Fréttatíminn - 20.10.2016, Blaðsíða 6
Forsetakosningar Þrjár
íslenskar fegurðar drottningar
tóku þátt í Miss Universe
keppninni þegar hún var í eigu
Donalds Trump. Ingibjörg R.
Egilsdóttir var handvalin af
Trump í úrslitin og kynntist
honum lítillega.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Trump var eigandi Miss Universe
frá 1996 til 2015. Ingibjörg Ragn-
heiður Egilsdóttir var fulltrúi Ís-
lands árið 2009 en fegurðar-
samkeppnin var þá var haldin var
á Bahamaeyjum.
„Donald Trump kom til Bahama-
eyja í fylgd lífvarða og dvaldi ásamt
keppendum í þó nokkurn tíma. Það
var svolítið eins og forsetinn væri
mættur á svæðið og það var mik-
ið látið með hann. Sumar stelpurn-
ar höfðu áhuga á að ganga í augun
á honum. Trump hafði mikil áhrif
í keppninni og var þarna í kring-
um okkur, borðaði morgunmat
með okkur. Ég spjallaði við hann
nokkrum sinnum.“
Ingibjörg var meðal hundrað
keppenda frá öllum heimshornum
og dvaldi á Bahamaeyjum í mánuð.
„Samskipti okkar Trump voru góð.
Hann var vingjarnlegur við mig og
ég upplifði enga fyrirlitningu, eins
og aðrir hafa lýst í fjölmiðlum. Hann
var svolítill daðrari í eðli sínu en
reyndist mér vel. Ég upplifði hann
ekki sem eitthvert „monster“.“
Daginn fyrir úrslitakvöldið voru
allir keppendur kallaðir saman.
„Við áttum að stilla okkur upp
í beinni röð á sviði og svo gekk
Trump um og virti okkur fyrir sér.
Hann valdi úr fjórar stelpur sem
honum leist best á en niðurstaðan
var ekki gerð opinber. Seinna kom í
ljós að ég var á listanum hans.“
Ingibjörg segir álit hans ekki hafa
skipt hana miklu. „Ég fór í keppn-
ina til að vera sjálfri mér og landinu
mínu til sóma. Ég hafði metnað
fyrir því að ná langt en það var
ekki markmið mitt að heilla hann
persónulega. Mér brá þegar við átt-
um að standa fyrir framan hann
og vera metnar af útlitinu einu.
Keppnin var viðameiri og reyndi á
frammistöðu í viðtölum og fleira.“
Ingibjörg ræddi við Trump um
að hún hefði áhuga á að komast á
mála hjá umboðsskrifstofu Miss
Universe. „Hann aðstoðaði mig við
það og ég fór til New York á fund
hjá skrifstofunni. Þegar ég kom á
staðinn rann glansinn af þessu því
stelpurnar voru mun yngri en ég,
allt niður í fimmtán ára og rosalega
grannar. Ég var 24 ára og fann að
þetta hentaði mér ekki.“
Sif Aradóttir tók þátt í keppninni
2006. „Ég kynntist honum ekki, en
við hittum hann í þrígang. Þetta
var ævintýri og keppnin umfangs-
mikil. Mín upplifun af þátttökunni
var bara góð en ég áttaði mig fljótt
á því að þessi heimur var ekkert
fyrir mig.“
Hún segir að þau Donald og
Malania Trump hafi, sem eigend-
ur keppninnar, verið kynnt fyrir
þátttakendum. „Hann var þarna
að dæma líka, hafði áhrif á úrslitin.
Af stuttum kynnum mínum virkaði
hann bara eins og hann er í fjölmiðl-
um, áberandi og dómínerandi. Það
er hálfgerður skrípaleikur að hann
hafi náð svona langt og sé forseta-
efni í Bandaríkjunum,“ segir Sif.
6 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 20. október 2016
Við tökum forskot á fyrstu ferðina! Nú getur þú komið með okkur til La Palma yfir jólin. Jólaferðir
til Kanaríeyjanna Gran Canaria og Tenerife hafa
verið afar vinsælar síðustu ár enda frábært að njóta
sólarinnar þar ytra yfir hátíðina og nú bjóðum við La
Palma jólaferð með millilendingu á Gran Canaria. La
Palma er einstaklega falleg eldfjallaeyja með hreint
ótrúlega miklum gróðri, enda þýðir Isla La Palma
„Pálmaeyjan“ og eyjan er stundum kölluð Isla Bonita
sem þýðir „Fallega eyjan“.
Vinsældir Kanaríeyjanna hafa farið vaxandi með
hverju árinu en þangað sækja ferðalangar til að
njóta notalegs loftslags, sólarinnar, afslöppunar og
útivistar að ógleymdum góða matnum sem í boði
er. La Palma er dásamleg eyja sem skartar fallegs
útsýnis, ósnortinnar náttúru og frábærrar umgjarðar
fyrir sólarunnandann. Á La Palma er að finna eitt
besta loftslag í heimi, milt og gott veður með jöfnu
hitastigi árið um kring en þar er að jafnaði 20-25
stiga hiti á daginn. Skelltu þér í sólina um jólin með
fjölskyldunni, makanum eða vinum.
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
77
86
4
Frá kr. 146.965
m/hálft fæði innifalið
Netverð á mann frá kr.
