Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Page 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Page 50
Henri og hetjurnar er um franskan,munaðarlausan strák sem verðurlukkudýr íslenska landsliðsins í fót- bolta á EM í Frakklandi í sumar. „Ég fékk hugmyndina snemma á árinu og skrifaði sög- una áður en ég fór á EM. Giskaði á leikina og lagaði svo söguna eftir að ég kom heim, bætti til dæmis við allri stemningunni sem mig ór- aði ekki fyrir að yrði eins og hún varð,“ segir Þorgrímur við Sunnudagsblað Morgunblaðs- ins. Þorgrímur þekkti kringumstæður vel því hann hafði skoðað svæðið í Annecy, þar sem bækistöðvar Íslands voru, ásamt Lars Lag- erbäck þjálfara og Gunnari Gylfasyni, starfs- manni KSÍ, löngu áður en Ísland komst á EM. „Þegar ég les upp úr bókinni í skólum teikna ég einmitt upp aðstæður; hótelið, vatn- ið og æfingavöllinn; krakkarnir skynja söguna betur þannig og hafa gaman af.“ Henri þessi er býsna óforskammaður í upp- hafi bókarinnar. „Maður áttar sig ekki á því hvað býr að baki fyrr en maður kynnist sögu hans og fer að þykja vænt um strákinn,“ seg- ir höfundurinn. Sumir landsliðsmannanna, þjálfarar liðsins og starfsmenn koma við sögu í bókinni. „Þeir voru upphaflega fleiri en ritstjórinn minn benti mér á að fækka þeim – það gengi ekki að vera með svona margar aðalpersónur. „Mig langaði mikið að sýna hjartalag strák- anna í landsliðinu og það endurspeglast í sög- unni hvað þeir eru flottir karakterar, alltaf tilbúnir að leggja á sig til að hjálpa þeim sem minna mega sín.“ Töluvert er um persónulegan húmor í bók- inni. „Það skemmir ekki heildarsöguna en þeir einir skilja sem voru á svæðinu, eins og Sveinbjörn læknir sem fær dálitla útreið. Ég bauð öllum upp á að lesa handritið áður en bókin fór í prentun. Sveinbjörn gerði smá at- hugasemd, en ég breytti reyndar engu! Hann býður upp á þetta,“ segir Þorgrímur og hlær. „Því má svo ekki gleyma að hann verður hetja í lokin og fær því uppreisn æru.“ skapti@mbl.is Lukkudýrið Henri Þorgrímur Þráinsson var á EM í knattspyrnu í sumar sem starfsmaður landsliðsins. Hann skrifar bókina Henri og hetjurnar sem gerist í herbúðum íslenska liðsins í Frakklandi Þorgrímur tekur myndband á símann sinn eftir frækilegan sigur Íslands á Englandi í Nice í sumar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.12. 2016 LESBÓK teiknimyndasögur því þrátt fyrir að krakkar og unglingar leiki sér mik- ið í tölvuleikjum, þá vilja þeir líka geta sest niður með góða teikni- myndabók. Hann segir að vinnan við teikni- myndasögur sé tímafrek. „Ég teikna á pappír með blýanti, geri útlínur og bý til heildarmynd og er með yfirsýn yfir hvernig blað- síðan líti út. Síðan skanna ég það inn og vinn það í tölvu. Öll loka- áferðin er gerð í tölvu. Þetta er mikil vinna,“ segir Andri sem mun halda ótrauður áfram í teiknimyndasögugerð. „Ég er bú- inn að gera þetta síðan ég var krakki, þetta er það sem ég geri best,“ segir Andri og hlær. asdis@mbl.is Draumavættir fastir í martröð Draumóri nefnist ný íslensk teiknimyndasaga eftir Andra K. Andersen. Fjallar hún um drauma- vætti sem festast í martröð. Bókin er sú fyrsta af þremur en hinar eru væntanlegar á næsta ári. Andri K. Andersen