar efnahagsþvinganir voru settar á Rússa, eftir endurinnlimun þeirra á Krímskaga, var iðulega bent á að Rússland væri minna hagkerfi en Spánn. Þeir hefðu nú gleypt bita sem þeir hefðu hvorki kok né tennur til að tyggja. Rússland væri að molna undan sjálfu sér. Það er vafalítið rétt að hrun olíuverðs gerir einhæf- um efnahag Rússlands mjög erfitt fyrir. Því furðu- legra er að Pútín nái að skáka Bandaríkjunum út úr stöðu sinni í Miðausturlöndum. Hann er með flota á Miðjarðarhafi, þar með talið flugmóðurskip. Vissu- lega er þetta fremur lúinn floti, en hann er þarna. Og hvort sem mönnum líkar það betur eða verr virðist Pútin búinn að tryggja Assad, sem fyrir örfáum árum stóð á brauðfótum, fullan „sigur“ í Sýrlandi. Og sumir Bandaríkjamenn niðurlægja nú sjálfa sig og sitt mikla og merka ríki með því að halda því blá- kallt fram að Pútín hafi ráðið því hver sé að verða for- seti í Hvíta húsinu eftir rúman mánuð! Þeir, sem trúðu drýgindalegum yfirlýsingum Obama s.l. ár vissu ekki annað en að fjárhagur Rússa væri í rúst. Allur máttur Kremlarbóndans væri í nös- unum. Pútín hefði að auki asnast út í fen í Sýrlandi sem hann myndi sjá eftir alla tíð. Dagar helsta banda- manns hans þar væru taldir. En þetta er ekki staðan sem blasir við. „Sautján leyniþjónustur“ Bandaríkjanna halda því nú skyndi- lega fram að Pútín hafi hlutast til um bandarísku kosn- ingarnar. Þetta hafi stofnanirnar vitað síðan 2015! Rússland, sem sagt er vera risi á fjárhagslegum brauð- fótum, á að geta vafið Bandaríkjunum um fingur sér í tölvuheiminum. Er Sílikondalur sokkinn? Gátu Banda- ríkin ekkert gert? Fengu þau ekki rönd við reist? Eða vildu þau ekkert gera? Mátti ekki styggja Rússa á meðan hinn sögulegi samningur um Íran væri gerður? Á meðan horfa menn upp á það, að hefðbundnir og mikilvægir bandamenn eins og forseti Egyptalands, Tyrklands og forsætisráðherra Ísraels fara fremur á fund til Pútíns en í Hvíta húsið. Þessir þrír vita að enginn þeirra er í raun velkominn í Hvíta húsið. Þeir eru að bíða manninn þar af sér. Enn þá brennur mér í muna Svo var það fyrir átta árum að Össur slapp sem af- leysingamaður á leiðtogafund Nato í stað Jóhönnu, sem var lítið fyrir að hitta ókunnuga. Össur, sem komst yfir minnimáttarkennd sína áður en hann sleit barnsskónum, sveif á Barack Obama og bauð honum í opinbera heimsókn til Íslands. Ekki er talið alveg öruggt að Obama hafi vitað hver maðurinn var. En þetta var frumlegt og vel til fundið, því gamla venjan er sú að forsætisráðherra eða forseti Íslands bjóði þjóðhöfðingjum eða æðstu valdamönn- um í opinbera heimsókn, en ekki utanríkisráðherrar sem koma óvænt hlaupandi af varamannabekknum. En Össur sagði íslenskum fjölmiðlum hreykinn að Bandaríkjaforseti hefði feginsamlega þegið heimboð sitt. Íslenskir fjölmiðlar brugðust ekki háttum sínum og voru þakklátir fyrir að fá að flytja slíkar stór- fréttir. Össur hraðaði för sinni heim sem mest hann mátti, til að verða örugglega kominn heim á undan gestinum. Nú eru senn átta ár liðin og aðeins 5 vikur til stefnu, svo að það styttist mjög í fögnuðinn. Eða er hugsanlegt að Pútín hafi komist með putt- ann í þetta og splundrað þessum stórfenglegu áform- um? Það skyldi þó ekki vera. Væri það ekki langt gengið? Morgunblaðið/Árni Sæberg 18.12. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.