146.965 m.v. 2 fullorðna
og 1 barn í íbúð.
Netverð á mann frá
kr. 164.895 m.v. 2
fullorðna í íbúð.
Frá kr. 140.785
m/allt innifalið
Netverð á mann frá kr.
140.785 m.v. 2 fullorðna
og 1 barn í herb.
Netverð á mann frá
kr. 179.995 m.v. 2
fullorðna í herb.
Frá kr. 133.965
m/morgunm. innif.
Netverð á mann frá kr.
133.965 m.v. 2 fullorðna
og 1 barn í herb.
Netverð á mann frá
kr. 164.895 m.v. 2
fullorðna í herb.
Hotel Sol
La Palma
Hotel La Palma
Princess
H10 Taburiente
Playa
LA PALMA
Kanaríeyjunnar
Um jólin til
NÝTT
í 10 nætur
22. des.
Frá kr.
133.965
m/morgunmat
Mannréttindi Óheimilt verður
að mismuna fólki vegna holda-
fars, útlits eða líkamsgerðar,
samkvæmt nýrri mannréttinda-
stefnu Reykjavíkurborgar.
Framlag hvers og eins skal metið
að verðleikum án tillits til hæð-
ar, þyngdar eða útlits.
Óheimilt er að segja upp starfsfólki
eða neita um ráðningu, stöðuhækk-
un, launahækkun eða umbun í starfi
á grundvelli holdafars þess, útlits
eða líkamsgerðar. Þá verður stríðni,
aðkast og einelti í tengslum við
holdafar meðal barna og unglinga
hluti af slíku óréttlæti og ber skólum
að vinna markvisst gegn slíku á frí-
stundaheimilum og í tómstunda- og
menningarstarfi borgarinnar.
Þá er nýbreytni í mannréttinda-
stefnunni að í henni er ekki geng-
ið út frá því að fólk kjósi að skil-
greina sig sem annaðhvort karlkyn
eða kvenkyn heldur getur það verið
kynsegin. Þetta var samþykkt sam-
hljóða í borgarstjórn.
Líf Magneudóttir, forseti borgar-
stjórnar og formaður hópsins sem
endurskoðaði mannréttindastefnu
borgarinnar, segir skipta máli að
það sé pólitísk samstaða um að
virða mannréttindi í víðu samhengi.
þarna sé verið að gera ýmsa jaðar-
hópa sýnilega. |þká
Bannað að mismuna feitu fólk
Óheimilt er að mismuna fólki vegna
holdafars, samkvæmt mannréttinda-
stefnu borgarinnar.
Viðskipti Fjármögnun á kísil-
málmverksmiðju Thorsil hefur
dregist til muna. Lífeyrissjóður
starfsmanna ríkisins íhugar að
fjárfesta í Thorsil en fullyrt var í
fjölmiðlum fyrir skömmu að sjóð-
urinn væri búinn að ákveða það.
Haukur Hafsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins, neitar að svara því
játandi eða neitandi hvort lífeyrissjóð-
urinn ætli sér að fjárfesta í kísilmálm-
verksmiðju Thorsil á Reykjanesi.
„Eins og áður hefur komið fram
höfum við verið að skoða mögu-
lega fjárfestingu í Thorsil. Endanleg
ákvörðun hefur ekki verið tekin og er
málið því enn til skoðunar hjá stjórn
LSR,“ segir í skriflegu svari Hauks til
Fréttatímans.
Thorsil er að hluta til í eigu fyrir-
tækisins P126 ehf. sem föðurbróðir
Bjarna Benediktssonar, Einar Sveins-
son, á í gegnum fyrirtæki á Kýpur.
Bjarni, í krafti þess að hann er fjár-
málaráðherra, skipar fjóra af átta
stjórnarmönnum lífeyriss-
sjóðsins en það er stjórn sjóðs-
ins sem meðal annars tekur
ákvarðanir um fjárfestingar
hans. Bjarni skipaði þau
Gunnar Björnsson, Áslaugu
Friðriksdóttur, Guðrúnu Ög-
mundsdóttir og Viðar
Helgason í stjórn
sjóðsins á sínum
tíma.
DV fullyrti fyrr
í þessum mánuði
að Lífeyrissjóður
starfsmanna ríkisins ætlaði að fjár-
festa í Thorsil en fjármögnun verk-
smiðjunnar hefur dregist nokkuð á
langinn. Haukur neitar hins vegar að
staðfesta hvort frétt DV sé rétt eða þá
að leiðrétta hana ef hún er röng. Ef
frétt DV er rétt mun lífeyrissjóð-
urinn koma með hluta þeirra
rúmlega 13 milljarða króna sem
Thorsil ráðgerir að safna hjá
fjárfestum. | ifv
Fjármögnun Thorsil
á Reykjanesi hefur
dregist á langinn og
vill Lífeyrissjóður
starfsmanna ríkisins
ekki segja af eða á
hvort hann fjárfesti
í verkefninu.
Lífeyrissjóðurinn vill ekki
upplýsa um kaup í Thorsil
Ingibjörg Ragnheiður Egilsdóttir keppti fyrir Íslandshönd í Miss Universe árið
2009. Donald Trump hjálpaði henni að komast á mála hjá umboðsskrifstofu
keppninnar.
Handvalin af Trump
í úrslit Miss Universe