Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Síða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Síða 49
band. Það er líka sérstakt við Fljótsdal að fólk- ið var allt náskylt; það er reyndar ekkert eins- dæmi en heldur meira um það þar en annars staðar. Það var helst að með embættismönnum sem hingað komu úr öðrum landshlutum, prestum, sýslumönnum og læknum, að varð kynblöndun.“ Talandi um lækna; spítalinn á Brekku er tal- ið eitt fyrsta sjúkrahús í íslenskri sveit, byggð- ur 1907. Fyrir því stóð Jónas Kristjánsson, kallaður náttúrulækninga-Jónas, síðar alþing- ismaður um tíma og læknir við heilsuhæli Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði síðustu æviárin. Eitt það sérstakasta við Fljótsdal í seinni tíð, að mati Helga, miðað við aðrar sveitir hér- lendis, er húsagerðin. „Þessi gömlu útihús úr torfi og grjóti, sem voru hér enn á hverjum bæ fyrir 1990, áður en riðuniðurskurðurinn varð, og sums staðar engin önnur útihús. Ég held það hafi verið miklu meira en í öðrum sveitum, að minnsta kosti á Austurlandi.“ Torfhúsin betri fyrir sauðféð Töluverð þróun varð auðvitað í byggingu húsa eftir því sem tímar liðu, timbur kom til sög- unnar, bárujárn og fleira. „En þótt þau nýju hafi verið prýðishús voru torfhúsin einhver allra bestu fjárhús sem til eru. Þau eru holl fyr- ir sauðféð, betri en steinhúsin.“ Þegar skorið var niður vegna riðunnar var öllum bændum gert að ryðja húsunum niður Horft yfir miðdalinn, Suðurdalur og Norðurdalur framundan, Múlinn á milli þeirra. Vatnajökull og Snæfell í fjarska. Ljósmynd/Skarphéðinn G. Þórisson Guttormur Þormar, bóndi í Geitagerði, á Ferguson-dráttarvél sinni, lík- lega um 1960. Á myndinni eru líka fimm börn hans og þrjú að auki. Með hrífurnar eru Þórarinn Þórarinsson yngri og Skeggi Guðmundsson. Heyskapur á Bessastaðanesi um 1955. Vallholt í baksýn. Börn og fullorðnir með hrífur eins og tíðkaðist svo lengi. Willys-jeppinn var keyptur í Bessa- staði 1946 og mikið notaður við að draga ýmis heyvinnslutæki. Knattspyrnulið Fljótsdælinga um 1950. Efri röð frá vinstri: Jón M. Kjerúlf, Þórarinn Bjarnason, Axel Jónsson, Eiríkur M. Kjerúlf, Kjartan Hallgrímsson, Einar Jónsson, Sverrir Þorsteinsson, Guðmundur Guðmundsson, Jónas Pétursson, Vigfús Hallgrímsson. Neðri röð frá vinstri: Hrafnkell Björgvinsson, Sveinn Þórarinsson (frá Eiðum), Ólafur J. Kjerúlf, Magnús Einarsson, Þorsteinn Þórhallsson, Marinó Kristinsson, Þórhallur Björgvinsson, Sigurður Magnússon (frá Breiðavaði), Þórhallur Jóhannsson, Hallgrímur Þórarinsson, Sigmar Pétursson, Ingimar Jóhannsson. Þórarinn Sveinsson liggur fremst. Nýja kirkjan á Valþjófsstað, til hægri, í byggingu við hlið þeirrar gömlu um 1960. 18.12. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Ljóð muna rödd bbbbn Eftir Sigurð Pálsson. JPV útgáfa, 2016. Innbundin 81 bls. Yrkisefni Sigurðar hafa verið fjölþætt, en hér er sleg- inn áberandi tónn: dauðinn er allt umhverfis þótt hann sé aldrei nefndur beint á nafn. Það er enginn dauðabeygur í ljóðmælandanum, en hann veit af þessum gesti ... Þetta er falleg bók, utan sem innan. Sölvi Sveinsson Endurfundir bbbnn Eftir Orra Harðarson. Sögur útgáfa, 2016. 