Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.12.2016, Page 53
sem er með skegg, leikarann Richard
Attenborough, og árið 1994 lék hann í
endurgerð kvikmyndarinnar Miracle
on 34th Street. Attenborough er van-
ur að leika sveinkalega afa; svo sem
eiganda Jurrasic Park.
Sveinkinn úr Elf
Þrátt fyrir að jólasveinninn hafi
ekki verið í fyrirferðarmiklu hlut-
verki í kvikmyndinni Elf frá 2003,
heldur mannsbarnið sem hann ól upp
sem álf, þá var hann fullkominn
sveinki í þeim atriðum sem hann kom
fram í. Leikarinn, Edward Asner, er
87 ára í dag en fyrir aðeins tveimur
árum talaði hann fyrir jólasveininn í
teiknimyndaendurgerð myndarinnar.
Jólasveinn í afleysingum
Í The Santa Clause lék Tim Allen
venjulegan mann sem varð að fara á
norðurpólinn og læra að verða jóla-
sveinn. Ástæðan var sú að hinn raun-
verulega slasaði sig við að falla niður
um þakið hjá honum svo Allen varð að
taka að sér verkið. Tvær framhalds-
myndir fylgdu í kjölfarið, The Santa
Clause 2 og 3 en í þeim var Allen kom-
inn í fullt starf sem jólasveinninn en
lenti í vandræðum því hann var ein-
hleypur og átti á hættu að missa stöðu
sína ef hann fyndi ekki hina einu sinni
eiginkonu jólasveinsins til að eyða æv-
inni með.
Jólasveininn með fjölskyldu-
vandamálin
Verðlaunaleikarinn Paul Giamatti
lék fyrir um 10 árum jólasvein sem á
bróðurinn Fred Claus í samnefndri
kvikmynd en bróðirinn skapar honum
töluverð vandræði. Fred biður bróður
sinn jólasveininn um lán en þarf í stað-
inn að hjálpa honum á norðurpólnum
með að ákveða hverjir fái kartöflu í
skóinn. Giamatti þótti sýna nýjar hlið-
ar jólasveinsins, sem getur líka orðið
þreyttur á veseninu á sínum nánustu.
Richard Attenborough gekk árið 1994 í fótspor Edmund Gwenn sem einn
helsti jólasveinn kvikmyndanna í endurgerð Miracle on 34th Street.
Tim Allan lærði að vera jólasveinn.
Paul Giamatti sem þjakaður sveinki.David Huddleston var sveinki 1985.
Billy Bob
Thornton sem
slæmi sveinki.
18.12. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Sjónvarp Bandarísku sjónvarpsþættirnir West World sem sýndir
hafa verið á Stöð 2 eru að margra mati þættir ársins en þessari
10 þátta seríu lauk um síðustu helgi og hefur bandaríska sjón-
varpsstöðin HBO strax pantað til sýninga aðra þáttaröð. Það
gerði hún hins vegar bara nýlega svo að næsta þáttaröð
kemur ekki til sýninga fyrr en árið 2018.
Mörgum til mikilla vonbrigða fékk ein aðalpersóna
þáttanna, Dr. Ford, sem Anthony Hopkins leikur, byssu-
kúlu í sig og leit atburðarásin ekki öðruvísi út en að Dr.
Ford væri þar með úr sögunni. Handritshöfundar seríu
tvö ljóstra því upp í viðtali sem birtist í Los Angeles
Times að persóna sem margir hafi afskrifað í seríu
eitt muni snúa aftur. Hvort það er Dr. Ford vildu þeir
þó ekki láta uppi.
Hver snýr óvænt aftur?
Anthony Hopkins
í hlutverki Dr.
Ford í Westworld.
Tónlist James Blunt er þekktur af miklum
húmor fyrir sjálfum sér á samfélagsmiðl-
unum. Og hvað svo sem fólki þykir um tónlist
hans eru fáir sem kunna ekki að meta
færslur hans á Twitter. Eins og þessa, þar
sem hann tilkynnti að hann væri að vinna að
nýrri plötu með tísti: „Ég þú hélst að 2016
hefði verið slæmt, þá er ég að gefa út plötu
árið 2017.“ Á vefsíðu hans voru þessar fréttir
svo staðfestar í kjölfarið. Síðast sendi Blunt
frá sér plötu árið 2013 en það lag sem hann
er þekktastur fyrir, You’re Beautiful, er orð-
ið 11 ára gamalt. Blunt á enn eftir að slá það
sölumet sem hann setti þá í tónlist.
Blunt fyndinn á Twitter
James Blunt er þekktur fyrir óborganleg tíst.
Morgunblaðið/hag
Kvikmyndir Kvikmyndahandrit um ævi popptónlist-
arkonunnar Madonnu hefur verið valið „besta ófram-
leidda kvikmyndahandritið“ í Hollywood. Elyse Hol-
lander skrifar handritið að þessari væntanlegu
kvikmynd, Blond Ambition, en handritið fékk flest at-
kvæði á svokölluðum „Black List“ eða „Svarta listan-
um“. Eru það helstu forráðamenn kvikmyndageirans í
Hollywood sem velja besta handritið sem stendur til að
byrja að mynda árið 2017. Blond Ambition sigrar þar
73 handrit en kvikmyndaðdáendur skyggnast inn í líf
og ævi söngkonunnar sem og hið mergjaða samfélag
sem New York var á 9. áratugnum.
Hollander þykir stjarnfræðilega hæfileikaríkur ný-
græðingur í bransanum en hún aðstoðaði meðal ann-
ars lítillega við leikstjórn Óskarsverðlaunamynd-
arinnar Birdman og hefur gert nokkrar stuttmyndir.
Svarti listinn hefur verið birtur frá árinu 2005 og
myndir eins og Manchester Bye the Sea, Miss Sloane
og The Founder hafa verið sigurvegarar hans síðustu
ára.
Myndin um Ma-
donnu er talin lík-
leg til stórafreka
en handritið þyk-
ir afburðagott.
AFP
Best af óframleiddum
www.gjofsemgefur.is
P
IP
A
R
\T
B
W
A
•
S
ÍA
•
102985