hefurteiknað linnulaust frá tólfára aldri og hefur stundað teikninám við Myndlistaskóla Reykjavíkur. Teiknimyndasögur eiga hug hans allan og er nú komin út hans fyrsta bók í þriggja bóka seríu. „Bækurnar fjalla um tvo draumavætti, Alfjeder og Skaða sem ferðast á milli drauma og verja þá fyrir martröðum. Í þessari bók eru þau föst í draumi og það eru mar- traðavættir í draumnum sem eru að breyta honum í martröð. Og þau þurfa að finna leið til að stöðva hann,“ segir Andri en hugmyndin hefur fylgt honum lengi. „Þessi kar- akter, Alfjeder, er búinn að fylgja mér lengi en sagan er búin að breyt- ast mikið í gegnum árin. Þessi saga hefur verið í vinnslu í tvö ár,“ segir Andri sem vinnur við teiknimynda- sögugerð í fullu starfi. Teiknað og unnið í tölvu Andri telur góðan markað fyrir Andri K. Andersen hefur sent frá sér teiknimyndasöguna Draumóri. Davíð Þór Jónsson fékk hugmynd að að-alpersónunni í Í skugga Skrattakolls,sem kom út í fyrra, og Stigamönnum í Styrskógum, þar sem hann var í fornbókabúð austur á landi. „Ég rak þar augu í bók sem ég hafði lesið sem unglingur og langaði að rifja upp. Ég hafði gaman af því, sérstaklega vegna þessa að ég gekk í unglingdóm aftur. En bókin var vond; hún var svo pólitískt vitlaus og löðrandi í kven- fyrirlitningu og nýlenduhyggju,“ segir Davíð Þór við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. „Þetta var Bob Moran-bók, kölluð drengja- bók á sínum tíma, og eftir að hafa lesið hana langaði mig að skrifa svipaða bók; bók sem ég hefði fílað í botn sem unglingur, spennandi bók, en ekki hafa hana svona pólitískt vitlausa, held- ur með undirliggjandi boðskap um frið og kær- leika, og gegn fordómum. Þetta er einhvers konar Bob Moran hittir Nancy hittir Tolkien!“ segir Davíð Þór. „Þessi gerð bókmennta, fantasía fyrir ung- linga, er ein sú vinsælasta í heiminum í dag. Hún er að ryðja sér til rúms á Íslandi og margt hefur verið gert vel, en breiddin er miklu meiri en hér. Þetta eru ekki bara epískar trílógíur upp á 350 síður hvert bindi. Mínar bækur eru ekki hugsaðar sem epískt ferðalag heldur rússíbanareið um fantasíuheima í fjóra til fimm klukkutíma fyrir þokkalega læsar manneskjur. Ég bæði stilli lengdinni á bókinni í hóf og reyni um leið að láta aksjónina byrja á fyrstu síðu, kynni heiminn miklu fremur í gegnum aksjón- ina heldur en með heilu og hálfu kaflana sem lýsingu á baktjöldum.“ Í lok bók boðar Davíð Þór þá næstu. „Ég gerði það líka í fyrra, í lok fyrstu bókar- innar. Ég hef gaman af því þegar bíllinn er í lausu lofti í lok sjónvarpsþáttar og svo kemur á skjáinn: Fylgist með næsta þætti!“ Sögurnar eru sjálfstæðar „en ég svindla með því að byrja aðeins á næstu sögu. Planið hjá mér er að bók þrjú komi út fyrir næstu jól. Sú saga er að taka á sig mynd í kollinum á mér og ég skrifa hana væntanlega með vorinu“. skapti@mbl.is Davíð Þór Jónsson: Bækur mínar eru rússíbanareið í fjóra til fimm klukkutíma fyrir þokkalega læsa. Morgunblaðið/Eggert Rússíbanareið Ungir lesendur kannast við Mórúnu Hróbjarts úr bókinni Í Skugga skrattakolls sem kom út í fyrra. Davíð Þór Jónsson býður nú upp á meira af henni, í Stigamönnum í Styrskógum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.