231 bls. Orri hefur frábært lag á að draga fram tíðarandann með skýrum myndum og smá- atriðum ... Það er eins og Orri hafi geymt tímann í krukku og hleypt honum út, svo lunkinn er hann við þetta og hann er lipur penni, með næman skilning á fyndninni í því litla ... Hin súrsæta blanda af sorglegu, sprenghlægilegu, venjulegu og óvenjulegu ís- lensku þorpslífi kemst hins vegar afar vel til skila í myndrænum lýsingum Orra og mun án efa skemmta mörgum. Júlía Margrét Alexandersdóttir Hestvík bbbbn Eftir Gerði Kristnýju. Forlagið 2016. Innbundin, 163 bls. Hestvík er þriðja skáldsaga Gerðar Kristnýjar fyrir full- orðna og verða þær vonandi fleiri því Hestvík er magnað verk ... Sagan er stutt og text- inn knappur en segir samt svo ótrúlega margt eins og Gerð- ur Kristný gerir listavel í öll- um ljóðum sínum ... Það er létt yfir sögunni í byrjun en smám saman hellist óhugnaðurinn yfir og það liggur svo margt í loftinu að lesandinn verður eiginlega bara hjartveikur eins og aðalpersónan sjálf. Gerður Kristný skapar einstakt andrúmsloft í Hestvík. Ingveldur Geirsdóttir Ég sef ekki í draumheldum náttfötum bbbbn Eftir Eyþór Árnason. Veröld, 2016. 73 bls. Sagan, liðinn tími og skáld- skapur annarra lifna oft á ljúfsáran hátt í ljóðum Ey- þórs, með undirtóni úr greinilegri væntumþykju. Falleg mynd er til að mynda dregin upp í „Skáldið í kirkj- unni“ af því þegar Þorsteinn frá Hamri les upp í Þingvalla- kirkju, „svo hægt og fallega / les hann ljóð inn í mig“, og fyrir utan nemur glæsimennið stóra – Einar Benediktsson sem þar er grafinn – „hlýtt bergmálið / frá Hamrinum // undir óseldum himni“. Einar Falur Ingólfsson Utan þjónustusvæðis, krónika bbbbn Eftir Ásdísi Thoroddsen. Sæmundur, 2016. 363 bls. Ásdís Thoroddsen færist ekki lítið í fang í fyrstu skáld- sögu sinni, Utan þjónustu- svæðis. Í hugskoti sínu býr hún til heilt þorp með manni og mús. ... Ásdís heldur mörgum boltum á lofti í frásögn sinni og tekst það afbragðsvel. Stíll hennar er lipur og flæðir vel og hún á auðvelt með að skapa líflegar persónur og draga þær skýrum dráttum .. Utan þjónustusvæðis er vel skrifuð saga, skemmtileg og full af bæði hlýju og húmor. Karl Blöndal Úr umsögnum eða sótthreinsa þau. „Það var mjög erfitt og mikið verk, og dugði varla að sótthreinsa held- ur varð að steypa aukavegg innan í húsin eða klæða veggina með timbri. Kindur máttu ekki komast í snertingu við moldina.“ Í þriðja lagi var í boði að taka húsin úr notk- un og girða utan um þau. „Þannig björguðust örfá hús sem eru einstök á landsvísu en Þjóð- minjasafnið hefur því miður lítið getað sinnt viðhaldi; það hefur nóg með torfbæina sína en ég held það þyrfti að fara að huga að þessu.“ Til fróðleiks mé geta þess að Helgi ólst sjálf- ur upp í torfbæ á Arnheiðarstöðum. „Eitt sum- ar bjuggum við meira að segja í fjárhúsinu, þegar verið var að byggja nýbýlið á Droplaug- arstöðum. Það var mjög skemmtilegt sumar.“ Í Klúku stendur t.d. allt húsasafnið ennþá og er frábært sýnishorn, segir Helgi, líklega ein- stakt, af gamalli bæjarskipan. „Fjárhúsin, sem hætt var að nota 1990 vegna riðunnar, eru dreifð um túnið sem þótti hentugast upp á að koma heyi í hlöðu og áburði frá húsum.“ Helgi nefnir að á bænum Langhúsum séu útihús úr torfi og grjóti enn í notkun. „Ég gæti best trúað því að það sé einsdæmi á Íslandi og þar með í heiminum öllum!“  Meðfylgjandi myndir, nema af Helga, eru allar úr bókinni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.